Einvaldurinn í Guðrúnartúninu

Hver færði forseta ASÍ það vald að ákveða örlög launafólks í landinu? Hvaða heimild hefur hann til að ákveða frestun á opnun kjarasamninga, þegar forsendubresturinn er staðfestur?

Þegar síðustu kjarasamningar voru gerðir var það án allrar aðkomu ASÍ. Eftir bitra reynslu ákváðu launþegar að heimila EKKI sínum stéttarfélögum að afhenda sambandinu samningsréttinn.

Í þessum samningum var ákvæði um endurskoðun um hvort forsendur kjarasamningsins stæðust. M.a. var ein slík endurskoðun nú í febrúar. Af einhverjum óþekktum ástæðum hefur forseti ASÍ staðið í þessari endurskoðun, sem fulltrúi launþega. Ekki minnist ég þess að launþegar hafi verið spurðir um hvort þeir treystu þeim manni til verksins, en kannski skiptir það ekki öllu máli. Endurskoðunin sjálf er í sjálfu sér einföld, skoðað er hvernig staðið hefur verið við þau loforð sem í samningnum fólust. Í ljós kom, eins og flestir hugsandi menn vissu, að forsendubrestur varð á kjarasamningnum. Þar með er kjarasamningurinn laus, opinn. Ekkert ákvæði var í kjarasamningnum að semja mætti um slíka opnun, samningurinn einfaldlega opnast ef forsendur standast ekki. Einfalt og auðskiljanlegt fyrir flesta.

Auðvitað getur sú staða komið upp, eins og hugsanlega má segja að sé nú uppi, að ekki sé skynsamlegt að opna samningana og betra sé að semja um frestun þess. Þá ákvörðun geta og meiga hins vegar launþegar einir taka. Formenn stéttarfélaga hafa ekki það ákvörðunarvald og enn síður forseti samtaka stéttarfélaga.

Þá var ömurlegt að hlusta á viðtal við forseta ASÍ í kvöldfréttum ruv. Ekki einungis talaði hann þar eins og hann væri einhver fulltrúi launþega landsins, heldur blandaði þar saman ótengdum málefnum og ruglaði beinlínis út í eitt. SALEK samkomulagið var honum þar hugleikið, eins og áður, þó launþegum hafi að gæfu tekist að gera síðasta kjarasamning án þess að spyrða þann ófögnuð saman við hann. Því kemur SALEK samkomulagið ekkert við endurskoðun kjarasamnings nú.

SALEK samkomulagið er hugðarefni SA og forseta ASÍ. Launþegar hafa aldrei lagt blessun sína yfir það samkomulag, enda ekki annað en skelfing sem það samkomulag getur leitt yfir launafólk. Nú er það samkomulag fullkomlega fallið um sjálft sig, þar sem einn stæðsti aðilinn að því, sjálft ríkið, hefur engan vilja til að fara eftir því. Forseti ASÍ, sem í óleyfi launþega hefur unnið að þessu samkomulagi, verður að átta sig á að hann kemst ekki lengra með það, sama hvað vinir hans í SA segja.

Allt frá því núverandi forseti ASÍ settist í þann stól sem hann vermir, hefur hann ljóst og leynt unnið gegn launþegum þessa lands. Hann á að skammast til að segja sig frá þessu starfi og það strax!!


mbl.is Kjarasamningum ekki sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband