Eru vindorkuver náttúruvæn?

Hér kemur enn einn pistill minn um vindorkuver. Skaðsemi slíkra orkuvera verður aldrei of oft kveðin, en í þessum pistli er hellst rætt um þá efnisnotkun sem fer í vindtúrbínur.

Hér á landi eru flestar hugmyndir um stærð vindtúrbína með framleiðslugetu upp á um 5 Mw. Ástæðan fyrir þeirri stærð er fyrst og fremst að þetta voru með stærstu þekktu vindtúrbínum þegar skýrslur um hugmyndir þeirra er að vindorkuverum standa, voru sendar til opinberra stofnana, hér á landi. Í dag er farið að framleiða mun stærri vindtúrbínur, allt að 13 Mw og þar sem þekkt er í þessum bransa að hagkvæmni vindorkuvera felist í stærð vindtúrbína, er líklegt að hér muni rísa stærri túrbínur en talað er um, ef og þegar leifi fást.

En höldum okkur 5 Mw vindtúrbínur. Heildar hæð slíkra túrbína er allt að 200 metrar, fer nokkuð eftir framleiðendum. Spaðalengdin á þessum vindtúrbínum er nærri því að vera um 80 metrar. Spaðar eru úr trefjaplasti, sem og húsið efst á turninum. Sjálfur turninn er úr stáli utan neðsta hluta hans sem er úr steyptum einingum. Undir vindtúrbínunni er síðan sökkull úr járnbentri steypu.

Hver spaði er nærri því að vera um 20 tonn að þyngd og þeir eru þrír á hverri vindtúrbínu. Spaðarnir eru gerðir úr trefjaplasti, en helsta hráefni trefjaplasts er olía. Trefjaplast er einstaklega erfitt til endurvinnslu og því eru þeir að langstærstum hluta grafnir í jörðu, þegar þeir hafa lokið ætlunarverki sínu. Þá er trefjaplast viðkvæmt fyrir utanaðkomandi áhrifum og því eyðast spaðarnir nokkuð hratt upp. Því þarf a.m.k. tvö sett af spöðum á líftíma hverrar vindtúrbínu. Það gerir um 120 tonn af trefjaplasti sem grafið er í jörðu, fyrir utan það magna sem þegar hefur mengað náttúruna sem örplast.  Náttúruvænt?

Í stjórnhúsi vindtúrbínu, efst á turni þeirra, er gírkassi, rafall og stjórnbúnaður. Á þennan gírkassa og annan stjórnbúnað túrbínunnar fer um 2000 lítrar af olíu og glussa, sem þarf að endurnýja á níu mánaða fresti. Náttúruvænt?

Í hverja svona vindtúrbínu fer yfir 300 tonn af stáli. Í 300 tonn af stáli fara um 600 tonn af ýmsum jarðefnum, að mestu hrájárn. Þetta er brætt upp við um 2000 gráðu hita. Til að ná slíkum hita er aðalhráefnið kol. Náttúruvænt?

Undirstaða þessara vindtúrbína er járnbent steypa. Í hverja undirstöðu fer um 4.000 m3 af steypu og til styrktar henni eru um 1.000 tonn af steypujárni. Þetta gerir um 11.000 tonn af járnbentri steypu, neðanjarðar. Náttúruvænt?

Þarna er einungis stiklað á stærstu þáttunum, auk þess fer fjöldi annarra hráefna í hverja vindtúrbínu. Af sumum þeirra er nægt magn til á jörðinni en önnur eru ákaflega fágæt. Þar er SF6 sennilega þeirra hættulegast, sagt vera 28.000 sinnum skaðlegra en co2 og tekur þúsundir ára að eyðast, sleppi það út. Náttúruvænt?

Nokkuð mismunandi er hversu margar vindtúrbínur eru ætlaðar til hvers vindorkuvers, hér á landi Flestar eru þó með ætlanir um að þær verði fleiri en tíu, jafnvel fleiri en þrjátíu. En til að einfalda reikninginn örlítið, þá skulum við miða við tíu vindtúrbínur í hvert vindorkuver. Það gerir að flytja þurfi hátt í 110.000 tonn á hvern vindorkuversstað. Bara í sökklana fyrir slíkt vindorkuver þurfa nærri 600 steypubílar að mæta á svæðið! Sumir hlutir verða ekki fluttir nema í heilu lagi. Þar mun mest bera á spöðunum, enda lengd þeirra mikil. Þyngd hvers spaða er hins vegar ekki svo mikil, rétt um 20 tonn. Hins vegar koma í fyrstu atrennu 30 stykki á staðin og önnur 30 stykki þegar líða fer á rekstrartíma vindorkuversins. Minni hlutir eins og spennar eru hins vegar mjög þungir. Þá þarf stóra krana, sennilega stærri en til eru hér á landi nú, til að setja herlegheitin saman. Því þurfa allir vegir um svæðið að vera einstaklega öflugir. Þar duga engir "línuvegir".  Náttúruvænt?

Það er svo sem ekki að undra að innviðaráðherra hafi fundið einhverja aura til uppbyggingar á veginum yfir Laxárdalsheiði, þar sem flokksfélagi hans og ráðherra hefur fært frönskum aðila stórt land undir vindorkuver með allt að 30 vindtúrbínum! Þangað þarf jú að koma allt að 1.800 steypubílum, 90 spöðum í fyrstu atrennu, 9.000 tonnum af stálrörum, væntanlega flutt á um 400 flutningabílum. Allar tölur þrisvar sinnum hærri en að ofan er talið.

Náttúruvænt? Eða kannski bara sérhagsmunapot?


Bloggfærslur 13. nóvember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband