Auðvitað ekki

Það bæri nýrra við ef VG tækju upp á því að vera á móti skattlagningu. Þessi flokkur, með þáverandi formann í stól fjármálaráðherra, setti einstakt met í fjölgun og hækkun skatta á einungis einu kjörtímabili. Katrín gæti því með engu móti staðið gegn frekari álagningu á landsmenn.

Það er gilt sjónarmið að þeir sem njóta greiði. Þetta á ekki síður við um bíleigendur sem aðra.

Og vissulega er það svo, bíleigendur greiða fyrir það sem þeir njóta, af hendi ríkisvaldsins, reyndar fjórfalt. Í dag eru álögur á þá sem þurfa að nota eigin bíl mjög miklar, meir en fjórum sinni hærri en það fjármagn sem skaffað er til vegamála. Stór hluti þessarar álagningar er eyrnamerkt viðhaldi og endurnýjun vegakerfisins. Því miður skilar það sér ekki þangað, heldur hverfur í ríkishítina.

Það er því með algerum ósköpum að nú séu ráðamenn að tala um að leggja enn meiri álögur á bíleigendur. Þó Katrín hafi ekki útilokað frekari skattlagningu á bíleigendur er ekki sama sagt um núverandi samgönguráðherra. Fyrir kosningar og reyndar eftir þær líka, eftir að hann fékk lykilinn að ráðuneytinu, hafnaði sá maður með öllu öllum hugmyndum um vegaskatt. Ekki að sjá að honum sé annt um mannorð sitt. Eftir að hafa skaddað það verulega fyrir tæpum tveim árum síðan, hefur hann nú endanlega gengið af því dauðu!! Undarlegast af öllu er þó að rótin að þessari hugmynd um vegaskatt kemur úr Sjálfstæðisflokki, þeim flokk sem hvað duglegastur er að tala um lækkun skatta, a.m.k. fyrir hverjar kosningar.

Menn geta deilt um með hvaða hætti ríkisvaldið skattleggur bíleigendur, svo þeir greiði fyrir viðhald og endurnýjun vegakerfisins. Hvort greiddir eru vegatollar eða hvort eldsneyti sé skattlagt. Það ætti þó ekki að þurfa að deila um að ekki verði gert hvoru tveggja!!

Það er ærinn sá skattur sem landsbyggðafólk þarf að greiða, þó ekki bætist á stór aukinn aksturskostnað, með tilheyrandi auknum kostnaði við öll aðföng. Og ekki má gleyma þeirri augljósu staðreynd að slíkur skattur mun auka verðbólguna með tilheyrandi hækkun vaxtakostnaðar. Ekki mun það hjálpa unga fólkinu að eignast húsnæði!

 


mbl.is „Við höfum aldrei útilokað gjaldtöku“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband