Hinn falski nagladekkjasöngur

Enn á ný kyrja stjórnendur Reykjavíkurborgar sama sönginn og enn er hann jafn falskur. Það er ekki bara ógjörningur að banna nagladekk innan borgarmarkanna, heldur halda rök þeirra sem það vilja alls ekki.

Fyrir það fyrsta eiga nagladekk undir fólksbílum og venjulegum jeppum lítinn þátt í eyðingu malbiks á götum borgarinnar. Þeir orsakavaldar eru fyrst og fremst lélegt hráefni sem notað er í malbikið, gengdarlaus saltaustur á það og svo auðvitað veðurfarið hér á land, þar sem umhleypingar yfir vetrartímann eru tíðir.

Svifmengun er vissulega mikil af götum borgarinnar, á stundum, en orsök hennar er ekki eyðingin sem á sér stað á malbikinu, heldur þeirri einföldu staðreynd að borgin tímir ekki að sópa göturnar. Sóðaskapurinn í Reykjavík er að verða heimsþekktur!

Og hvernig hafa svo þessir sjálfhverfu menn, sem allt þykjast vita og hafa með stjórn borgarinnar að gera, að fara að því að framkvæma bann við nagladekkjum innan borgarmarkanna? Ætla þeir að setja upp varðhlið við alla innganga að borginni og banna þeim sem eru með slíkan nauðsynlegan öryggisbúnað undir bílum sínum inngöngu í höfuðborg landsins?!

Það slær ekkert undan í fávitaskap þessarar manna sem stjórna höfuðborg Íslands. Jafn skjótt og rykið sest af einni fáviskunni dúkkar sú næsta upp. Enginn endir virðist vera á þessum fíflalátum!!


mbl.is Sífellt fleiri nota nagladekk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband