Að vera rændur inn í pólitík
23.11.2020 | 07:48
Dagur B hefur ætíð verið duglegur að skreyta sig með stolnum fjöðrum og kenna öðrum þegar illa fer. Þarna gengur hann þó skrefi lengra en áður, skrefi sem gerir þennan mann ómerkari en áður.
Í viðhengdri frétt reynir Dagur að réttlæta viðtalið. Segir meiningu sína aðra en fram kemur í viðtalinu og hælir aðgerðum þríeykisins svokallaða. Hvergi kemur þó fram í viðtalinu við Bloomberg að heiðurinn sé annarra en Dags. Í formála þess er útilokað annað að skilja en að Dagur, í krafti sinnar læknismenntunar, sé heilinn og höfuðið að baki þeim árangri sem hér hefur náðst. Dagur hvorki leiðréttir það né minnist þríeykið í sjálfu viðtalinu. Uppveðrast og tekur fegins hendi því hóli sem Bloomberg ber á hann.
En það var einnig annað skondið sem fram kom í þessu viðtali. Eftir að Dagur var búinn að telja upp alla sína menntun, sagði hann að honum hafi verið rænt inn í pólitík. Hann hefði svo sem auðveldleg getað losað þau höft af sér eftir síðustu kosningar og sloppið frá ræningjunum, enda var honum hafnað af kjósendum. Það var einungis vegna nokkurra smáflokka, mönnuðum af jafn valdasjúku fólki og hann sjálfur, sem Degi tókst að halda völdum. Degi var því ekki rænt, heldur rændi hann borgarbúa lýðræðinu.
Eftir að hafa horft á þetta viðtal Bloombergs við Dag, er ljóst hvaða íslendingur líkist mest Trump. Sjálfshól, lygar og taktleysi við raunveruleikann einkennir þá báða, þó Trump hafi vissulega mun meira vit á fjármálum en Dagur, enda leitun að manni sem hefur tekist að koma heilli höfuðborg í jafn mikla fjárhagslega erfiðleika.
![]() |
Þakka læknisfræðimenntun Dags fyrir viðbrögðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)