Þetta er "komið"

Maður veltir stundum fyrir sér í hvaða heimi Sigurður Ingi býr. Alla vega ekki í raunheimi, svo mikið er víst.

Það hefur legið fyrir, allt frá því Kata yfirgaf sökkvandi skipið, að því yrði ekki bjargað. Lím ríkisstjórnarinnar var virðing og vinskapur Bjarna og hennar. Það lím þornaði fljótt upp við brotthvarf Kötu. Eftir að VG valdi sér nýjan formann, manneskju sem aldrei hefur verið hægt að starfa með og lítur landslög hornauga, var strax ljóst að komið væri að leiðarlokum. Yfirlýsingar hennar gáfu einnig til kynna hvert hún sjálf vildi stefna.

En Sigurður Ingi telur að stjórnarslit hafi ekki legið í loftinu! Taldi að allt væri að "koma".

Þetta kom vissulega Sigurður Ingi!


mbl.is Segir stjórnarslit ekki hafa legið í loftinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. október 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband