Færsluflokkur: Löggæsla

Nálgumst hratt einræði

Þegar sú staða er komin upp að ráðherra rekur embættismann, fyrir það er virðist eitt að henni þykir skoðanir embættismannsins of langt frá eigin skoðunum, er lýðræðið komið í hættu. Slík vinnubrögð þekkjast einungis í einræðisríkjum. Það fyrsta sem Hitler gerði var að losa sig við alla þá sem honum voru ekki þóknanlegir, Stalín hélt fast um sitt einræði með því að losa sig við alla þá sem hann taldi sér standa ógn af, oftast þó af ímyndun einni. Fleiri einræðisherra mætti nefna sem slíka tilburði viðhafa. Jafnvel Trump verið gagnrýndur fyrir að nota þessa stjórnháttu. Fátítt eða aldrei hefur verið beitt þessum starfsaðferðum hér á landi. Það er óhugnanlegt að byrjað skuli að feta þann veg.

Rök ráðherra eru haldlítil í málinu. Segir að til standi að efla landamæravörslu, eitthvað sem lögreglustjórinn fyrrverandi hefur ákaft kallað eftir. Því hefði auðvitað verið rétt hjá ráðherra að halda Úlfari sem lengst, nýta þekkingu hans og krafta. Fáir eru betur inn í þessum málum en einmitt fráfarandi lögreglustjóri Suðurnesja.

Skil reyndar ekki hvernig þessi óhefti innflutningur getur átt sér stað til landsins. Ekkert skip kemur hingað til lands og leggst að bryggju nema áhafnalisti og eftir ástæðum farþegalisti, hafi fyrst verið sendur. Þar kemur fram nafn allra, það land er þeir búa í og númer vegabréfs. Ef áhafnaskipti eru, þarf lögregla að mæta í skip og stimpla heimild þeirra sem af skipinu fara, jafnvel þó þeir fari beinustu leið í flug úr landi. Áhöfn sem kemur á skip kemst ekki út úr flugstöðinni nema hafa fengið uppáskrift lögreglu, þó þeir fari beinustu leið af velli í skip. Þetta á við um alla þá sem búsettir eru utan Schengen svæðisins og engar undanþágur frá því. 

Hvers vegna er ekki fyrir löngu búið að setja sömu reglur fyrir flugið. Farþegalistar liggja fyrir löngu fyrir flug og því varla mikið mál að senda þá áður en haldið er í loftið. Og hin spurningin, hvernig stendur á því að flugfélög hleypa fólki inn í vél án vegabréfs? Ekki hef ég nokkurn tíman komist inn í flugvél, reyndar ekki heldur nálægt brottfararsal, án þess að sýna vegabréfið mitt. Hefði haldið að þetta atriði væri mikilvægara í baráttunni gegn hryðjuverkum en að taka af manni sjampóbrúsann eða skoða hvort eitthvað er falið í skósólanum.

En megin málið er þó það að geðþóttarákvörðun ráðherra er hættuleg. Henni ber að starfa eftir lögum og í öllu falli að beita sanngirni. Skynsemi skaðar ekki. Þegar stórar breytingar eru framundan eru fáir betri til að koma þeim í kring en einmitt þeir sem kallað hafa eftir þeim breytingum og þekkja best til málanna.

Nema auðvitað, að ráðherra hafi einhverjar allt aðrar hugmyndir uppi um þær breytingar. Að ekki eigi að taka á vandanum, heldur reyna að fela hann. Að hafa uppi einræðistilburði vegna eigin stjórnmálaskoðana.

Þá er ávörðun ráðherra skiljanleg.


mbl.is Segir ákvörðunina varhugaverða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Falsfréttir fjölmiðla

Skýrsla greiningardeildar ríkislögreglustjóra um hryðjuverkaógn á Íslandi hefur verið gefin út. Skýrslan er unnin að stórum hluta út frá samskonar skýrslum Europol og löggæslu á Norðurlöndum.

Fyrstu ellefu blaðsíður skýrslunnar eru um hryðjuverkaógn á þeim svæðum og borið saman við hvernig hún er hér á landi. Þrisvar í þeim hluta koma orðin "hægri öfgasinnar" fram og einu sinni "vinstri öfgasinnar" og hvaða ógn gæti stafað af þeim. Að öðru leiti fjallar fyrri hluti skýrslunnar  fyrst og fremst um hryðjuverkaógn af hálfu íslamista, sem er orðin viðvarandi í Evrópu og á Norðurlöndum og talin geta átt sér leið hingað til lands.

Greiningardeildin telur þó varfærið að yfirfæra ógnarmat af hryðjuverkum á hinum norðurlöndunum yfir á Ísland. Nefnir einnig að aldrei hafi hryðjuverkasamtök íslamista átt jafn marga stuðningsmenn í álfunni og nú og er ISIS talið þar hættulegast.

Eins og áður segir er einungis þrisvar sem orðið "hægri öfgasinni" kemur fyrir í þessum fyrri hluta skýrslunnar. Skilgreiningin er þar meðal annars "hatursmenn ríkisins". Orðið "vinstri öfgasinni" kemur einu sinni fyrir í þessum hluta og skilgreining þess hugtaks sagt vera "stjórnleysingi".

Seinni hluti skýrslunnar fjallar síðan um hryðjuverkaógn á Íslandi. Þar kemur m.a. fram að íslamistar líti á öll vesturlönd sem óvin, að lítið eftirlit sé með innflutningi fólks til landsins og því megi álykta að hingað hafi komið fólk með bein tengsl við hryðjuverkasamtök íslamista. Eftirlitsleysið megi skýra af skorti á mönnun löggæslu og skorti á lagaheimildum. Hvergi í þessum síðari hluta skýrslunnar er talað um hægri eða vinstri öfgasamtök, hvað þá einstaklinga undir lögaldri, eins og fréttamiðlar hafa verið svo duglegir að telja okkur trú um. 

Þegar farið er yfir kaflann sem nefndur er Niðurstaða ógnarmats, kafla 5 í skýrslunni, er ekki hægt að sjá þar neina sérstaka ógn stafa af einhverjum óþroskuðum drengjum, einungis harðsvíruðum öfgasamtökum. Lokaorð þess kafla segja að hættustig hér á landi sé í meðallagi og að ekki sé hægt að útiloka hryðjuverk hér á landi, vegna ástands innanlands eða í heimsmálum.

Í lokakaflanum sem fjallar um úrbætur er einna merkilegast að sjá að loks er verið að vinna að því að taka upp nýtt kerfi fyrir skráningu farþegalista hingað til lands til að bæta vitneskju lögreglu um þá sem koma til landsins svo auka megi möguleika á viðbrögðum. Segir í raun að þaðan kemur ógnin.

Það er nokkuð merkilegt hvernig fjölmiðlar hafa fjallað um þessa skýrslu. Annað hvort eru starfsmenn þeirra ekki læsir eða þeir hafi ekki nennt að lesa skýrsluna. Það er þó engum ofraun, enda telur hún einungis 16 blaðsíður og af þeim í raun einungis síðustu 5 sem fjalla um hryðjuverkaógn hér á landi.

Hvernig umræðan gat snúist úr því að fjalla um efni skýrslunnar, ekki bara í fjölmiðlum, heldur einnig meðal þingmanna, yfir í eitthvað sem hvergi kemur fram í skýrslunni sjálfri. Hvernig umræðan gat snúist frá því að fjalla um hryðjuverkaógn vegna islamiskra öfgaafla, sem líta öll vesturlönd sem óvin sinn, yfir í ógn frá ófullveðja unglingum sem sagðir eru aðhyllast öfga hægri stefnu, er í rauninni sérstakt rannsóknarefni. Ófullveðja unglingar koma hvergi fram í þessari skýrslu!

Við þekkjum öll skilgreiningu orðanna hægri og vinstri í pólitík. Þessi orð eiga þó ekkert skylt við hryðjuverk. Þar liggja önnur og óhuganlegri öfl að baki.

Ef það er svo, þó það komi ekki fram í þessari skýrslu, að einhver ógn stafi af ófullveðja unglingum og fólki sem er rétt að skríða á fullorðinsaldur, væri kannski rétt að rannsaka af hverju það er. Hvers vegna unglingar eru á þeirri braut. Það er vissulega þekkt erlendis að ungt fólk hefur staðið upp gegn stjórnvaldinu, ekki af því það telji sér ógnað af því, heldur vegna þess að það telur sér ógnað af öfgafullum innfluttum trúarhópum, sem hafa yfirlýsta stefni gegn vestrænum gildum!

Nú er það auðvitað svo að ekki er hægt að setja alla innflytjendur undir einn hatt. Sumir koma hingað til að gerast þátttakendur í íslensku samfélagi. Gerast góðir og gegnir Íslendingar. Þegar fjölgun innflytjenda fer úr hófi fram, minnkar hlutfall þess hóp.

Þessi skýrsla greiningardeildar er útaf fyrir sig ágæt. Fjallar um þá ógn sem fyrir hendi er í Evrópu og gæti hæglega teygt anga sína hingað til lands. Það er lágmarks krafa hvers Íslendings, þegar svo stórt mál er undir, að fjölmiðlar fjalli um efni skýrslunnar, í stað þess að vera með einhvern falsfréttaflutning. Vitað er að margir þingmenn nenna ekki að lesa skýrslur sem út eru gefnar, bíða niðurstöðu fjölmiðla um málið og tjá sig út frá henni. Því er enn frekari krafa til fjölmiðla að þeir stundi ekki falsfréttir!

 


mbl.is Hafi getu og vilja til að framkvæma hryðjuverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskur her

Umræða um stofnun hers hér á landi hefur verið nokkuð mikil síðustu daga og nú farið að tala um íslenska leyniþjónustu. Þetta er svo sem ekki ný umræða, alltaf verið til aðdáendur James Bond og Pattons hér. 

Það sem er hinsvegar nýtt núna er að ráðamenn okkar eru farnir að gefa þessari umræðu undir fótinn og auðvitað gripa haukarnir gæsina. Fyrir nokkrum árum impraði þáverandi ráðherra sjalla á þessari hugmynd og allt ætlaði um koll að keyra í fjölmiðlum. Nú eru viðbrögðin önnur, enda sjallar fjarri góðu gamni. Nú eru flokkar sem eru vinveittir fjölmiðlum við stjórn. Þá er allt í lagi að tala um her og leyniþjónustu.

Meðan við getum ekki rekið Landhelgisgæsluna með sóma er tilgangslaust að tala um stofnun hers. Meðan við getum ekki rekið heilsugæsluna með sóma, er tilgangslaust að ræða stofnun hers. Meðan unglingar útskrifast úr skyldunámi án þess að vera skrifandi eða læs, er til lítils að ræða stofnun hers.

Þá má ekki gleyma þeirri staðreynd að við erum svo fámenn þjóð að jafnvel þó allir vinnandi menn væru teknir úr verðmætasköpun, til að sinna hergæslu, væri sá her svo lítill að hann næði ekki stærð minnsta herfylkis þeirra landa sem minnstan her hafa. Og ef ætti að manna leyniþjónustu með hæfu menntuðu fólki, mun geta okkar til að mennta ungmenni landsins verða enn minni og má það nú ekki minna vera.

Frá síðari heimstyrjöldinni höfum við verið undir verndarvæng annarra þjóða, þegar að vörnum landsins kemur, lengst af verndarvæng Bandaríkjanna en hin síðari ár einnig annarra Nato ríkja. Við eigum að efla þau samskipti, bæði til austurs sem vesturs. Þó nú um stundir sé ruglað gamalmenni við stjórn í vestri og hart unnið að eyðingu vinaþjóða okkar í austri, er það tímabundið ástand. Því mun ljúka. Við megum ekki láta einhverja eina eða tvær persónur, með völd til skamms tíma, skemma þá vináttu.

Okkar hlutverk ætti frekar að vera að bera klæði á þær tímabundnu deilur. Að vinna að því að Evrópa og Bandaríkin nái aftur saman. Þannig tryggjum við okkar varnir best. 

Hitt er svo annað mál að Landhelgisgæsluna þarf að efla, rétt eins og heilsugæsluna og menntakerfið. Meðan við vorum fátæk þjóð gátum við rekið öfluga Landhelgisgæslu, með mörgum skipum, við vorum með sjúkrahús um landið þvert og endilangt og börnin okkar komu læs og skrifandi úr skyldunámi. Hvers vegna ekki núna, þegar þjóðin er margfalt auðugri? 

Við höfum hins vegar ekkert við her að gera, höfum ekki efni á að reka slíka peningabræðslu og eigum ekki mannskap til að fórna í slíka endaleysu.


Ófremdarástand

Það setur um mann hroll að lesa viðhengda frétt. Af einhverjum ástæðum hefur Samfylkingin snúist um 180 gráður varðandi innflytjendamál. Um þetta fjallar formaður flokksins í spjallþætti og ekki laust við að margir rækju upp stór augu.  En þetta er vissulega góð stefnubreyting og ber að fagna. Reyndar hefur komið í ljós að málið er enn órætt innan flokksins.

Nú kemur varaformaðurinn í fréttaviðtal og segir þetta í raun enga breytingu hjá flokknum. Að komið sé upp ófremdarástand í málaflokknum og það sé fyrst og fremst Sjálfstæðisflokk að kenna. Það má svo sem taka undir það að sá flokkur, sem hefur haft með þessi mál að gera um nokkuð langa hríð, ber sök að nokkru leyti. Ekki þó því að hafa ekki viljað breyta, heldur sök á því að láta stjórnarandstöðuna stöðva slíkar breytingar trekk í trekk.

Þar hefur Samfylkingin verið dugleg að vinna að því að halda opnum landamærum fyrir hvern sem er, hvort sem þörf er á eða ekki. Hefur verið dugleg við að standa gegn öllum breytingum í átt til að ná tökum á vandanum.

Og vissulega er komið upp ófremdarástand í þessum málaflokk. Þar ratast varaformanninum rétt orð af munni, aldrei þessu vant. Blóðugir bardagar eru háðir milli innflytjenda, íslenskar sem erlendar konur eru komnar í hættu, þeim nauðgað og limlestar. Enda eru konur annars flokks í hugum karlkyns múslima. Þegar svo glæpamenn eru fluttir úr landi og meinuð innganga í landið, birtast þeir á götum borgarinnar jafnvel áður en fylgdarlið þeirra kemst til baka. 

Kostnaður ríkisins vegna málaflokksins er orðinn af stærðargráðu sem útilokað er að lítil og fámenn þjóð ráði við. Heilbrigðiskerfið er að grotna niður, bæði vegna skorts á fjármunum, sem betur væri varið til þess en í ólöglega innflytjendur, sem og vegna þess að þessi mikli fjöldi innflytjenda fær forgang fram yfir íslendinga á heilbrigðisstofnunum.

Það má sannarlega segja að um ófremdarástand sé að ræða, ef til eru sterkari orð má nota þau. Þannig verður þegar hleypt er hingað fólki sem enginn veit deili á, fólki sem er alið upp við hatur frá blautu barnsbeini, fólk sem er alið upp við að annað fólk sé réttdræpt vegna trúarskoðana, fólki sem jafnvel nánustu nágrannar og trúbræður vilja ekki hleypa inn í sitt land, heldur byggir varnarveggi til að halda því burtu. 

Það er gott að Samfylkingin sé farin að sjá að sér. Það breytir þó ekki því að þingmenn og fylgisfólk þess flokks hefur barist einna harðast gegn því að tekið skuli á málinu, allt til þessa. Sök Sjálfstæðisflokks er einungis aumingjaskapur, að þora ekki að standa í lappirnar gegn minnihluta Alþingis.

Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingar, er kominn á efri ár. Þetta viðtal við hann er þvílíkt bull að jafnvel elliglöp geta vart afsakað hann. Sögufölsun hefur sannarlega verið eitt aðalsmerki krata, fyrst Alþýðuflokks og síðan Samfylkingar. Þessi saga er þó svo ný að honum er ófært að reyna að falsa hana.


mbl.is „Ófremdarástand“ í útlendingamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirgengileg frekja fréttamanna ruv

Halda fréttamenn ruv að þeir séu hafnir yfir lög í landinu, að þeir þurfi ekki að fara að boðum lögmætra yfirvalda? Hvers konar andskotans frekja er þetta í þessu fólki? Oft hefur fréttastofa ruv lagst lágt, en sjaldan sem nú. Yfirgangurinn og frekjan í þessu fólki er þvílíkur og siðferðið ekki neitt. Siðleysið hefur yfirtekið þessa stofnun, sem haldið er uppi af peningum sem teknir eru úr vösum landsmanna, hvort sem þar er eitthvað að sækja eða ekki. Allir verða að greiða stofnuninni skatt!

Um nokkuð langan tíma hef ég séð eftir þessum peningum til stofnunarinnar. Tel hana ekki þess verða að þiggja þá. Hef í sjálfu sér ekkert á móti því að greiða skattinn, en vill fá að velja hvaða fréttastofa, eða fréttastofur, fái mitt framlag.

Þegar starfsmenn stofnunarinnar eru trekk í trekk teknir við þá iðju að hundsa fyrirmæli lögmætra yfirvalda og jafnvel reyna að komast óboðin í einkahús, er ósköp eðlilegt að strangar reglur þurfi til að reyna að hafa hemil á þessu frekju liði. Verst að það bitnar einnig á fréttamönnum annarra fréttastofa, sem haga sér skikkanlega.

Og hver eru rökin hjá þessu liði? Jú, þeir telja landsmenn eiga heimtingu á að tekin séu viðtöl við fólk sem er í sárum! Þvílík endaleysa hjá þessu liði!!

Vonandi fara augu stjórnmálamanna að opnast og þessari stofnun verði lokað fyrir fullt og allt. Til vara mætti hugsa sér að hún fengi að lifa á því fé sem landsmenn sjálfir vilja skammta henni. Niðurstaðan yrði söm, bara örlítið seinna.

Ætla ekki að ræða hér skattaundanskot eða lögfræðilega stöðu sumra starfsmanna þessarar stofnunar, né heldur þá aðferðafræði sem þeir telja hæfa við fréttaleit, þó þar sé ekki allt eins og best verður á kosið. Um það má fræðast hjá mér betri penna, hér á bloggsíðum mbl.

Manni getur vissulega ofboðið frekjuhátturinn sem virðist hafa yfirtekið fréttastofu ruv.


mbl.is Gengst við því að vera frekja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helber lygaþvættingur

Einn er sá flokkur á Alþingi sem mest hefur predikað siðabót kjörinna fulltrúa. Reyndar var þessi stjórnmálaflokkur stofnaður um það eitt, í upphafi. 

Þó er það svo að eini þingmaðurinn sem setið hefur á þingi og hefur á baki sér áfellisdóm siðanefndar Alþingis, kemur frá þeim flokki og situr enn sem fastast.  Og nú bætist við að fyrsti kjörni fulltrúi Alþingis sem handtekinn er af lögreglu, kemur einnig frá þessum sama flokki. Víst er að hún mun einnig sitja áfram á þingi.

Þeir sem predika siðabót kjörinna fulltrúa og eru gjarnan fyrstir til að kalla eftir afsögnum annarra þingmanna, við minnsta tilefni, ættu auðvitað að sýna gott fordæmi. Og þegar upp koma atvik sem rýrir störf þeirra á einhvern hátt, eiga þingmenn þessa flokks að fara eftir því sem þeir krefja aðra um.  Annað kallast tvískinnungur og lygaþvættingur!

 


mbl.is Kannast ekki við fordæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1984

Í sögu Georgs Orwell, 1984, er heimsmyndin vægast sagt skuggaleg. Eftirlit með fólki hvar sem það fer og við minnstu yfirsjá, að mati yfirvalda, þarf að svara til saka. Jafnvel mökun mannkyns stjórnað að ofan. Þessi saga kemur æ oftar upp í huga manns og virðist heimsmyndin stefna hraðbyr til skáldsögunnar.

Lengi hefur lögregla stundað þá leiðinlegu iðju að liggja í leyni og veiða menn fyrir minnstu yfirsjón. Hin síðari ár hefur þetta tekið á sig nýja og enn ljótari mynd, þar sem lögregluembætti hafa fengið ómerkta bíla, búna myndavélum sem eru faldir í þeim. Þessum bílum er gjarnan plantað niður þar sem menn eiga síst von og hafa margir lent í sektum fyrir svo smávægileg brot umferðalaga að leggja þarf sig fram til að greina þau.

Tollayfirvöld eru orðin lítt sjáanleg, stunda sömu iðju og lögreglan, þ.e. að stunda leynilegt eftirlit.

Bæði þessi embætti hafa misskilið sitt hlutverk, telja sig eiga að veiða þegar þeirra hlutverk er að verja. Að vera sýnileg og koma þannig í veg fyrir lögbrot, ekki leynileg og bíða eftir að lögbrotið hafi verið framið.

Og nú er Fiskistofa komin á sömu braut. að í stað þess að vera sýnileg og koma þannig í veg fyrir að sjómenn brjóti lög og reglur, velur stofnunin að bíða eftir að lögbrot verði framið og vonast til að ná því upp á myndband. Verst er þó að nú geta sjómenn vart migið í saltan sjó, án þess að eiga von á að það sé tekið upp á myndband, með fljúgandi dróna.

Og svo til að færa okkur enn nær skáldsögu Orwells, þá liggur nú frammi frumvarp frá forsætisráðherra um stofnun sannleiksráðuneytis!

Það virðist sama hversu skáldsögur eru ótrúverðugar, stjórnmálamönnum tekst alltaf að toppa þær!


mbl.is Drónaeftirlit brot gegn persónuvernd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Firringin í ráðhúsinu við Tjörnina

Það er spurning í hvaða heimi borgarfulltrúinn lifir. Fyrir ekki löngu síðan var mikil hálka á þjóðvegum landsins, jafnvel í byggð á sumum stöðum. Loka þurfti vegum vegna snjóa á hluta landsins. Miðborg Reykjavíkur slapp að mestu en morgunhálka var í efri byggðum borgarinnar. Þó skammvinn hlýindi hafi komið til okkar aftur, síðustu daga, er full ástæða fyrir þá sem þess þurfa að setja naglafdekkin undir. Sér í lagi þeir sem þurfa að fara yfir fjallvegi.

Fyrir nokkrum vikum gerði logn í Reykjavík. Þetta var fagur og bjartur dagur og fjallasýn hin besta. Þegar litið var til borgarinnar var þykkt mengunarský yfir henni, reyndar svo þykkt að vart sáust þar húsin, héðan ofanaf Skaganum.

Ekki voru menn komnir á nagladekkin á þessum tíma, þannig að vart var hægt að tengja þá mengun við nagla. Þarna opinberaðist greinilega sóðaskapur borgaryfirvalda. Í logninu og þurrkinum þyrlaðist drullan upp af götum borgarinnar, enda götusópar eitthvað sem borgfaryfirvöld hræðast.

Hafi Hjálmar svona miklar áhyggjur af svifryksmengun innan borgarmarkanna ætti hann að byrja á því að hreinsa eigin rass, byrja á því að þrífa götur borgarinnar. Vegna þéttingastefnu borgaryfirvalda er óhemju magni jarðefna mokað á stóra flutningabíla og keyrt út fyrir borgarmörkin. Sömu bílar ferðast síðan sömu leið skömmu síðar til að koma með jarðefni til fyllingar þeim holum sem grafnar voru. Öll þessi umferð og allt þetta jarðrask skapar mikla rykmengun. Þetta ryk sest bæði á götur borgarinnar en ekki síður í illa hirt græn svæði, þar sem það liggur og bíður síns tíma. Þá má ekki gleyma þeirri staðreynd að víða um land eru sandar, einkum í fjörum suðurlandsins. Þaðan fýkur sandur yfir borgina. Allt skapar þetta síðan sviðryksmengun, sér í lagi þegar þéttingastefna borgarinnar leiðir til þess að stórir og þungir flutningabílar aka um götur hennar af miklum móð og mala rykið niður í svifryk.

Undrun borgarfulltrúans á því að bílaleigubílar skuli komnir á nagladekk er eiginlega toppurinn á heimskunni. Undanfarna vetur hafa bílaleigur verið harðlega gagnrýndar fyrir að hafa sína bíla ekki á viðeigandi dekkjabúnaði. Sú gagnrýni skapast vegna þess fjöld slysa sem hafa orðið og flest hægt að rekja til þess þáttar. Það ætti að gleðja hvern mann að bílaleygur skuli vera að gera bragabót þar á. Langstærsti hluti þeirra er leigja sér bíl eru erlendir ferðamenn. Þeir leigja sér ekki bíl til að ferðast um höfuðborgina, heldur til að ferðast um landið. Það er skammarlegt af stjórnmálamanni, sama hverja skoðun hann hefur á notkun nagladekkja, að láta svona ummæli frá sér. Fyrir okkur sem þurfum að ferðast um þjóðvegi landsins, nær daglega og þurfum að mæta erlendum ferðamönnum á bílaleigubílum. er örlítið meira öryggi að vita til þess að bílaleigur skuli vera að bæta þarna úr. Rétt eins og við sem þurfum að aka þjóðvegi til vinnu, sama hvernig færið er, ferðast erlendir ferðamenn um þessa sömu þjóðvegi, án tillits til færðar.

Að aumkunarverður borgarfulltrúi telji sig hæfan til að gagnrýna lögreglu landsins lýsir kannski best þeirri firringu sem ríkir í ráðhúsinu við Tjörnina.

 


mbl.is Eðlilegt að gagnrýna lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hatursorðræða

Það er auðvitað graf alvarlegt mál þegar menn ganga um bæi eða borgir, skjótandi út í loftið. Hingað til hefur Víkingasveitin verið kölluð til í slíkum málum og handtekið þann skotglaða, jafnvel þó einungis hafi sést til manns með eitthvað sem líktist byssu. Einhverra hluta vegna tókst þó einhverjum að skjóta á bækistöðvar stjórnmálaflokka og á bíl borgarstjórans án þess að nokkur yrði var við, fyrr en eftir á. Virðist sem að baki liggi eingöngu skemmdarverk, að ekki hafi verið ætlunin að skaða líf eða limi nokkurs manns. Engu að síður er þetta óafsakanlegt verk og ekki hægt að ætla annað en að þarna hafi verið um andlega veika persónu að ræða.

