Villta vestrið
12.8.2025 | 18:04
Þau eru orðin fjölmörg fyrirtækin sem bjóða fram krafta sína til innheimtu fé af borgurunum, í formi bílastæðagjalda. Flest virðast föðurlaus með öllu, ef marka má heimasíður þeirra. Einungis tvö þeirra sem gefa upp eiganda og bæði í eigu Öryggismiðstöðvarinnar, Green Parking og fyrirtæki sem ber það öfugmælanafn Sannir Vættir.
Engar reglur eru um gjaldtöku af bílastæðum, hvort heldur hversu hátt má rukka né með hvaða hætti innheimtan fer fram. Því hafa, eins og áður segir, fjölmargir séð góðan hagnað af því að rukka inn þessi gjöld. Auðvitað taka þessi fyrirtæki hluta gjaldsins til sín, þannig að þúsundkallinn rýrnar verulega áður en hann kemur til eiganda stæðisins. Þar á ofan komast þessi fyrirtæki upp með ótrúlega viðskiptahætti, sem jafnvel mafíuforingjar myndu ekki þora að nota, að fella gjaldið nánast samstundis og leggja vænt kröfugjald á. Jafnvel fimmfalda upphaflegu upphæðina, nánast strax og til hennar var stofnað. Þetta er svívirða sem stjórnvöld verða að stöðva hið snarasta. Kröfugjaldið færist auðvitað beint í vasa rukkarans og virðist sem mörgum þessara fyrirtækja sé stýrt erlendis frá, jafnvel frá aflandseyjum.
Ráðherrar eru hissa, lýsa áhyggjum yfir ástandinu en gera akkúrat ekki neitt! Skömmin er þeirra.
Fyrir nokkrum árum var nefnt að leggja hóflegt gjald á alla ferðamenn sem kæmu til landsins, setja það í sjóð sem úthlutaði síðan til þarfra verkefna. Málið komst aldrei lengra en það, ekki hægt að ræða hversu hátt það gjald þyrfti að vera né hverjir myndu stýra þeim sjóð. Hvort hann yrði á herðum ríkisins eða ferðaþjónustunnar sjálfrar. Ástæða þess að málið fékk ekki framgang var auðvitað ferðaþjónustuaðilar og samtök þeirra. Töldu slíkt gjald geta leitt til fækkunar ferðafólks til landsins. Vildu frekar að hver og einn gæti rukkað á sínu svæði.
Ferðafólk sem hingað kemur vill auðvitað skoða sem flestar af okkar perlum, til þess er ferðin hingað ætluð. Nú er svo komið, sökum einskærar græðgi ferðaþjónustunnar, að fáir staðir eru eftir þar sem hægt er að skoða landið okkar án þess að greiða gjald fyrir að leggja bílnum. Því ekki óalgengt að kostnaður við eina ferð í kringum landið hlaupi á tugum þúsunda í þann eina gjaldalið, ef greitt er strax. Hundruðum þúsunda ef fólk lendir í vél rukkunarfyrirtækjanna. Hefði ekki verið betra að fara hina leiðina, að leggja hóflegt gjald við komu til landsins? Fólk væri þá meðvitað um kostnaðinn og ætti ekki á hættu að eitthvað andlitslaust rukkunarfyrirtæki færi að elta það.
Rukkunarfyrirtækin virðast spila á lélegar eða engar merkingar. Og jafnvel þó merkingar séu í lagi, þá tekur ótrúlegan tíma að koma greiðslu í gegn. Það mátti undirritaður reyna í sumar. Þannig ná þau að leggja á það sem þau kalla vanrækslugjald, en er ekkert annað en okurstarfsemi af allra verstu sort. Eðlileg viðskipti eru að eftir að stofnað er til skuldar líði ákveðinn dagafjöldi áður en vanrækslugjald leggst á og þá hóflegt í fyrstu rukkun. Ekki margföldun skuldarinnar. Að fólk hafi tíma til að greiða skuldina.
En það er ekki bara á ferðamannastöðum sem þessi glæpafyrirtæki vinna. Reykjavíkurborg og önnur stærri sveitarfélög, ásamt einkafyrirtækjum og ríkisstofnunum hafa ráðið þau til sinnar þjónustu. Þar er ástandið jafnvel enn verra. Sumum bílastæðum skipt milli glæpafyrirtækjanna svo vonlaust er að vita hverjum skal skila skattinum, öryrkjar lenda sífellt í rukkunum og svona má lengi telja. Sömu glæpafyrirtækin, sama verklagið.
Ráðherrar þurfa að girða sig í brók. Vissulega ekki vandi sem núverandi ríkisstjórn skóp en klárlega hennar að leysa. Rafræna rukkun á þegar í stað að banna og viðskiptahættir þessara okurfyrirtækja þurfa að vera stöðvaðir. Taka upp dönsku leiðina. Þetta er hægt með bráðabirgðalögum og nokkuð víst að fullur meirihluti þingmanna er til staðar. Best væri auðvitað að banna með öllu gjaldtöku einstaklinga og taka upp gjald við komu til landsins. Til vara að banna starfsemi glæpafyrirtækjanna og gera einfaldlega skylt að rukka á staðnum.
Óbreitt ástand er ekki í boði, svona villta vesturs ástand mun skaða ferðaþjónustuna svo um munar, jafnvel fella hana. Þarf sannarlega að hafa vit fyrir aurapúkunum í ferðaþjónustunni, sem hugsa um það eitt að græða sem mest. Er fyrirmunað að hugsa til framtíðar.
![]() |
Rukkuð um hátt í sex þúsund við Kirkjufell |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þvílík dásemd !
11.8.2025 | 15:50
Þvílík dásemd fyrir okkur landsmenn er þessi ees samningur. Hann léttir okkur sannarlega lífið með móttöku bráðnauðsynlegra reglugerða frá esb. Verður enn betra þegar við fáum hreina aðild og hægt að sleppa þessum auka millilið.
Nú vitum við að dömubindi eru einota, jafnvel varðar við lög að nota þau oftar. Blauttuskur má alls ekki nýta aftur, ber að henda eftir eina notkun. Verst kemur þetta sennilega við reykingarfólkið, þar sem filter sígarettna má einungis nota einu sinni. Bannað að taka nema einn smók af rettunni og alls ekki kveikja í stubbi. Hver viðurlögin við þessu eru kemur ekki fram, en lögreglan hlýtur að fylgjast vel með að farið sé eftir þessari reglugerð. Skoða vandlega í buxur kvenna til að sjá hvort örugglega sé þar um fersk bindi að ræða, fara inn á heimili fólks til að tryggja að notkun blauttuskna sé samkvæmt lögum og elta hvern reykingarmann til að passa að hann taki nú einungis einn smók af hverri rettu.
Allt er þetta gert í þágu þess vanda er örplastið plagar heimsbyggðina, Evróputilskipun um plastmengun og úrgangsvarnir.
Hvenær kemur tilskipun um að banna vindorkuver, Jóhann? Við gætum kannski verið þar á undan esb og gefið fordæmið? Alla vega er fátt í heiminum sem veldur meiri örplastmengun en vindorkuver og fátt sem er meira mengandi en fullnýttir spaðar vindorkuvera.
Er kannski bara nóg að merkja þessa spaða sem einnota og málið þá leyst?
Þegar maður heldur að maður hafi heyrt allt, að ekki sé hægt að ganga lengra í ruglinu, kemur alltaf ný tilskipun frá esb um eitthvað enn heimskulegra!
Hringrásarhagkerfið á að ganga út á að hlutir séu nýttir sem mest og best, ekki að henda eftir eina notkun. Auðvitað er notkun sumra efna og vara með þeim hætti að þær geti ekki fallið undir margnotkun, eins og dömubindi og blauttuskur, en plastmál má vissulega nota oftar en einu sinni. Að gera þau einnota er einungis sóun og í andstöðu við nýtingu okkar á auðlindum jarðar. Svo á við um fjölmarga hluti, nýting til hins ýtrasta á að vera markmiðið, hvar sem því verður við komið.
![]() |
Dömubindi verði merkt sem einnota |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
WEF, enginn á neitt og er ánægður
10.8.2025 | 02:09
Einhver valdamesti maður heims í dag er Claus Schwab. þýskur verkfræðingur er stóð að stofnun World Economic Forum, WEF, árið 1971. Reyndar var nafn þessa hóps annað í byrjun eða European Managment Forum, stofnað gegn veldi Bandaríkjanna. Árið 1986 var nafninu breytt í WEF og öllum boðin aðild er gátu greitt árgjaldið. Ár hvert í janúar er haldin ráðstefna WEF í Davos í Sviss.
Eins og nafnið ber með sér er um að ræða félagsskap um efnahagsmál, viðskipti, þó undir liggi nokkuð svartari mynd. Allir ríkustu viðskiptamenn heims teljast til hópsins auk meira metandi stjórnmálamanna og þekktra einstaklinga. Enginn kemst þó inn nema gegn vænni greiðslu til WEF. Undirstofnun WEF er svo Young Global Leader, YGL, en þar eru stjórnmálamenn fræddir um hvernig haga skuli framtíðinni. Einn frægasti meðlimur þess hóps, sem Claus er einkar hlýtt til, er Vladimir Pútín. En flestir stjórnmálamenn vesturlanda eru einnig, eða hafa verið, hluti YGL.
Eins og áður segir er opinber tilgangur þessa hóps að vinna að frjálsum viðskiptum. Óopinbera markmiðið er þó yfirráð yfir heiminum. The Great Reset kom fram á tímum covid. Í raun fjallar sú hugmynd um það markmið að enginn á neitt og er ánægður. Þar af leiðir að þeir ríkustu eignast þá allt. Agenda 2030 er sú stefna sem nú er unnið eftir. Markmiðið í stuttu máli það sama og The Great Reset.
WEF hefur gjarnan látið til sín taka um hin ýmsu málefni, gjarnan það sem er efst á baugi á hverjum tíma. Á ráðstefnum hópsins fá ríkustu viðskiptamenn heims tækifæri til að stýra ráðandi stjórnmálafólki, segja því til. Undanfarin ár hafa loftlagsmál verið efst á baugi og meðlimir flykkjast til Davos á einkaþotum sínum til að segja okkur lítilmagnanum hversu miklir sóðar við séum.
Næsta ráðstefna átti þó að fjalla um AI, tískuorð dagsins. Þar liggja auðvitað miklir peningar undir og mikilvægt að stjórnmálamenn séu ekki að flækjast fyrir peningafólkinu. Séu ekki að setja einhverjar skorður á þá peningahít. Hætt er þó við að forseti Bandaríkjanna verði fyrirferðameiri á þeirri ráðstefnu. Honum hefur tekist að brjóta niður helsta markmið WEF, frjáls viðskipti. Setur tolla á allt og alla og aðrar þjóðir svara í sömu mynt. Sannkallað tollastríð skollið á heimsbyggðina, til góðs eða ills.
Forenda heimsyfirráða er tollfrelsi og því illt í efni fyrir WEF og ofurríka fólkið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Markmið
8.8.2025 | 07:55
Þegar gengið er til samninga eru báðir aðilar með ákveðin markmið.
Evrópusambandið er með skýr markmið varðandi inngöngu í sambandið, allt eða ekkert. Einfalt markmið sem auðvelt er að standa við. Öðru máli gegnir um íslensk stjórnvöld, hvort heldur þegar þessi vegferð var farin eftir hrun eða nú í upphafi þeirrar seinni. Engin markmið hafa verið sett fram, ekkert sagt hversu langt má ganga, yfir höfuð ekki nein stefna af hálfi stjórnvalda hér á landi, bara ætt áfram í blindni. Það kann ekki góðri lukku að stýra.
Fyrir síðustu kosningar var umræðum um aðild að esb haldið vandlega í skefjum. Einstaka greinar skrifaðar í fjölmiðla af mönnum er tengjast Viðreisn en enginn frambjóðandi flokksins tók undir þau skrif. Þögnin alger enda ljóst að á því byggðist fylgið. Í stjórnarsáttmála var svo ein setning sett inn í síðasta kafla hennar, um að kjósa skuli fyrir lok kjörtímabilsins um framhald þeirrar vegferðar er Jóhanna og Steingrímur hófu vorið 2009.
Áður en til þeirrar kosningar kemur þurfa stjórnvöld að koma fram með skýr markmið, þó ekki sé til annars en að þjóðin viti um hvað hún er að kjósa. Það er ekki hægt að kjósa um bara eitthvað, skýr markmið verða að liggja fyrir.
En eins og áður segir, þá er markmið esb ósköp einfalt varðandi umsókn um aðild að sambandinu. Því markmiði verður ekki breytt, hvað sem tautar og raular. Því er eðlilegast og heiðarlegast að þjóðin fái einfaldlega að kjósa um hvort hún vilji afsala völdum úr landi, vilji gerast aðildarríki esb, með öllum kostum þess og göllum. Um það munu viðræðurnar snúast, hvernig við teljum okkur geta aðlagað okkar regluverk að regluverki sambandsins og hversu hratt. Ekki um einhverjar undanþágur, ekki um einhverja sérmeðferð og alls ekki að esb aðlagi sitt regluverk að einhverju leiti að okkar. Snúast um það eitt hvort við viljum gangast undir regluverk esb eða ekki.
Því er ekki um samningsviðræður að ræða, heldur aðlögunarviðræður, sem ráðherrar viðreisnar hafa nú þegar þjófstartað í trássi við eigin stjórnarsáttmála, Alþingi og þjóðina.
Háttarlag sem ætti að vera fjallað um í öllum fjölmiðlum með mjög gagnrýnum hætti, ekki heilagri þögn!
![]() |
Evrópuumræða truflar brýnni mál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Háttvirtur forsætisráðherra, eða þannig
7.8.2025 | 11:54
Loks tjáði háttvirtur forsætisráðherra sig um tolla málin, annar vegar hækkun á tollum til Bandaríkjanna og hins vegar refsitollar esb á ees löndin.
Ráðherra tjáði þjóðinni að viðræður stæðu yfir við valdalaus möppudýr beggja vegna Atlantsála og meira væri ekki hægt að gera. Nú þyrftum við bara að bíða og vona. Varðandi BNA er biðin liðin og tollar skollnir á. Varðandi refsitolla esb er enn beðið.
Forsætisráðherra Íslands er valdamesti maður þjóðarinnar, hafin yfir alla fagraðherra og forsetann meðan þar situr manneskja sem lætur þetta gott heita.
Sem slík átti hún strax og kunngert var um þessar álögur, að krefjast fundar með æðstu mönnum þeirra ríkja eða ríkjabandalaga er okkur vilja refsa. Krefjast strax fundar með forseta BNA og forseta ráðherraráðs esb, tala þar umbúðalaust við æðstu stjórnendur. Láta í það skína að þetta framferði gæti haft afleiðingar. Við erum jú enn sjálfstæð þjóð.
Ekki nefnir hún neitt samstarf við önnur ees ríki hafi verið að ræða varðandi refsitolla esb. Einungis samtöl við minna setta menn innan sambandsins.
Kannski er þetta með ráðum gert, kannski þóknast henni ágætlega að slíkir refsitollar verði settir á okkur. Geti síðan farið og fengið þá fellda niður tímabundið. Telur hugsanlega það gæti aukið fylgi sitt meðal kjósenda og hjálpað til við að auka vilja fólks til aðlögunar að sambandið. Að leifa þjóðinni að bragða örlítið á ódrykkjum sambandsins og hafa síðan þann vönd að hóta enn frekari óáran.
Íslenska þjóðin hefur hins vegar sýnt það að hún lætur ekki ógnarstjórn yfir sig gangs. Lætur ekki hóta sér. Því er hætt við að þetta framferði ráðherrans muni frekar draga úr áhuga á aðlögun að esb, sér í lagi þegar ráðherrar viðreisnar haga sér eins og svín, taka afdrifaríkar ákvarðanir án aðkomu þings eða þjóðar.
Engu er líkara en land okkar sé með öllu stjórnlaust, meðan manngerðar hörmungar dynja á okkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fyrr frýs í helvíti!
1.8.2025 | 00:16
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er enginn nýgræðingur í stjórnmálum, reyndar sá er lengsta starfsævi hefur þar nú um stundir. Hún hefur marga fjöruna sopið og ekki alltaf til góðs. Er sá þingmaður sem tekist hefur að rísa upp eftir áföll sem aðrir verða að lúffa fyrir. Hefur ákveðni sem einkenni, en stundum á kostnað sannleikans. Er annálaður refur í pólitík og systur hennar gætu verið leynd og lygi.
Þingmenn okkar hér í Norðvesturkjördæmi eru hins vegar flestir enn blautir bak við eyrun á þessum velli. Trúa enn á sannindi og heiðarleika. Það er létt verk fyrir gamalgróinn pólitíkus, sem ekki kallar allt ömmu sína, að snú sakleysingjum á sitt band. Og trú þeirra verður fölskvalaus.
Það hefur verið merkilegt að fylgjast með þessari árás esb á Ísland og enn merkilegri eru viðbrögð stjórnarherra okkar. Frétt um að esb ætlaði að leggja hermdartolla á okkur fór fyrst í loftið í Noregi og skömmu síðar hér á landi. Kom eins og vandarhögg á okkur sem þjóð. Engin viðbrögð komu frá ríkisstjórninni í heila tvo daga um málið. Þá kom utanríkisráðherra og sagði að sambandinu væri þetta heimilt, gafst upp á staðnum. Skömmu áður hafði verið haldinn fundur í utanríkismálanefnd og málið ekki kynnt þar. Ráðherra kom tvisvar fram í fréttum og sagði þetta ekki rétt, hún hefði lagt málið fyrir nefndina. Varð síðan að gefa það eftir þar sem enginn, ekki einu sinni fulltrúi eins stjórnaflokksins kannaðist við það. Ráðherra var uppvís að lygum!
Hvorki formenn hinna tveggja stjórnarflokkanna né nokkur annar ráðherra í ríkisstjórninni hefur fengist til að tjá sig um þetta mál. Sennilega ekki orðnir nógu sjóaðir í þeim fræðum að blekkja fólk, sem einkennir eldri stjórnmálamenn. Er ekki treystandi til að ræða málið opinberlega. Undarlegust er þó þögn forsætisráðherrans.
Fyrsti þingmaður Norðvesturlands tók upp hjá sér að kalla alla þingmenn kjördæmisins á fund, enda það kjördæmi sem verst mun lenda undir þessu fyrsta höggi sleggjunnar frá Brussel. Sá fundur fór fram í dag og verður að segja að ráðherra hefur tekist nokkuð vel að tala þennan hóp niður. Hól þeirra til ráðherrans, eftir fundinn, hreint með ólíkindum, eins og þeir hafi ekki fylgst með framkomu hennar til þessa í málinu. Framkomu sem einkennst hefur af leynd og lygum.
Mikið óskaplega erum við kjósendur hér í Norðvesturkjördæmi heppin að eiga svona góða þingmenn, saklausa sem ungbörn, þingmenn sem virkilega trúa því að einn æðsti trúboði esb á Íslandi ætli að styggja vini sína þar ytra!
Fyrr frýs í helvíti!!
![]() |
Ráðherrann var ærlegur á fundi um tolla ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)