Steingrímur rær lífróður
20.5.2011 | 20:14
Steingrímur Jóhann rær nú lífróður, ekki fyrir land og þjóð, heldur fyrir eigin pólitíska lífi!
Nú stendur yfir flokkráðsfundur VG á Grand hótel. Þar verst Steingrímur gjörðum sínum fyrir flokkráðsfulltrúum og notar til þess ráðuneyti sitt!
Fréttatilkynnigar renna út af færibandi frá ráðuneytinu, fréttir sem allar miða að því að styrkja Steingrím og hans gjörðir.
Í dag kom fréttatilkynning um að kostnaður við icesave, ef sá samningur hefði verið samþykktur, væri einungis 11 milljarðar. Eins og allir Íslendingar vita var þeim samningi hafnað af þjóðinni og því lítill tilgangur að láta starfsmenn ráðuneytisins vera að reikna út þennan kostnað, nema í einum tilgangi. Í ljósi þess að flokkráðsfundur VG hófst þann sama dag og þessi fréttatilkynning er gefin út, geta menn vel ímyndað sér hver sá tilgangur er.
Í frétt sem þetta blogg er hengt við er önnur fréttatilkynning frá fjármálaráðuneytinu, nú um skattbyrgði okkar. Í fréttatilkynningu ráðuneytisins er því haldið fram að skattbyrgði okkar sé nálægt meðaltali 18 OECD ríkja. Það er endalaust hægt að leika sér með tölur en staðreyndin talar sínu máli, ríkissjóður "heldur í horfinu", eftir því sem fjármálaráðherra hefur fullyrt og það þýðir einfaldlega hærri skattbyrgði þar sem færri greiða skatta en áður. Þetta er ekki flókið mál!
Þá sagði Steingrímur á flokkráðsfundinum að eitt brýnasta mál Íslendinga í dag væri að kollvarpa kvótafrumvarpinu. Flestir landsmenn telja þó brýnast að koma okkur út úr þeirri kreppu sem við erum í svo fjölskyldur landsins geti lifað sómasamlegu lífi. Ef Steingrímur heldur að óvissa og kollvörpun fiskveiðistjórnunar sé best til þess fallin er hann verr haldinn en áður var vitað.
Vissulega eru vankantar á því fiskveiðikerfi sem nú er, en þá á að lagfæra þá vankanta, ekki kollvarpa kerfinu. Einn helsti ókostur núverandi fiskveiðikerfis er framsalsrétturinn. Sá réttur hefur skapað verðmæti sem engin raunveruleg innistæða er fyrir. En hver var fjármálaráðherra þegar þessi réttur var gefinn? Það var STEINGRÍMUR JÓHANN SIGFÚSSON!! Hann ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur voru í ríkisstjórn þegar útgerðarmönnum var færður þessi réttur. Menn skulu ekki gleyma staðreyndum!!
Hroki og valdafíkn Steingríms Jóhanns á sér engin takmörk!!
Segir skattbyrði nálægt meðaltali á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú er keyrð hörð "1984" (Orville) herferð þar sem lygum er flaggað og þær galaðar út um stræti og enginn þorir að mótmæla.
Steingrímur Hringsnari er á síðasta lífi sínu sem villiköttur.
Legið hefur Labbi Lati yfir Excel og reynt að fegra sannleikann.... að við borgum, N.B. að meðteknum óbeinum sköttum með eina hæstu skattbyrgði á bygggðu bóli, auk fáráðnlega hás vöru og almens neysluverðs VSK (hæsta í heimi) og þess fyrir utan með ríki sem áfram þenst út þrátt fyrir niðursveiflu á almennum markaði uppá tugi prósenta.
Ríkisskrímslið er nægilega stórt hér til að reka milljónaþjóð...allt utanum þjóð sem ekki er fjölmennari en borg á stærð við Dusseldorf ..
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.5.2011 kl. 20:34
Düsseldorf (584.361 Einwohner)
anna (IP-tala skráð) 20.5.2011 kl. 21:10
Já menn eru orðnir æði desperat þegar þeir eru farnir að telja Svíþjóð með lágskattalöndum
Jón Bragi Sigurðsson, 21.5.2011 kl. 16:37
Og þeir byggja þetta á OECD sem hefur þetta að segja: "Denmark is confirmed as the OECD’s highest-tax country, followed by Sweden, while Mexico and Turkey remain the lowest-taxing countries, according to figures in the latest edition of the OECD’s annual Revenue Statistics publication"
Jón Bragi Sigurðsson, 21.5.2011 kl. 16:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.