Guð blessi Ísland

Það fór um mann hrollur að horfa á "landsfeðurna" flytja fólki fréttir um afnám hafta. Þeir virtust ekkert vita hvað þeir væru að gera, né hvaða áhrif þessara aðgerða myndu leiða yfir þegna landsins.

Hræðsla við að gengi krónunnar muni hækka við afnám hafta var þeim ofarlega í huga, svona eins og okkar gjaldmiðill sé einhver ógn við dollara, pund og jafnvel evru.

Auðvitað mun gengið falla við afnám hafta, sér í lagi þegar stigið er fullt skref út í fenið. Verðbólga mun aukast og vextir hækka. Stöðugleikanum hefur verið fórnað.

Og allir eru ánægðir, þ.e. allir bankar, allir útgerðamenn, allir fjármagnseigendur og auðvitað kætast mest allir þeir sem stálu fé af þjóðinni fyrir hrun og hafa átt erfitt með að höndla með það erlendis. Nú eru þeir frjálsir með það fjármagn. 

Samið hefur verið við erlenda aflandskrónueigendur, þrátt fyrir að fjármálaráðherra hafi fullyrt á Alþingi fyrir nokkrum dögum að slíkir samningar stæðu ekki til í bráð. Það minnir nokkuð á orð og efndir annars fjármálaráðherra hér á Íslandi, vorið 2009!! 

Að venju er svo reikningnum kastað á almenna landsmenn, launafólkið. Því mun blæða!


mbl.is Öll fjármagnshöft afnumin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband