Kjarkleysi vestrænna stjórnmálamanna

Mikið óskaplega hlýtur þetta nú hlýjað íbúum Úkraínu um hjartarætur, sérstaklega þeim er berjast fyrir lífi sínu í Mariopol. Og auðvitað hlýtur Pútín vera brjálaður yfir þessari ákvörðun, að banna Zetuna.   Þvílík hræsni sem þetta er! Kjarkur vestrænna stjórnmálamanna skorar ekki hátt!

Ég hef sagt það áður og segi það enn að mannfallið í Úkraínu má að öllu leyti skrifa á kjarkleysi vestrænna stjórnmálamanna. Þeir óttast Pútín! Það vantar hins vegar ekki samstarfsmáttinn þegar verið er að ráðast inn í lönd einhversstaðar "langtíburtistan". Þá eru NATO og UN samstíga og safna liði. Hins vegar fellur samstaðan fyrir kjarkleysinu þegar um er að ræða að verja bakgarðinn.

Strax við upphaf innrásar Pútíns í Úkraínu var ljóst að eitthvað stórkostlegt var að í hernaðarmætti þessa stórveldis. Strax fór að bera á vandamálum innan rússneska hersins, sér í lagi landhersins. Loftherinn virtist eitthvað betri en fyrst og fremst hefur eyðileggingarmáttur og morðin á þegnum sjálfstæðrar þjóðar, stafað af eldflaugaárásum, oftast af rússneskri grund. Til að verjast þeim árásum hefur her Úkraínu fá tól. Landher Úkraínu er hins vegar vel sambærilegur landher Rússa, jafnvel betri. Þetta hefði átt að auka kjark vestrænna stjórnmálamanna, hefði jafnvel átt að gefa þeim kjark til að senda eitthvað öflugri vopn en haglabyssur og hergögn sem voru orðin ónýt vegna lélegrar geymslu. Hugsanlega hefði þetta átt að gefa vestrænum stjórnmálamönnum kjark til að stöðva Pútín í eitt skipti fyrir öll, með beinni hernaðaríhlutun, svona a la  langtíburtistan.

En því er ekki að heilsa. Kjarkurinn leyfir ekki slíka "dirfsku", kjarkurinn leyfir einungis einhverjar efnahagsþvinganir, þó ekki meiri en svo að valdar vestrænar þjóðir beri ekki skaða af. Svo þegar eitthvert gamalmennið óvart hugsar upphátt, eru þau orð samstundis leiðrétt, til að skaprauna nú ekki Pútín. Þetta er nú allur kjarkurinn og á meðan blæðir heilli þjóð!

Þúsundir manna, kvenna og barna hafa goldið þetta kjarkleysi vestrænna stjórnmálamanna, með lífi sínu og enn fleiri munu falla, verði ekki gripið til róttækra aðgerða strax! Það er einfaldlega ekki í boði að láta einhvern brjálaðan einræðisherra drepa fólk, hvort heldur eigin þegna eða þegna annarrar sjálfstæðrar þjóðar.

 

 

 


mbl.is Zetan bönnuð í hluta Þýskalands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður verður hugsi

Maður verður nokkuð hugsi við lestur þeirrar fréttar er tengjast þessu bloggi.

Í fyrsta lagi er ánægjulegt að ráðamenn skuli átta sig á að orkuskipti kalla á aukna raforkuframleiðslu, enda erfitt að átta sig hvernig hætta skuli innkaupum á orku án þess að samsvarandi orka sé til staðar í landinu.  Í öðru lagi má einnig gleðjast yfir að ráðamenn átta sig á að nýsköpun kallar einnig á aukna orkuframleiðslu í landinu.  Og í þriðja lagi gleður að vita að í rammaáætlun eru nægir kostir til þessarar aukinnar orkuframleiðslu.

Hitt er ekki eins ánægjulegt að sjá, að stjórnvöld skuli vera búin að ákveða vindorka skuli skipa stóran sess í orkuframleiðslu framtíðarinnar, hér á landi. Við búum við þann lúxus að eiga nægar uppsprettur orku, hér á landi, aðrar en vindorkuna. Því ætti vindorkan ekki að vera til umræðu hér á landi, a.m.k. ekki á þessari öld.

Ráðherra talar væntanlega fyrir munni ríkisstjórnarinnar í þessu máli. Það hlýtur því að vera búið að afgreiða það innan hennar, þó Alþingi sé ekki upplýst um það ennþá. Ráðherrann telur vindorku skapa litlar breytingar á landi. Það er þó sennilega engin orkuframleiðsla sem hefur meiri umhverfisáhrif en einmitt vindmillur, hvort heldur er í nærumhverfi þeirra eða fjær. Að reisa eina vindmillu, af þeirri stærð sem menn vilja reisa hér á landi, veldur óafturkræfum skaða á landinu og umhverfi þess. Fyrir hverja eina vindmillu þarf að lágmarki 1000 rúmmetra af steypu með áður óþekktri stærð af járnabindingu. Þetta er áður en upp úr jörðu er komið. Þar ofaná er síðan reyst stálrör upp á fleiri hundruð tonn, nærri 140 metra upp í loftið. Ofaná þennan turn er síðan plantað rafstöðvarhúsi á stærð við einbýlishús og á það síðan settir spaðar sem verða um 80 metrar á lengd. Hæð þessa mannvirkis verður, með spaða í hæstu stöðu, komin á þriðja hundrað metra frá jörðu! Þá eru ótaldar allar vegaframkvæmdir vegna þessara ófreskja og annað rask. Olíumengun frá þessum vindmillum er vandamál sem enn er óleyst, en þó er kannski stærst vandamálið örplastmengun frá spöðum þeirra. Enn hefur ekki tekist að vinna bug á þeim vanda að spaðarnir endast ekki nema hálfan líftíma vindmilla, þá er þeim skipt út. Óþarfi á að vera að þurfa að nefna sjónmengun, lágtíðnimengun og fugladrápið.

Það hafa orðið nokkrar framfarir í smíði vindmilla á síðustu árum. Þær framfarir snúa að því einu að auka afl þeirra og hefur verið leyst með þeirri einföldu aðferð að stækka þær. Allir aðrir agnúar vindmillna er sá hinn sami og í upphafi, einungis aukist í takt við aukna stærð þeirra.

Vindmillur eru ein óáreiðanlegasta aðferð við framleiðslu á raforku. Jafnvel sólorkuframleiðsla er áreiðanlegri kostur. Þegar ekkert annað er í boði má skoða vindorkuframleiðslu og þá einungis nærri þeim stað er orkan skuli notuð. Svo óáreiðanleg orkuframleiðsla sem vindorkan er, má alls ekki við því að bæta þar ofaná orkutapi vegna flutnings orkunnar um lengri veg. 

Forstjóri Landsvirkjunar lætur mikið með að staða lóna hafi verið slæm í byrjun vetrar. Ekki ætla ég að deila við hann um það. Hitt má ljóst vera að hafi sú staða verið uppi má vart kenna veðurguðunum um. Þar er ástæðan einfaldlega sú að orkusalan er komin yfir framleiðslugetu fyrirtækisins. Forstjórinn, stjórn fyrirtækisins og stjórnvöld landsins hafa sofið á verðinum, eða öllu heldur ekki þorað að tala um augljósan hlut. Tabú segir ráðherrann og vissulega má samþykkja það. En hvers vegna er það tabú? Eiga stjórnvöld hverju sinni ekki að sjá til þess að grunnþjónustan sé til staðar? Ef það er tabú að ræða þessi mál, geta stjórnvöld sjálfum sér um kennt. Þau hafa leift umræðunni að þróast á þann veg og eiga fulla skömm fyrir!

 

 


mbl.is Segir umræður um virkjanir vera „tabú“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úkraína er að falla og heimsfriðurinn með

Það er orðið ljóst að Pútin mun ná yfirráðum yfir Úkraínu, með samþykki hinna svokölluðu "frjálsu" ríkja. Lítið er gert til hjálpar, einhverjum skotfærum komið áleiðis og viðskiptaþvinganir settar á en þess þó gætt að öflugustu ríki ESB tapi sem minnstu vegna þeirra. Það hjálpar íbúum Úkraínu lítið og Pútín mun yfirtaka landið á næstu dögum.

En hvað svo? Halda ráðamenn þessara svokölluðu "frjálsra" ríkja að hann mun láta það duga, að hann muni stoppa þar?

Hundur sem hefur fundið blóðbragð leitar sífellt að meira blóði. Hann er einungis stoppaður á einn hátt!


mbl.is Forsetafrúin: „Svona lítur Úkraína út núna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband