Dulbúin yfirlýsing?

Enn á ný sýna ráðherrar og ríkisstjórn hvað þau eru föst í sínum fílabeinsturni. Tekin er á leigu 32 manna flugvél til að ferja þrjá ráðherra þvert yfir landið. Vissulega eru sumir ráðherrar nokkuð massamiklir og aðrir miklir inn í sér, en rúmlega tíu sæti fyrir hvern er vel í lagt!

Það er til hugbúnaður til að halda fundi gegnum veraldarvefinn, kallaður fjarfundabúnaðar. Þessi tækni er orðin nokkuð algeng hér á landi, enda þægindi hennar ótvíræð. Hægt er að taka þátt fundi hvar sem er í heiminum með snjallsímanum einum saman. Þessa tækni þekkja sumir ráðherrar, enda verið duglegir að auglýsa fundarsetur sínar gegnum slíkan búnað, við margt af mestu fyrirmennum heimsbyggðarinnar. Ástæða vinsælda þessa hugbúnaðar er auðvitað covid og þær takmarkanir á ferðalög sem því hefur fylgt.

En það ber annað við hjá ríkisstjórninni okkar, þar er bara hringt og pöntuð flugvél, þurfi ráðherrar að tala saman. Reyndar magnað að ekki skyldi bara verið kallað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar, til viðviksins.

Það er einkum tvennt sem kemur í hugann við lestur fréttarinnar, hvað mikið kolefnisspor þessir þrír ráðherrar skilja eftir sig vegna fundarins og hitt hvort þessir þrír ráðherrar eru að gefa einhverskonar yfirlýsingu með athæfi sínu. Vitað er að tveir þeirra eru  og hafa verið á móti öllum takmörkunum til varnar covid. Þriðji dinglar bara með síðasta ræðumanni.

Vildi svo heppilega til að aðrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar voru einmitt staddir á Egilstöðum þegar fundarstaður var ákveðinn, eða þurftu þeir kannski að keyra langar leiðir til fundarins?

Það er auðvitað eðlilegt að ráðherrar ferðist um landið í sínu fríi og ekkert um það að segja. Hins vegar, þegar halda þarf fund í skyndi, er eðlilegt að nýta þá tækni sem til er. Fjarfund hefði verið hægt að halda strax og ráðherrar höfðu farið yfir tillögur sóttvarnarlæknis. Þannig mátti eyða óvissu sem margir standa frammi fyrir, mun fyrr, spara peninga við leigutöku á flugvél og minnka óþarfa kolefnisspor. 

Ég held að ríkisstjórnin ætti að skammast sín!


mbl.is Ríkisstjórnin tók þotu á leigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var þetta ekki einmitt gert fyrir blaðamennina?

EINAR S HALFDANARSON (IP-tala skráð) 23.7.2021 kl. 21:32

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Já, þetta var ekki gott gigg hjá þeim Gunnar, Helgi Björns hefði gert betur.

Magnús Sigurðsson, 23.7.2021 kl. 23:47

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Helgi hefði sannarlega verið betri,Magnús.

Það er hins vegar gleðilegt að ríkistjórnin skuli hafa sammælst um aðgerðir, þó langan fund hafi þurft til. Hins vegar eru þessar aðgerðir frekar aumar og ekki séð gagn af þeim. Einskonar yfirklór kattarins yfir skít sinn. Í baráttunni gegn óværunni þarf að sýna kjark og dug, eitthvað  sem stjórnmælamenn yfirleitt skortir, sér í lagi skömmu fyrir kosningar.

Gunnar Heiðarsson, 24.7.2021 kl. 07:51

4 identicon

Einsog margt bent á þá Var ekki örrugt samkv. lögum að halda svona fund í gegnum lekt net.

Var þetta ein vélin sem var á lausu með svona fyrirvara.

Þið veltið ykkur bara áfram í gömlum fréttum...

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 24.7.2021 kl. 09:48

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Að bera því við að netöryggi sé ekki nægjanlegt er eftirá skýring Birgir. Fyrirvarinn var nægur, tillögur sóttvarnalæknis bárust sólahring áður en fundur var boðaður. Þá hefur komið fram eftir að þessi pistill var skrifaður, að "nokkrir"  ráðherrar hefðu farið með áætlunarflugi. Það veltir upp spurningunni hversu margir voru þá á Egilstöðum eða nágrenni. Hefði kannski verið einfaldara og ódýrara að halda fundinn í Reykjavík? 

Þessi frétt var ekki gömul þegar pistillinn var skrifaður, Birgir og reyndar spurning hvort fréttir af bruðli stjórnmálamanna með skattfé geti orðið að gamalli frétt.

Gunnar Heiðarsson, 24.7.2021 kl. 13:49

6 identicon

Sæll Gunnar frændi; sem og þið aðrir, gestir hans.

Gunnar !

Skítt og laggó; með svokölluð kolefnisspor lofslagsbreytinga trúarbrgðanna - ætli Sólgos og aðrar hamfarir í Sólkerfinu, ásamt gauragangnum í iðrum jarðar spili ekki all- meiri rullu, þegar á allt er litið ?

Flumbrugangur; heimskingjanna í stjórnsýslunni tekur engu tali / átti þetta lið ekki að geta lært af útkomu Kína pestartinnar:: í fyrrasumar (2020) t.d. ?

Gleymum svo ekki; að Engeyinga/Samherja klíkan situr í skjóli skraut- fígúrunnar Guðna Th. Jóhannessonar hins HAND- ÓNÝTA, hvað varðar betrumbætur almanna hagsmunanna: raunverulegra.

Berum saman; Guðna tetrið í okkar samtíma - til móts við stórmennið Miklós Horthy Aðmírál og Ríkisstjóra Ungverjalands, hver lagði meðal annarra grunninn, að Ungverjalandi okkar daga.

   

File:Horthy 1943.jpg - Wikimedia Commons

Miklós Horthy (1868 - 1957) Ríkisstjóri Ungverska Konungdæmisins 1920 - 1944

Með beztu kveðjum; sem endranær, af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.7.2021 kl. 15:11

7 identicon

Til frekari glöggvunar; sem upplýsingar nokkurrar - um æfi og störf Míklósar Horthy :

Æviágrip

Horthy fæddist til ungverskrar aðalsfjölskyldu í bænum Kenderes í Ungverjalandi. Hann stundaði nám í háskólanum í Sopron og sjóliðsháskólanum í Fiume.[1]

Horthy hóf hernaðarferil sinn sem undirliðsforingi í austurrísk-ungverska sjóhernum árið 1896. Hann var kallaður til embættisstarfa við austurrísk-ungversku hirðina árið 1909 og varð þar ráðunautur Frans Jósefs keisara.[1] Horthy var orðinn undirflotaforingi árið 1918 og tók þátt í orrustunni við Otranto-sund árið 1917 í fyrri heimsstyrjöldinni, þar sem hann særðist alvarlega. Horthy varð hæstráðandi austurrísk-ungverska sjóhersins á síðasta ári heimsstyrjaldarinnar eftir að Karl 1. Austurríkiskeisari leysti forvera hans frá störfum í kjölfar uppreisna innan flotans.

Þegar byltingar brutust út í Ungverjalandi árið 1919 sneri Horthy heim til Búdapest ásamt þjóðarhernum og tók þátt í því að berja niður nýja kommúníska stjórn byltingarmannsins Béla Kun, sem hafði stofnað ungverskt sovétlýðveldi í suðvesturhluta landsins. Það var rúmenski herinn sem kom kommúnistunum frá völdum í Ungverjalandi, en Horthy tókst þó að vinna sér hylli sem nokkurs konar frelsishetja landsins.[2] Eftir að kommúnistastjórnin hafði verið felld tók við tveggja ára tímabil ógnarstjórnar þar sem liðsmenn Horthy handtóku og pyntuðu tugþúsundir grunaðra kommúnista og myrtu að minnsta kosti 1000 manns, aðallega Gyðinga.[3]

Horthy var í kjölfarið boðið að gerast ríkisstjóri konungsríkisins af ungverska þinginu. Að nafninu til var Ungverjaland því enn konungsríki á stjórnartíð Horthy og Horthy átti einungis að standa vörð um hásætið þar til konungurinn gæti snúið aftur.[4] Karl keisari, sem hafði jafnframt verið konungur Ungverjalands undir nafninu Karl 4., reyndi tvisvar að endurheimta krúnu sína í Ungverjalandi en árið 1921 lét Horthy vísa honum úr landi að áeggjan bandamanna. Horthy hlaut talsverða gagnrýni af hálfu konungssinna fyrir að hleypa Karli ekki aftur á valdastól, en óttast var að það myndi leiða til stríðs við nágrannaríkin ef reynt yrði þannig að endurreisa Habsborgaraveldið.[1]

Horthy leiddi þjóðernissinnaða íhaldsstjórn á millistríðsárunum og bannaði bæði ungverska kommúnistaflokkinn og fasíska Örvarkrossflokkinn. Opinber stefna Horthy var að endurheimta landsvæði sem Ungverjaland hafði látið af hendi til Rúmeníu, Tékkóslóvakíu, Júgóslavíu og Austurríkis með friðarsáttmála sínum við bandamenn árið 1920.

Seint á fjórða áratuginum gekk Horthy í bandalag við Þýskaland gegn Sovétríkjunum til að freista þess að ná fram markmiðum sínum í utanríkismálum. Með stuðningi Adolfs Hitler tókst Horthy að endurheimta sum af landsvæðunum sem bandamenn höfðu haft af Ungverjalandi. Stjórn Horthy veitti flóttamönnum frá Póllandi hæli árið 1939 og aðstoðaði Öxulveldin bæði í innrásinni í Sovétríkin árið 1941 og innrás Þjóðverja í Júgóslavíu sama ár. Með stuðningi sínum við Þjóðverja fékk Horthy að innlima lönd sem Júgóslavía hafði haft af Ungverjalandi eftir fyrra stríð.

Samstarf Horthy og Hitlers varð smám saman stirðara þar sem Horthy var tregur til þess að aðstoða Þjóðverja í stríðsrekstrinum í seinni heimsstyrjöldinni og við framkvæmd helfararinnar. Horthy neitaði að afhenda Þjóðverjum fleiri en 600.000 af þeim 825.000 Gyðingum sem bjuggu í Ungverjalandi og þegar ljóst þótti að Þjóðverjar myndu tapa styrjöldinni fór hann að ráðgera að semja um frið við bandamenn fyrir hönd Ungverjalands án samráðs við Þjóðverja. Vegna þessara ágreiningsmála ákváðu Þjóðverjar að gera innrás í og hertaka Ungverjaland í mars árið 1944. Í október sama ár lýsti Horthy því yfir að Ungverjaland hefði sagt sig úr Öxulveldunum og samið um frið við bandamenn. Í kjölfarið neyddu Þjóðverjar hann til að segja af sér, handtóku hann og sendu hann í fangelsi til Bæjaralands. Eftir að bandamenn hertóku Þýskaland árið 1945 var Horthy framseldur í varðhald bandarískra hermanna.

Horthy bar vitni í Nürnberg-réttarhöldunum árið 1948. Síðan settist hann að í Portúgal og bjó þar í útlegð til æviloka. Hann gaf út endurminningar sínar undir titlinum Ein Leben für Ungarn (íslenska: Líf fyrir Ungverjaland) árið 1953. Horthy er í dag mjög umdeildur í sögu Ungverjalands.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.7.2021 kl. 15:53

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Takk fyrir innlitið og fróðleikinn, frændi

Gunnar Heiðarsson, 24.7.2021 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband