Og lánin okkar hækka
14.8.2021 | 07:26
Reykjavíkurborg hefur tekið ákvörðun um að hækka bílastæðagjöld um 375%, bara rétt sí svona, með einu pennastriki. Reyndar þurfa þeir sem aka á hreinum rafbílum ekki að greiða nema helming á við hina, en þeir fengu jú ókeypis stæði áður. Kann ekki að reikna út prósentuhækkun frá núlli, en víst er að hækkun frá núlli upp í 15.000 krónur er veruleg hækkun, hvernig sem á það er litið.
Því er haldið fram að þessi ákvörðun sé liður í að flýta orkuskiptum, en það sér hvert mannsbarn að þarna er borgin einungis að seilast enn frekar í vasa borgarbúa, í örvæntingar tilraun til að afla fjár í galtóman borgarsjóð. Stjórnleysi vinstriflokkanna síðustu áratugi í borginni er búin að koma henni á vonarvöl. Þessi skattur mun leggjast þyngst á þá sem minnst mega sín, fjölskyldur sem minni fjárráð hafa. Þeir ríkari, sem geta leift sér að aka á nýjum rafbílum sleppa betur.
Þá mun þetta einnig leggjast á efnaminni fjölskyldur gegnum húsnæðislánin, þar sem þessi hækkun mun hafa áhrif til aukinnar verðbólgu, með þeim afleiðingum að verðtryggð lán hækka og í kjölfar þess vextir óseðjandi bankakerfisins. Þetta mun hafa áhrif út fyrir borgarmörkin og því misvitrir borgarfulltrúar þarna að taka ákvörðun sem mun hækka lán okkar landsbyggðafólks. Hélt satt að segja að viðværum laus frá þessu vinstra gengi sem sett hefur borgarsjóð á hausinn, en maður er víst hvergi hólpinn frá þeirri óværu!
![]() |
Bílastæðakort hækka úr 8.000 í 30.000 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)