"það sem betur má fara"
29.4.2024 | 17:35
Síst vil ég gera lítið úr Sunnu Valgerðardóttur. Hefur lengi starfað sem blaðamaður og komið víða við. Ætlar nú að yfirgefa þann vettvang og hyggst hasla sér völl á sviði stjórnmála.
En kannski bera orð hennar; "Blaðamennskunni fylgja þau forréttindi að geta bent á það sem betur má fara og látið svo aðra um að laga", merki þess hversu margur blaðamaðurinn er úr takt við sitt verkefni. Blaðamennska snýst ekki um að benda á það sem betur má fara, blaðamennska snýst um það eitt að flytja fréttir, frá báðum hliðum og ávallt gæta hlutleysis og sannmælis.
En henni til hróss, eftir áralangt starf í röngu starfi, er hún kannski á heimleið. Á leið á þann vettvang er fólki er ætlað að segja hvað betur má fara og vinna að þeim umbótum, ef kjósendur velja svo.
Því miður er þessi ranghugsun gegnumsýrð í fjölmiðlum. Lengi var helst hægt að gagnrýna ruv fyrir slíkt, enda haldið uppi af öllum landsmönnum, hvar í flokki sem þeir eru eða hvaða sýn þeir hafa. Einkareknir fjölmiðlar höfðu meira frelsi til að tala máli sinna eigenda og sumir kannski full graðir á þeirri braut. Margir hafa farið flatt á því.
En nú er svo komið að flestir eða allir fjölmiðlar eru á framfæri okkar landsmanna, hvort sem okkur sjálfum líkar betur eða verr. Er haldið uppi af ríkissjóð. Því er enn frekari krafa um hlutleysi fjölmiðlafólks, að það segi fréttir en hvorki búi þær til né reyni að segja okkur hvað "betur má fara".
Lætur af störfum hjá Ríkisútvarpinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)