En stjórnmálin eru söm við sig og sumir gripið þetta atvik til að upphefja sjálfa sig og úthúða andstæðingnum. Ásakanir í garð stjórnmálaflokka voru fljót að spretta upp, ekki síst frá þeim er standa næst borgarstjóra. Sjálfur hefur hann verið duglegur að nýta þetta og leikið fórnarlamb af miklum móð, jafnvel þó víst sé að líf hans hafi aldrei verið í hættu. Þá er reynt að kenna svokallaðri "hatursorðræðu" í fjölmiðlum um þessi atvik og haldið fram að stjórnmál í dag séu svo óvægin.

Stjórnmál er í eðli sínu óvægin og þeir sem velja að feta inn á þann völl verða að sætta sig við að fórna stórum hluta persónufrelsi sínu. Oft hafa menn verið orðljótir, steytt hnefa og jafnvel gengið að andstæðingi sínum í þingsal og lamið í öxlina. Hin síðustu ár hefur heldur dregið úr slíku ofbeldi og sýnist sitt hverjum um það. Sumir segja það merki um deyfð, doða og almennan aumingjaskap stjórnmálamanna, að þeir hafi ekki lengur kjark til að standa á sinni skoðun. Víst er að stjórnmál voru skemmtilegri hér áður fyrr, þegar menn skiptust á skoðunum, stundum með kannski full stórum orðum. Í dag er bara sagt það sem "má" segja og varla það.

Svokölluð hatursorðræða er eitthvað sem erfitt er að skilgreina. Ekki er þó hægt að halda fram að hún sé stunduð milli stjórnmálamanna, þó ansi tæpt hafi stundum verið á því innan borgarstjórnar, einkum þegar ákveðnir fulltrúar þar hafa ráðist gegn oddvitum þeirra flokka sem eru í minnihluta. Þó verður sennilega frekar að flokka þær árásir á barnaskap þeirra er fluttu. Heilbrigð gagnrýni getur aldrei flokkast sem hatursorðræða, jafnvel þó stór orð falli og jafnvel þó kannski sé ekki allt nákvæmlega eftir sannleikanum. Hvenær hefur stjórnmálamaður sagt allan sannleikann? Hins vegar eru ummæli sem falla í athugasemdum fréttamiðla oft þess eðlis að hægt er að tala þar um hatursorðræðu. Þar er þá einkum um að ræða truflað fólk sem ekki hefur kjark til að rita undir eigin nafni. Það sem sammerkt er með þeim ummælum er að þau snúast einkum gegn tveim stjórnmálaflokkum, Sjálfstæðisflokki og Miðflokki og þeim sem þar eru í ábyrgðarstöðum. Þetta má uppræta með því einu að hafna öllum skrifum frá þeim sem ekki hafa kjark til að setja nafn sitt við þau.

Umræðan um meinta hatursorðræðu er komin á hættulegt stig. Stjórnmálamenn eru farnir nýta sér þetta hugtak í auknum mæli til að þagga niður í andstæðingum sínum. Farið er að tala um að setja ströng lög gegn meintri hatursorðræðu. Þarna erum við komin út á hættulegt svið og stutt í að tjáningarfrelsið falli og þá um leið lýðræðið. Verst er þó að þeir sem hæst kalla eftir böndum á meinta hatursorðræðu, eru í flestum tilfellum þeir sem kannski nálgast mest þau mörk í sínum málflutningi.

Það er hverjum ljóst að enginn stjórnmálaflokkur á aðild að þessum skotárásum, hvorki beint né óbeint. Vissulega eru sumir stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn duglegri en aðrir í aðhaldi gegn valdhöfum og ekki vanþörf á. Það er engum valdhafa hollt að geta unnið án gangrýni, þó flestir sem í slíka stöðu komast kjósa það hellst. Slíkt er fyrsta skref í afnámi lýðræðisins.

Að andlega vanheill maður skuli geta gengið um borgina, skjótandi á dauða hluti í þeim eina tilgangi að eyðileggja, er graf alvarlegt mál. Hvar er lögreglan? Hvar eru samborgararnir? Er það virkilega svo að hægt sé að stunda slíkan verknað án þess að nokkur verði var fyrr en löngu seinna? Eru ekki eftirlitsmyndavélar um alla miðborgina? Hvernig má þetta vera? Enn alvarlegra er þegar stjórnmálamenn vilja láta slíkan atburð snúast um sig og jafnvel vilja kenna andstæðingum í pólitík um. Er það ekki hatursorðræða?

 

 


mbl.is „Ekki fara á límingunum!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sprengisérfræðingarnir á Akranesi

Sagan endalausa af Akranesi heldur áfram. Menn eru duglegir við að sprengja en sílóin neita að falla. Þetta er að verða nokkuð fyndið, svona í skugga hættuástandsins sem hefur skapast.

Ekki hefur niðurrifssvæðið verið afgirt, jafnvel þó nokkrir dagar sé frá því að fyrsta sprenging fór fram og sílóin skekktust verulega, svo stór hætta skapast. Bæjarstjórn lætur duga að framkvæmdaaðilinn kaupi einn mann frá öryggisfyrirtæki í Reykjavík til að vakta svæðið. Eins og einn maður geti eitthvað gert til varnar því að óviðkomandi, kannski börn, fari inn á hættusvæðið.

Í viðtali við visir.is sagði Þorsteinn Auðunn Pétursson, framkvæmdastjóri Work North ehf., að eftir mistök fyrirtækis hans, fyndist í landinu 10.000 sprengisérfræðingar. Ennfremur sagði hann að með fyrstu sprengingu væri búið að "stilla turnana af", svo nú myndu þeir falla í rétta átt við þá næstu! Fyrir það fyrsta áttu sílóin (turnarnir) að falla beint niður, samkvæmt fyrstu fréttum og í öðru lagi skeði ekkert við þá næstu! Sílóin standa enn jafn skökk og áður og hrunhættan ekki minni.

Ummælin um fjölda sprengisérfræðinga í landinu eru hins vegar umhugsnarverð. Auðvitað er hann þarna að skjóta á alla þá sem gagnrýnt hafa fyrirtæki hans. Hitt væri svo sem ágætt ef í landinu væru svo margir sprengisérfræðingar sem hann nefnir. Þá gæti hann væntanlega skipt út þeim manni sem hann réð til verksins fyrir alvöru sprengisérfræðing. Ljóst er að sá sem verkið vann hefur litla þekkingu á því starfi, ef nokkra!

Ekki hefur enn fengist skýring bæjarstjórnar á því hvers vegna verktakanum var heimilað að yfirgefa svæðið, eftir fyrstu sprengju. Skýr krafa átti auðvitað að vera um að verkinu yrði haldið áfram, dag sem nótt, þar til sílóin væru fallin og hætta liðin hjá. Enga undantekningu átti að gefa frá þeirri kröfu!! Þarna átti vinnueftirlit og lögregla einnig að koma að máli, til stuðnings bæjarstjórn.

Annars verður að segjast eins og er að framkvæmdarstjóra Work North ehf. hefur tekist snilldarlega að afvegaleiða umræðuna um þær framkvæmdir sem hann stendur að á Akranesi, hefur tekist að halda niðri allri umræðu um öryggismál á framkvæmdarsvæðinu. Þar má auðvitað einnig sakast við bæjarstjórn og löggilta eftirlitsaðila s.s. vinnueftirlitið og lögreglu.

Í hverju verki, sem telst til stærri framkvæmda, hverju nafni sem þær nefnast, er fyrsta verk að tryggja vinnusvæðið og girða það af. Þetta á ekki síst við þegar verið er að rífa niður byggingar. Eðli málsins vegna, þá skapast mun meiri hætta á slíkum vinnustöðum en flestum öðrum. Oftar en ekki er í lok vinnudag einhverjar byggingar hálfrifnar, styrkur þeirra verið skertur verulega og hætta á hruni veruleg.

Framkvæmdasvæði eru spennandi, einkum hjá börnum og því með öllu óskiljanlegt að verktaka hafi verið heimilað að hefja verk áður en tryggilega væri séð til að óviðkomandi kæmist ekki á svæðið. Reyndar er að skilja á bæjarstjóranum að verktakinn hafi farið nokkuð framúr heimildum bæjarins, þó þetta atriði hafi ekki verið nefnt í því sambandi.

Mikil gagnrýni hefur komið á verktakann vegna þessara mistaka og hvernig unnið hefur verið úr þeim. Þeir sem gagnrýna eru ekkert endilega sprengisérfræðingar, þó framkvæmdastjórinn haldi slíku fram. Það er hans ódýra og barnalega afsökun á eigin mistökum. Sjálfur tel ég mig mega gagnrýna þetta framferði verktakans, þó ég hafi aldrei unnið með sprengiefni, enda gagnrýnin ekki bara á vanmat við sprenginguna, heldur ekki síður hvernig unnið var að málinu eftir að mistökin áttu sér stað og hvernig staðið hefur verið að öryggismálum á framkvæmdasvæðinu í heild sér.

En gleymum ekki að fleiri bera ábyrgð, bæjarstjórn, vinnueftirlit og lögregla eru aðilar að þessu máli líka. Hver mun bera ábyrgð ef slys verður, kannski á barni sem fer inn á svæðið?


mbl.is Sílóin standa enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband