Enn eitt floppið, á kostnað okkar kjósenda

Það hækkar hratt verðmiðinn á blessaðri borgarlínunni og þó eru framkvæmdir ekki enn hafnar. Þetta er kunnuglegt stef, þó reyndar megi segja að nú hefjist umframkeyrslan heldur fyrr en í fyrri verkefnum.

Þegar bankarnir hrundu stóð grunnur að stóreflis tónlistarhúsi við Reykjavíkurhöfn, öllum til ama og engum til gagns. Þrátt fyrir að þjóðin stæði á barmi gjaldþrots, var ákveðið að reisa á þeim grunni það hús sem síðan fékk nafnið Harpa. Áætlanir voru gerðar um kostnað þeirrar byggingar og verkið hafið. Auðvitað stóðust þær áætlanir ekki og kostnaðurinn varð mun meiri. Útilokað er að sú starfsemi sem fram fer innan veggja þessa húss muni nokkurn tímann borga það. Kjósendur fengu reikninginn.

Sandeyjarhöfn er annað dæmi, þar sem áætlanir voru reiknaðar langt undir raunkostnaði. Enn sér ekki fyrir endann á þeim kostnaði sem kjósendur fengu í hausinn vegna þess verkefnis og mun sennilega aldrei sjást.

Vaðlaheiðagöng eru enn eitt dæmið um flopp stjórnmálamanna. Þar var gamalkunnugt stef slegið og óraunhæfar áætlanir gerðar, virtust helst miða að því marki að hægt væri að halda fram að umferð gegnum göngin myndu á einhverjum tímapunkti, í fjarlægri framtíð, borga framkvæmdina. Til að ná því marki varð að miða við að framkvæmdin kostaði ekki meira en 7 milljarða, að umferð ykist verulega, að öll sú umferð færi gegnum göngin og að gjaldið í gegnum þau væri hærra en svo að fólk myndi sætta sig við það. Í dag, nokkru áður en framkvæmdum er lokið, er ljóst kostnaður við framkvæmdina verður 14 milljarðar plús! En það er allt í lagi, kjósendur munu borga.

Um blessað þjóðarsjúkrahúsið þarf vart að fjölyrða. Þar eru ekki einungis fjármáleg misferli í gangi, heldur er allri heilbrigðri skynsemi kastað á glæ. Reikningur til kjósenda til þess verkefnis mun aldrei lokast, ekki meðan menn neita að horfast í augu við staðreyndir. Þar, eins og í öðrum gæluverkefnum stjórnmálamana, var farin sú leið að hagræða forsendum svo niðurstaða fengist rétt. Niðurstaðan er þegar brostin, þó enn séu mörg ár þar til verkefnin líkur, ef því einhvertímann líkur, enda forendurnar allar rangar.

Svona mætti lengi telja og segja sögur af meðferð stjórnmálamanna á almannafé, fé sem betur væri varið til annarra þátta, ef það þá yfirleitt er til.

Ekki man ég hverjar fyrstu áætlanir um kostnað við borgarlínu voru, en í apríl á síðasta ári, fyrir tæpu ári síðan, var talað um heildarkostnað upp á um 50 milljarða króna og að verkið yrði unnið í áföngum. Þegar líða fór að hausti, var heildarkostnaðurinn kominn upp í 70 milljarða, þó var þá búið að skera verkefnið verulega niður og menn hættir að tala um léttlestar.

Nýjustu tölur um heildarkostnað eru ekki lengur nefndar, einungis að fyrsti áfangi eigi að kosta 44 milljarða króna. Ekki þora menn heldur að nefna hversu margir áfangarnir verða. Fyrsti áfangi er því að nálgast þá upphæð sem sögð var heildar kostnaður, fyrir 11 mánuðum síðan! Þetta er sennilega met í íslenskum kostnaðarútreikningum!! Og enn eru engar framkvæmdir hafnar!

Það er ljóst að nánast allur kostnaður við borgarlínuna mun verða greiddur úr ríkissjóð. Reykjavíkurborg rambar á barmi gjaldþrots og þaðan engra peninga að vænta. Jafnvel þó ný og betri stjórn verði valin yfir borgina, mun það taka fjölda ára að greiða úr þeirri fjárhagslegu óstjórn sem ríkt hefur undir stjórn vinstra afturhaldsins. Önnur sveitarfélög eru vart aflögufær og jafnvel þó eitthvert þeirra gæti lagt einhverja aura til verkefnisins, er fráleitt að ætla að vilji sé til þess, umfram stærsta sveitarfélagið. Því mun það falla í hlut kjósenda alls landsins að greiða fyrir borgarlínu. Verkefnis sem einungis örfá prósent þeirra íbúa sem á svæði línunnar býr, mun nýta sér, ef miðað er við björtustu spár!

Það er ekkert sem réttlætir að sótt sé fé í ríkissjóð í verkefni eins og borgarlínu. Ef sveitarfélögin sem að þessu verkefni standa gætu sjálf fjármagnað það, væri lítið hægt að agnúast yfir því. Það væri þá kjósenda til sveitarstjórnar í viðkomandi sveitarfélögum að sýna sinn vilja í kosningum. En að ætla að kasta kostnaði yfir á ríkissjóð er galið, kostnaði sem enginn veit hver verður að lokum, en gera má ráð fyrir að muni hlaupa á hundruðum milljarða króna. Alþingi hefur enga heimild frá kjósendum til að sóa fé landsmanna til þessa verkefnis.

Meðan vegakerfi landsins er að hrynja, meðan fólk á landsbyggðinni þarf að fara erfiða fjallvegi til að sækja sér alla þjónustu, meðan malarvegir eru enn til í landinu, meðan einbreiða brýr þekkjast í vegakerfinu og meðan banaslysum í umferðinni fjölgar af framangreindum orsökum, meðan grunnþjónustan er í lamasessi bæði hjá ríki og borg og meðan við getum ekki sýnt öldruðum þá vegsemd að lifa sómasamlegu lífi, er borgarlína með öllu óréttlætanleg!!

 


mbl.is 44 milljarðar í borgarlínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvenær hafa stjórnmálamenn hlustað á það sem kjósendur vilja eða vilja ekki? Allra sízt Dagur Bjáni Eggerts sem umkringir sig með jábræðrum sínum, úmpalúmpunum. Ekkert sem vinstri vitleysingarnir í borgarstjórn hafa tekið sér fyrir hendur sl. tæp 8 ár hefur verið vitrænt, gagnlegt eða mannúðlegt. Sumt hefur jafnvel verið ólöglegt.

Eftir að reglunum um fjölda borgarfulltrúa var breytt og ef núverandi meirihluti heldur velli, þá eykst fjöldi bjána í borgarstjórn úr níu í  þrettán, skv. svartsýnisspám. Ekki gleðilegt.

Pétur D. (IP-tala skráð) 16.3.2018 kl. 14:04

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sýnist vera snertur af stokkhómssyndrómi í borgarbúum sem virðast vilja meira af því sama, samkvæmt skoðanakönnunum. Þ.e.a.s. Ef skoðanakannanirnar voru ekki gerðar á einhverjum bar í 101, þar sem hjarta felagshyggjunnar (bein þýðing: sósíalismans) slær brjóstum launaáskrifenda hins opinbera.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.3.2018 kl. 18:43

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það hefur sýnt sig í undanförnum kosningum, bæði hér heima sem og víða erlendis, að það er lítið að marka skoðanakannanir. Þau fyrirtæki sem slíkar kannanir gera, hverju nafni sem þau nefnast, virðast eitthvað hafa misskilið hlutverk sitt, að í stað skoðanakanna eigi þau að vera skoðanamyndandi.

Bíðum eftir að talið verði upp úr kjörkössum, trúi ekki að í höfuðborg okkar fagra lands búi að meirihluta fávitar!

Gunnar Heiðarsson, 17.3.2018 kl. 07:55

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Mundu bara að samkvæmt nýlegri skýringargrein Sighvats Björgvinssonar í Morgunblaðinu eru allir þeir sem gagnrýna heimskulegar athafnir stjórnmálamanna ekkert nema þverhausarþ

Þorsteinn Siglaugsson, 17.3.2018 kl. 13:44

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það væri nú ekki amalegt að fá slíkan sæmdartitil frá fyrrverandi Krataráðherra, þá væri loksins eitthvað vitrænt að koma frá manni, Þorsteinn 

Gunnar Heiðarsson, 17.3.2018 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband