Hvað er lýðskrum?

Er það lýðskrum að tala um hlutina eins og þeir eru?

Er það lýðskrum að vísa efnislega í þau gögn sem tilheyra því máli sem rætt er um?

Er það lýðskrum að vísa í úttektir sem gerðar eru að málsmetandi mönnum, eins og Friðriki Árna  Friðrikssyni og Stefáni Má Stefánssyni, máli sínu til stuðnings?

Er það lýðskrum að taka heill þjóðarinnar fram yfir hagsmuni einstakra einstaklinga?

Svarið við þessum spurningum er NEI, það er ekki lýðskrum að vísa í gögn, það er ekki lýðskrum að vísa í álitsgerð manna sem fengnir eru til að skoða málið í kjölinn, að beiðni stjórnvalda, það er ekki lýðskrum að taka heill þjóðarinnar fram yfir hagsmuni einstaklinga, sem fæstir búa á Íslandi.

Hins vegar er það lýðskrum að hafna því að ræða málefni út frá efni þess og færa umræðuna alltaf yfir þá einstaklinga sem eru á öðru máli.

Það er lýðskrum að velja einstakar setningar, stundum hluta af setningum, úr álitsgerð lögfræðinga og nýta sem rök máli sínu til framdráttar, að gera þannig tilraun til að rangtúlka efni álitsgerðarinnar og snúa henni á haus.

Það er lýðskrum að tala um hagsmuni neytenda máli sínu til stuðnings, þegar ljóst er að þar er átt við einhverja allt aðra neytendur en þá sem hér búa. Til þess eins gert að fórna hag almennings til handa örfáum einstaklingum.

Menn geta svo velt fyrir sér hverjir eru með meira lýðskrum, þeir sem á móti orkupakkanum eru og notast við rök sínu máli til staðfestingar, eða hinir sem samþykkir eru pakkanum og beita hellst þeirri aðferð að ráðast með dylgjum á andstæðinginn auk þess að niðurlægja þjóðina með því að gefa í skyn að hún sé ekki læs!!

Tilskipun ESB um orkupakka 3, álitsgerð Friðriks Árna Friðrikssonar og Stefáns Más Stefánssonar, EES samningurinn og stjórnarskráin eru opinber skjöl og auðvelt að finna á netinu. Þar geta allir lesið þessi gögn og er það í raun tiltölulega fljótlegt, utan EES samninginn hann er nokkuð flóknari. Margir hafa gefið sér tíma til að lesa þetta allt, aðrir láta duga að lesa álitsgerð Friðriks og Stefáns.

Það er sama hvar er borið niður, allt liggur að sama brunni; ef Alþingi samþykkir orkupakkann munum við glata forræði yfir orkunni, annað hvort strax eða síðar. Samkvæmt greinagerð Friðriks og Stefáns má búast við að mjög fljótt verði þetta vald af okkur tekið, þarf ekki nema eina kæru til eftirlitsstofnunnar EFTA og síðan dómsmál í framhaldi af því. Niðurstaða þess dóms er augljós, enda getur EFTA dómstóllinn einungis dæmt samkvæmt lögum og reglum EES/ESB. Orkumál okkar færast undir þann dómstól jafn skjótt og tilskipunin hefur verið samþykkt. Heimagerðir fyrirvarar munu enga breyta gagnvart EFTA dómstólnum. Um þetta þarf ekki að deila, hafi menn lesið sér til um málið!!

Hér má finna þingsályktunartillögu utanríkisráðherra þar sem fram kemur í fyrsta kafla vísanir í þau lög sem orkupakkinn mun yfirtaka og leiða af sér. 

Hér er álitsgerð Friðriks Árna Friðrikssonar og Stefáns Más Stefánssonar

Hér er síðan afrit af EES samningnum, með tilvísunum til lagabreytinga frá því hann tók gildi

Og að lokum er hér sjálf stjórnarskráin okkar

Ég hvet alla sem ekki hafa kynnt sér málið að gera það nú þegar og tjá sig út frá staðreyndum, ástunda ekki lýðskrum eins og þeir gera sem reyna að ljúga að þjóðinni og halda því fram að samþykkt orkupakka 3 skaði okkur ekki!!


mbl.is „Það kalla ég ómerkilegt lýðskrum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. apríl 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband