Er gróði banka þeim ofviða

Það er eitt og annað sem er athugasemdarvert við þessa fréttatilkynningu Landsbankans. 

Þar kemur fram að bankinn hafi fyrir tæpu ári upplýst bankasýslu ríkisins um áhuga á kaupum bankans á tryggingarfélagi. Einnig kemur fram að bankinn hafi upplýst BS, skömmu fyrir jól að óskuldbindandi tilboð hafi verið gert í þetta tryggingafélag. Ekki kemur hins vegar fram að bankinn hafi upplýst BS um að hann ætlaði að gera skuldbindandi tilboð upp á þrjá tugi milljarða í tryggingafélagið. Bar bankanum ekki að fá samþykki fyrir þeirri gjörð? Bar bankanum ekki að tilkynna BS um að hann ætlaði að binda þrjá tugi milljarða í skuldbindandi tilboði í tryggingafélag?

Þá er stóra spurningin, hvers vegna vill bankinn færa sig yfir í áhætturekstur tryggingafélags? Von um meiri gróða, segir bankastjórinn. Í hverju fellst sá gróði? Fylgir ekki rekstur tryggingafélags mikil áhætta? Það getur gengið ágætlega í nokkur ár, en síðan þarf ekki nema eitt stórt bótamál til að þurrka út gróðann. Og ekki er hægt að skilja bankastjóra á annan veg en svo að stórann hluta gróðans, í góðærum, eigi að greiða sem arð. Það verður þá lítið til skiptanna þegar áföllin ríða á. 

Landsbankinn skilar alveg ágætis hagnaði og væntanlega arðgreiðslum líka. Enda vaxtakjör lána hvergi hærri en hér á landi. Þetta er nokkuð tryggur hagnaður og þá einnig tryggar arðgreiðslur. Engin fyrirtæki hafa hagnast jafn mikið og bankar, allt frá hruni. Þar kemur hæfi við stjórnun bankann lítið við sögu, gæti hvað fáviti rekið banka á Íslandi. Það er því með öllu óskiljanlegt að bankinn sé svo æstur í áhættusækinn rekstur. Er góðærið honum ofviða? 

Önnur skýring bankastjóra á kaupum á tryggingafélagi er að aðrir bankar hafi verið að færa sig yfir í slíka áhættu. Hvers vegna þarf Landsbankinn að apa ósómann eftir einkareknum bönkum? Og hvers vegna er Kvika að losa sig við þetta tryggingafélag? 

Það er nokkuð víst að bankastjórn Landsbankans hefur gögn um samskiptin við BS, bæði á vordögum og fyrir jól. Færi vart að senda slíka fréttatilkynningu að öðrum kosti. Það segir okkur að BS hefur logið að þjóðinni og ber að víkja strax. Bankastjórn Landsbankans verður einnig að víkja, þar sem hún getur ekki sýnt fram á heimild til að skuldbinda þrjá tugi milljarða í tryggingafélagi. En kannski þó frekar vegna fávisku og hroka.


mbl.is Segja Bankasýsluna hafa vitað um kaup á TM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. mars 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband