Á jólaföstu

Þróun umræðunnar um Klaustursmálið hefur verið nokkuð undarleg.

1.Í fyrstu voru klipptar einstaka setningar úr upptöku af tali þingmanna sem sátu að sumbli á Klausturbar og þær settar í fjölmiðla. Þjóðin fór á annan endann.

2.Næst kom í ljós að þeir sem stóðu að opinberuninni voru ekki vissir um hver sagði hvað og rugluðust á mönnum, eignuðu jafnvel sumum sem löngu voru farnir af samkomunni, einstök orð og setningar. Nú fór að renna tvær grímur á suma, þ.e. þá sem leifðu sér að nota eigin heila.

3.Þá kom að því að fólk fékk að vita að fleira hafði verið sagt í þessa fjóra klukkutíma en það sem Stundin ákvað að opinbera og að skilja mætti opinberuðu orðin í öðru ljósi. Einhverjir fleiri vöknuðu nú og sáu að einhver maðkur var í mysunni.

4.Svo opinberaðist að ljótu orðin komu úr barka tveggja þeirra sex sem sátu að sumbli. Hinir fjórir höfðu ekki haft sig í frammi í þeim leik. Allraheilaga fólkið var fljótt að kveða þetta niður og töldu að þeir fjórir væru jafnsekir. Þeir hefðu átt að stoppa tal sóðakjaftanna. Hvað þá með upptakarann? Hann sat á næsta borði og hefði hæglega getað staðið upp og lýst óánægju sinni og þannig stöðvað sóðatalið. En nei, upptakarinn var of upptekinn við að taka upp.

5.Svo kom stóra bomban. Einn þeirra sem mest hneykslaðist og stæðstu orðin hafði gegn þeim er Klaustrið sátu, sendi nú fréttamiðlum tilkynningu um að hann hygðist fara í frí frá Alþingi og tiltók ástæðu þess, hann hafði gerst kynferðislega brotlegur við kvenmann. Allir fjölmiðlar nema Stundin þögnuðu nú um Klaustursmálið, í nokkra klukkutíma. Ekki þó til að kryfja þetta kynferðislega brot þingmannsins eða segja nánar frá því. Nei, þar var einhliða útlistun hans látin ráða, enda ekki í sama flokki og þeir sem fengu sér glas á Klaustrinu. Stundin hélt þó dampi um Klaustursmálið. Fréttatilkynning kynferðisafbrotamannsins var þó ekki flutt á þeim miðli.

6.Og í dag kom svo enn einn vinkill á þetta svokallaða Klaustursmál. Þingmennirnir sem þar sátu að sumbli voru ekki sex, heldur átta! Einn þingmaður VG og einn þingmaður Viðreisnar sátu einnig við þetta borð!

7.Hvað kemur fram á morgun?!

 

Það er annars ótrúlegt að hluti þjóðarinnar, þ.e. þeir sem stjórna eða hafa aðgang að fjölmiðlum skuli velja svona skítkast fram og til baka, skítkast sem á köflum slær ljótu orð þingmannanna tveggja út, til að fagna komu jólanna. Menn geta haft mismunandi skoðanir á málum, menn geta rökrætt þær skoðanir afturábak og áfram, sjaldnast þó til niðurstöðu.

Mál þeirra tveggja þingmanna Miðflokksins sem ljót orð létu falla á Klausturbar og kynferðislegt afbrot eins þingmanns Samfylkingar eru þó ekki til þess fallin að rífast um. Allir þessir þrír þingmann hafa óskað eftir leyfi frá Alþingi. Hvað svo verður er enn óvitað en þó er ljóst að enginn þeirra mun ná trausti kjósenda í næstu kosningum.

Skömm þessara þriggja þingmanna mun ætíð fylgja þeim.

Virðing Alþingis má ekki við meiru. Framkoma nokkurra þingmanna í þessum málum, þó sérstaklega Klaustursmálinu, hefur verið með þeim eindæmum að með ólíkindum er. Að nota slík mál sér sjálfum til framdráttar í pólitík er síst skárra en talið á Klausturbar. Þingmenn eiga að vinna hug og hjörtu þjóðarinn með því að sýna eigin kosti og getu, ekki með því að níða náungann.

Látum þessi mál nú kyrr liggja og snúum okkur að friðarhátíðinni!!


mbl.is Hvernig munu spilin leggjast?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband