Píslavottur fundinn

Meirihluti borgarstjórnar hefur nú loks fundið píslarvott braggablússins og það sem betra er, hann starfar ekki lengur hjá borginni.

Því þarf engan að reka og Dagur fær uppreista æru, eða þannig.

Skrifstofustjórinn fyrrverandi talar mikið um innra eftirlit borgarinnar og er nokkuð viss um hver niðurstaða hennar muni verða. Það þarf nú ekki snilling til að átta sig á að innra eftirlitið mun að sjálfsögðu komast að "réttri" niðurstöðu, annað er ekki hægt. Það var jú það eftirlit sem brást, ekki satt, sem leiddi til þess hvernig fór. Svo er bara spurning hversu mörg önnur mál eiga eftir að koma í ljós.

Nú þegar eru nokkur mál komin á yfirborðið, þar sem vit meirihlutans á peningum opinberast, hversu mörg og stór eru enn falin? Þetta fólk er jú búið að gambla með fjármuni borgarbúa í átta ár!!


mbl.is „Mistök sem ég tek á mig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tilkynnt var með prompi og pragt um eftirmann Hrólfs en svo

http://www.visir.is/g/2018181009314/sagt-upp-hja-borginni-adur-en-hann-byrjadi

neitaði eftirmaðurinn að taka þátt í plotti til að hylja bókhaldsslóðina eftir braggann?

Borgari (IP-tala skráð) 18.10.2018 kl. 11:42

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

"Meirihlutinn í Reykjavík" áttar sig ekki á því að þessi leikflétta þeirra breytir ENGU.......

Jóhann Elíasson, 18.10.2018 kl. 12:40

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er spurning Borgari, en tel þó líklegra að meirihlutinn hafi komist að samkomulagi við Hrólf um að taka á sig skömmina, til að bjarga Degi. Væntanlega hefur Hrólf verið lofað að skýrsla innri endurskoðunar muni síðan hreinsa hann.

Gunnar Heiðarsson, 18.10.2018 kl. 13:46

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Mikið rétt Jóhann, þetta mun engu breyta og ekkert nema afsögn Dags í boði. Kannski einhverjir embættismenn þurfi að fylgja honum.

Gunnar Heiðarsson, 18.10.2018 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband