Það er ljótt að ljúga

Þegar op3 var samþykktur á Alþingi var því haldið fram að orkusala um sæstreng til meginlandsins væri ekki í myndinni. Ýmsir drógu þetta í efa, en ráðherrar, sérstaklega ráðherra orkumála, fyllyrtu að engar slíkar áætlanir væru á teikniborðinu. Á þeim tíma voru erlendir vindbarónar farnir að láta til sín taka hér á landi og töldu margir það skýrt merki um hvað koma skildi.

Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum var þetta mál lítið sem ekkert rætt fyrir síðustu kosningar. Vindbarónarnir héldu sig til hlés og fáir virtust muna tvö ár aftur í tímann. Þar sem stjórnmálamönnum tókst að halda þessu máli frá umræðunni, fyrir síðustu kosningar, má segja að kjósendur hafi ekki fengið að kjósa um málið.

Strax eftir kosningar vöknuðu síðan vindbarónarnir og koma nú í hópum í fjölmiðla til að útlista ágæti þess að leggja hellst allt landið undir vindmillur og að auki hafið umhverfis Ísland. Ýmis rök hafa þessir menn fært fram, eins og framleiðslu á eldsneyti og fleira. Nú er opinberað að sæstrengur sé málið, reyndar legið fyrir frá upphafi. Ef ráðherra orkumála þykist vera að heyra þetta fyrst núna, er hún verri en ég hélt. Þetta vissi hún þegar hún laug að þjóðinni!

Stjórnmálamenn eiga að vita að orðum fylgir ábyrgð og að lygar duga skammt. Sannleikurinn kemur alltaf upp á yfirborðið, sama hversu reynt er að halda honum niðri. Þá eiga stjórnmálamenn að vita að þeirra vinna á að snúast um að verja hag landsmanna og þá um leið landsins. Þeim er ekki heimilt að ganga erinda erlendra peningamanna, sama hvað í boði er. Þegar slíkt er gert og það skaðar hag landsmanna, kallast það landráð, eitthvað skelfilegasta brot sem nokkur stjórnmálamaður getur framið.

Fyrir landráð á að dæma fólk!


mbl.is Metnaðarfullar hugmyndir um vindorkugarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. nóvember 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband