Matvinningur

Matvinningur var þeir kallaðir er vegna aldurs, fötlunar eða annarra vankanta voru ekki meiri menn til vinnu en rétt fyrir mat.

Forstjóri Orkuveitu Reykjarvíkur fékk launahækkun fyrir nokkrum dögum. Þetta þykir svo sem varla fréttnæmt, enda laun manna í slíkum stöðum ekki ákvörðuð af vinnuframlagi eða getu til að skila því. Það sem þó kom nokkuð á óvart var hversu há þessi launahækkun var, þ.e. í krónum talið. Í prósentum var hún svo sem ekkert mjög há, bara nokkrum sinnum meiri en sú prósentuhækkun er féll til almennra launþega í landinu. En af háum launum þarf svo sem ekki mörg prósent til að krónurnar verði margar, jafnvel fleiri en lágmarkslaun almennings hljóða uppá.

Annað kom einnig á óvart, en það var svar stjórnarformanns OR um þessa launahækkun og tilurð hennar. Annars vegar var verið að "leiðrétta" laun forstjórans aftur í tímann og hins vegar var verið að bæta honum upp það tekjutap er hann varð fyrir er hann hætti sem stjórnarformaður í dótturfyrirtækjum OR. En eins og flestir vita er OR varla nema nafnið, þar sem allur rekstur fyrirtækisins og sala fer fram undir merkjum dótturfyrirtækja OR. En, sem sagt, forstjórinn minnkaði við sig vinnu hjá fyrirtækinu og fær væna launahækkun fyrir. Geri aðrir betur!

Nú er komin upp deila um hvort Árbæjarlón eigi að vera eða ekki. Um þetta hefur ekki verið deilt í heil eitt hundrað ár, eða frá því Reykjavíkurborg hóf framleiðslu rafmagns í Elliðaárdalnum. Lón þetta er því um aldar gamalt og fyrir löngu orðið hluti náttúrunnar. Þarna hefur því verið náttúruparadís fyrir menn og fugla um langt skeið. Ákvörðun um tæmingu lónsins og að því skuli eytt, tók hinn vellaunaði forstjóri OR. Nú þegar andmæli eru að komast í hámæli um þessa gjörð, fullyrðir forstjórinn að hann hafi gert þetta í samráði við fuglafræðing, sem á að hafa sagt honum að álftaparið sem hefur haldið sig í hólma lónsins, muni halda áfram að verpa í hólmanum, sem þó stendur nú á þurru landi! Fróðlegt verður að fylgjast með framhaldi þessa máls, hvort lónið verði fyllt aftur eða ekki. Líklegt verður þó að telja að forstjórinn fái enn eina launahækkunina, fyrir snilli sína!

Það skal aldrei vanmeta menn þó þeir séu smáir, bæði á velli og innra með sér. Þar geta leynst snillingar!


mbl.is Segja tæmingu hafa óveruleg áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. mars 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband