Óbreytt ástand er sannarlega óforsvaranlegt!

Ekki varðandi krónuna okkar, enda hélt hún lífi í þjóðinni eftir að "fjármálasnillingarnir" höfðu sett alla banka landsins á hausinn og hjálpaði okkur að komast undan þeim vanda.

Nei, það óbreytta ástand sem er óforsvaranlegt er þátttaka Viðreisnar í ríkisstjórn. Þar fer fólk sem hugsar um það eitt að koma Íslandi inn í brennandi hús ESB, þrátt fyrir að sífellt stækkandi meirihluti þjóðarinnar sé eindregið andvígur aðild að brunarústum ESB.

Fulltrúar Viðreisnar svífast einskis í sinni krossferð til ESB. Niðurrif og níð alls sem íslenskt er eru helstu aðferð þessa fólks. Sjálfur fjármálaráðherrann níðist á gjaldmiðlinum sem honum ber að verja. Landbúnaðarráðherra vill landbúnaðinum það versta þó frestun hafi orðið á þeim aðgerðum hennar fram á haust. Svona mætti lengi telja. Markmiðið er þó einungis eitt, að koma þjóðinni undir ESB. Rústun á íslensku hagkerfi er að mati þessa fólks réttlætanleg í þeim tilgangi.

Það er því með öllu óforsvaranlegt að þessi flokkur fái aðild að ríkisstjórninni, flokkur sem tæplega kæmi manni á Alþingi ef kosið yrði nú!!


mbl.is Óbreytt ástand „óforsvaranlegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband