Færsluflokkur: Dægurmál
"það sem betur má fara"
29.4.2024 | 17:35
Síst vil ég gera lítið úr Sunnu Valgerðardóttur. Hefur lengi starfað sem blaðamaður og komið víða við. Ætlar nú að yfirgefa þann vettvang og hyggst hasla sér völl á sviði stjórnmála.
En kannski bera orð hennar; "Blaðamennskunni fylgja þau forréttindi að geta bent á það sem betur má fara og látið svo aðra um að laga", merki þess hversu margur blaðamaðurinn er úr takt við sitt verkefni. Blaðamennska snýst ekki um að benda á það sem betur má fara, blaðamennska snýst um það eitt að flytja fréttir, frá báðum hliðum og ávallt gæta hlutleysis og sannmælis.
En henni til hróss, eftir áralangt starf í röngu starfi, er hún kannski á heimleið. Á leið á þann vettvang er fólki er ætlað að segja hvað betur má fara og vinna að þeim umbótum, ef kjósendur velja svo.
Því miður er þessi ranghugsun gegnumsýrð í fjölmiðlum. Lengi var helst hægt að gagnrýna ruv fyrir slíkt, enda haldið uppi af öllum landsmönnum, hvar í flokki sem þeir eru eða hvaða sýn þeir hafa. Einkareknir fjölmiðlar höfðu meira frelsi til að tala máli sinna eigenda og sumir kannski full graðir á þeirri braut. Margir hafa farið flatt á því.
En nú er svo komið að flestir eða allir fjölmiðlar eru á framfæri okkar landsmanna, hvort sem okkur sjálfum líkar betur eða verr. Er haldið uppi af ríkissjóð. Því er enn frekari krafa um hlutleysi fjölmiðlafólks, að það segi fréttir en hvorki búi þær til né reyni að segja okkur hvað "betur má fara".
Lætur af störfum hjá Ríkisútvarpinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Flestu má kenna covid
4.12.2020 | 00:00
Flest er nú hægt að kenna covid. Ef maður rekur við þá er það covid að kenna. Ömurlegri eru þó ummæli framkvæmdarstjóra Veitna um að "lítil von hafi verið á viðlíka kuldakasti og því sem væntanlegt er næstu daga". Það þarf ekki annað en líta eitt ár aftur í tímann, upp á dag, til að sjá slíkt kuldakast á höfuðborgarsvæðinu.
Þetta eru fátæklegar afsakanir framkvæmdastjórans. Staðreyndin er einföld. Samfara fordæmalausri fjölgun húsnæðis hefur nú um nokkurra ára skeið hefur verið alger stöðnun í orkuöflun Veitna, sem leiðir af sér skort við minnsta frávik í veðri. Það er ekki eins og einhver fimbulkuldi eigi sér stað þessa dagana, hér á sv horni landsins. Hvernig færu Veitur að ef mikla kuldatíð gerði, svo vikum skiptir? Það er þó eitt sem allir virðast sammála um, nema forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur, að búast má við kaldari vetrum á næstu áratugum. Loftlagsglóparnir segja það fylgifisk hlýnunar jarðar, en raunsæisfólk horfir á hitamælinn sinn og sér hvert stefnir.
Bólusetning gæti gerst mjög hratt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tvöföld hamingja
10.10.2017 | 20:30
Afturkoma Jóns Gnarr í Íslensk stjórnmál er tvöföld hamingja fyrir landsmenn.
Hann hefur þegar hafið vinnu við að rústa báðum deildum Samfylkingar, sem er auðvitað happ fyrir þjóðina.
Og svo geta landsmenn aftur farið að hlusta á rás2 á laugardögum, eftir að hinn sjálfhverfi þáttur hans hefur verið tekinn af dagskrá.
Jón Gnarr hjólar í Bjarta framtíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)