Hátt hreykir heimskur sér

Þorgerður Katrín, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra hrópar húrra fyrir sjálfri sér. Þykist hafa unnið stórsigur.

Kjaradeila sjómanna nú, er (var) einhver sú erfiðasta hingað til. Þegar loks kom að því að deiluaðilar náðu saman stóð eitt mál útaf, skattur á matar og dagpeninga. Um réttlæti þess afsláttar má lesa í síðasta pistli mínum og ætla ég ekki að fjölyrða um það hér, en ítreka að starfsfólk ráðuneyta, þ.m.t. ráðherrar njóta slíkra fríðinda, jafnvel þó allur kostnaður sé greiddur.

Deiluaðilar mættu á nokkra fundi með ráðherra og reyndu hvað þeir gátu að koma henni í skilning um hvað málið snerist, en ráðherra gaf sig ekki. Það var svo loks í fyrrakvöld sem ráðherra mætti á fund deiluaðila með "sáttatillögu". Ekki hefur fengist upp gefið hvað fólst í þeirri tillögu, en samningsaðilar höfnuðu henni, kannski vegna þess að ráðherra veifaði byssu um lögbann, ef ekki væri gengið frá samningi. Reyndar hefur ráðherra sagt að hún hafi ekki hótað neinu, þó hún gerði deiluaðilum ljóst að lögbann yrði sett á verkfallið, ef ekki væri samið. Hvernig ráðherra skilgreinir hótun verður hún auðvitað að hafa fyrir sig.

Eftir þennan fund með ráðherra settust samningsaðilar niður og gengu frá samningi, enda ekki um annað að ræða. Lausnin fólst í að útgerðin greiði matinn fyrir sjómenn. Nú veit ég ekki hvort í tillögum ráðherra var að sú lausn myndi leysa sjómenn undan því að greiða skatt af fæðishlunnindum, að öðrum kosti breytir engu fyrir sjómenn þó útgerðin skaffi þeim frítt fæði. Hafi, hins vegar, í tilboði ráðherrans falist loforð um skattleysi á matarhlunnindi, er ljóst að kostnaður ríkisins verður mun meiri en ef skattleysi á matarpeninga hefði verið samþykk. Það hefur komið fram að þessi breyting á kjarasamningnum mun kosta útgerðina töluverða peninga og þann kostnað mun hún auðvitað setja inn í reksturinn. "Tapaðar" skatttekjur ríkisins munu því verða umtalsvert hærri með þessari lausn, en ef gengið hefði verið að kröfum sjómanna.

Ef sjómenn þurfa að greiða skatt af þessum hlunnindum, mun "tekjutap" ríkisins verða minna, þó hærra en ef matarpeningar hefðu verið gerðir skattlausir. Þá mun hins vegar verða erfitt að fá þennan kjarasamning samþykktan.

Allir vita hvað það þíðir ef samningurinn verður felldur, ráðherra hefur sagt það sjálf. Þá verða strax sett lög á deiluna, lögbann á verkfallið. Jafnvel þó allir viti hver staðan er, skal ráðherra ekki ganga út frá því sem gefnu að samningurinn verði samþykktur. Veigamesta atriðið fyrir sjómenn er að þeir viti hvort fæðishlunnindin verða undanþegin skatti.

Ef svo er, ef ráðherra hefur lofað samninganefndunum að sjómenn yrðu undanþegnir skatti af matarhlunnindum, er ljóst að ráðherrann valdi mun dýrari leið til lausnar deilunni. Ekki verður séð annað en að það hafi þá verið vegna fádæma þrjósku. Að vegna ótímabærra yfirlýsinga á fyrri stigum málsins hafi ráðherra frekar valið dýrari leiðina en að éta ofaní sig vanhugsuð ummæli.

Slíkur ráðherra er með öllu óhæfur í starfi!!

 


mbl.is „Eitt stórt takk og húrra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband