Flestir læra af fortíðinni, öðrum er það fyrirmunað

Eitt það besta í fari mannskepnunnar er að geta lært af fortíðinni. Þannig hefur okkur tekist að komast á þann stað sem við erum nú, þannig hefur þróun mannskepnunnar orðið til. En sumir hafa ekki þennan eiginleika, er fyrirmunað að nýta sér þá visku sem fortíðin gefur okkur.

Fyrir nokkrum misserum komu erlendir aðilar til Íslands, í þeim tilgangi að koma sínum draumum í verk. Sá draumur var um að bjarga heimsbyggðinni. En þetta var bara draumur og eftir að hafa flutt hingað mikið magn af tréflís frá norður Ameríku, landað henni hér, skipað aftur á pramma og flutt hálfa leið til baka aftur og sturtað þar í sjóinn, vöknuðu menn upp við að þetta var enginn draumur, heldur martröð. Þáverandi bæjarstjóri Akraness var þessum mönnum til halds og trausts og greiddi veg þeirra. Var duglegur að mæra verkefnið. Taldi það gullsígildi fyrir heiminn og ekki síst nærsamfélagið sitt.

Nú er bæjarstjórinn orðinn forstjóri Orkuveitunnar. Ekki er hægt að sjá að hann hafi lært mikið af martröðinni. Hann er enn í draumheimum, eins og ekkert hafi í skorist. Nú er það ekki 8000 manna bæjarsjóður sem hann er að gambla með, heldur fjöregg okkar hér á suðvesturlandi, sjálfa Orkuveituna. Leggur hana og lífsafkomu hundruð þúsunda að veði í nýtt tilraunaverkefni sem er engu vitlegra en flísaævintýri Running Tide.

Það efast enginn um að hægt er að binda co2 í berg, langt niður í iðrum jarðar. Þetta er þegar gert í litu mæli. Hvort hægt er að binda það mikla magn sem til stendur að dæla í iður jarðar við Hafnarfjörð er allsendis óvíst. Um það snýst þessi tilraun. Ekki er einungis um mikið magn af co2 ásamt eiturefnum frá erlendum iðnfyrirtækjum, heldur er það vatn sem nota skal til niðurdælingarinnar af þeirri stærðargráðu að með ólíkindum er ef það hefur ekki áhrif á berggrunninn. Berggrunn sem er nærri virkum eldstöðvum. Enn eru sömu rök notuð, þetta er svo gott fyrir heimsbyggðina og ekki síst nærsamfélagið. Jafnvel farið að nefna háar upphæðir í gróða og byrjað að eyða honum.

En hvers vegna að dæla CO2 niður í jörðina og umbreyta í einhverjar steineindir? CO2 er dýrmætt vara og á bara eftir að aukast að verðgildi. Vistvænt eldsneyti er eitt af því sem heimurinn kallar eftir og þar kemur CO2 sterkt inn, enda einfalt að vinna eldsneyti úr þeirri afurð. Þá er þetta eitt af grunnefnum til að auka græna matvælaframleiðslu, sem íslenskir bændur nýta til að dæla inn í gróðurhús sín. Og ekki má gleyma öllum gosdrykkjunum sem við erum svo dugleg að drekka.

Stærsti markaðurinn fyrir CO2 verður þó til eldsneytisframleiðslu. Ekki víst að Orkuveitan geti keppt við þann markað. Hvað þá? Hvað ætlar Orkuveitan að gera ef verð á þessari auðlind hækkar meira en þeir ráða við? Hverjir þurfa þá að taka skellinn? Jú, þeir sömu og þurftu að taka skellinn vegna risarækjuverkefnis fyrirtækisins, þó sá skellur væri sem blíðasta klapp miðað við Carbfix ævintýrið.

Nú er það svo að CO2 í andrúmslofti hefur hækkað um fjórðung á stuttum tíma. Hvort það er gott eða slæmt eru vísindamenn ekki sammála um. Hitt er vitað að magn þessa lífsanda var kominn hættulega neðarlega, svo neðarlega að ef það hefði lækkað að sama skapi og það hækkaði, væri líf sennilega ekki lengur til staðar á jörðinni. Hugmyndir um eldsneytisframleiðslu úr þessum lífsanda okkar eru komnar lengra en margan grunar og kannski mun það verða jörðinni hættulegast. Að svo mikið af CO2 verði unnið úr andrúmsloftinu að líf geti ekki þrifist.


mbl.is Fjögur stórverkefni OR: 350 milljarðar til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. október 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband