Grímufólkið

Þjóðin virðist vera að skiptast í tvær fylkingar, þeir sem bera grímur og hinir sem ekki vilja bera grímur. Sjálfur er ég grímukall og skammast mín ekkert fyrir það. Er búinn að fá þrjár sprautur gegn covid og mun þiggja þá fjórðu strax og hún býðst.

Ástæðan er einföld, þegar að smitvörnum kemur þá treysti ég þeim læknum sem sérhæfa sig í smitsjúkdómum, rétt eins og ég treysti best heilaskurðlækni til að kroppa í heilann á mér, lögreglumanni til að hjálpa mér að fylgja lögum, lögfræðingi til að hjálpa mér frammi fyrir dómstólum, hagfræðingi til að segja mér til um hagfræði, loftlagsfræðingi til að segja mér um loftslag og svo framvegis. Eina stéttin sem ég ekki treysti eru stjórnmálamenn, enda eru þeir sem vindpoki á flugvöllum. Þegar vel blæs í þjóðfélagsumræðuna blása þeir út, eftir þeim áttum er umræðan blæs, þess á milli lyppast þeir niður og snúast í hringi. Vita ekki hvernig þeir eiga að haga sér. Hér á landi verður þó að hrósa þeim fyrir það að hafa borið gæfu til að fara eftir tillögum smitsjúkdómalæknis í þeim faraldri sem um heiminn geisar. Alla vega fram undir þetta, þó sjá megi kannski brotalöm þar á eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum.

Í siðuðu þjóðfélagi er ekki annað hægt en að treyst þeim sem menntun hafa á hverju sviði. Ef það er ekki gert má allt eins leggja niður menntastofnanir landsins. Það myndi sennilega engum detta til hugar að fá lækni til að flytja fyrir sig mál fyrir dómstóli, eða loftlagsfræðing til að krukka í heilann á sér. Hví ætti fólk Þá að treyst betur lögfræðingi en smitsjúkdómalækni, þegar að smitsjúkdómi kemur?

Úr hófi gengur þó þegar, í nafni frelsis, unnið er gegn smitvörnum. Frelsi er ekkert einkamál einstakra aðila, hvorki í orði né á borði. Frelsi er ekki hægt að túlka eftir behag hverju sinni og frelsi fylgir ábyrgð.

Frelsi getur aldrei orðið algert. Til að frelsi virki verður að setja einhvern ramma, sem samfélagið kemur sér saman um. Auðvitað eru ekki allir sammála öllu sem slíkur rammi tilgreinir, en allir sem einhverja örlitla skynsemi hafa fara þó eftir honum. Hver sá er út fyrir þann ramma fer, brýtur frelsið og stofnar því í voða, gerist lögbrjótur. Bréf varaþingmannsins er hreint brot á þessum ramma, þar sem hann hvetur fólk til að hundsa þær reglur sem settar eru, auk þess að reyna að færa einhverja ímyndaða ábyrgð á fólk sem ekki skal þá ábyrgð bera. Þetta er ljótur leikur sem hvorki varaþingmanni né lögfræðingi er samboðin.

Menn geta haft hverja þá skoðun á sóttvörnum sem þeir vilja, en enginn hefur meiri menntun eða getu til að leggja fram aðgerðir á því sviði, en sóttvarnarlæknir.

Það er auðvelt að vera á móti. Það hlýtur að vera lágmarks kurteisi, þegar einhver telur ekki vera rétt að málum staðið, að koma þá með einhverjar tillögur um hvernig betur skuli fara. Það ber lítið á slíkum tillögum frá því fólki sem felur sig bak við frjálshyggju. Enda erfitt fyrir lögfræðing eða hagfræðing að koma með tillögur í smitvörnum, ekki satt?

Fyrir síðustu kosningar vonaði ég satt og innilega að Arnar Þór Jónsson kæmist á þing. Virtist vera skynsamur og málfastur, auk þess sem mörg þeirra mála er hann talaði fyrir fyrir kosningar, mér nokkuð hugleikin. Eftir þennan afleik hans og hvernig hann hefur hagað sér eftir kosningar, þakka ég svo sannarlega fyrir að hann fékk ekki fylgi inn á Alþingi.

Sannarlega má segja að stundum fela refir sig undir sauðagæru!


mbl.is Hissa á Arnari „að spila þennan leik“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Í mörgu mjög sammála rökfærslu þinnar, en það sem vantar í dæmið er mjög svo heitar tilfinningar hvað varðandi bólusetningar barna.

Þannig séð er það þannig að ef þú virkilega trúir, svo ég vísi í dæmi Arnars, þá bregstu við.

Hver væri manndómur þinn annars??

Eiginlega hef ég aldrei lesið orð eða bréf sem vísa í sannfæringu eða viðhorf viðkomandi.

En vissulega hef ég lesið sannfæringu þeirra sem tókust á við alvarleik seinna stríðs.

Þegar alvörufólk fremur sitt hara karí, þá spyr maður sig hvað liggur að baki.

Á svo sem svarið, en mig grunar ýmislegt.

Breytir í engu kveðjunni að austan.

Ómar Geirsson, 10.1.2022 kl. 17:35

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sæll Gunnar

Var að lesa þennan pistil á Vísi-

Þessi pistill er mjög vel skrifaður og  fer mjög vel yfir þetta mál og höfundur vísar í fjölmarga sérfræðinga sem eru ekki sammála Sóttvarnarvöldum.

Það er ómaksins vert að lesa þennan pistil og fara inn á nokkra tengla sem hann vísar til.

https://www.visir.is/g/20222206542d?fbclid=IwAR2Kt3MvSSpfRqFML3RIWP6ksz4U1Ei4csjRGcgVK8lBTt0puvGsYyWbkfc

Eggert Guðmundsson, 11.1.2022 kl. 12:38

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Hugsaðu málið betur Gunnar.

Gæti verið að Arnar sé enn sá sem þú taldir hann vera en þú hafir breyst.

Guðmundur Jónsson, 12.1.2022 kl. 09:33

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég hef ritað marga pistla um covid á þessum vettvangi, frá upphafi faraldursins, Guðmundur. Þar hef ég ætíð verið á sömu línu og nú.

Hins vegar er mikill munur á málflutningi Arnars, fyrir kosningar versus eftir kosningar. 

Það er því ekki ég sem hef breyst, það getur þú sannreynt. Þú getur líka skoðað orðræðu og pistla Arnars, fyrir kosningar og eftir þær

Gunnar Heiðarsson, 12.1.2022 kl. 18:39

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Kannski vastu bara alltaf fasisti cry

Guðmundur Jónsson, 12.1.2022 kl. 18:50

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ef þú getur ekki verið málefnalegur þarft þú ekki að tjá þig á þessari síðu, Guðmundur. 

Gunnar Heiðarsson, 13.1.2022 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband