Til hvers að kjósa?
8.9.2021 | 07:30
Ég veit ekki til hvers þjóðin ætlar að ganga til kosninga. Ekki verður betur séð en að félagasamtök séu að taka yfir stjórn landsins og ekki nóg með það þá virðast þessi félagasamtök vera að yfirtaka íþróttahreyfinguna. Lög landsins virðast ekki þvælast fyrir!
Kynferðislegt ofbeldi er eitthvað svartasta sem menn geta framið, jafnvel verra en morð. Á því verður að taka. Það verður þó ekki gert með hrópum á torgum úti, það verður einungis gert gegnum réttarkerfið. Ef réttarkerfið er talið of veikt, verður einfaldlega að efla það.
Þó þarf að fara varlega, það er auðvelt að kollvarpa réttarkerfinu með of ströngum lögum. Og grundvelli þess, að hver sé saklaus uns sekt er sönnuð, má aldrei fórna.
![]() |
Áslaug telur ummæli Helga vafasöm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)