Uppsögn eða framlenging

Máttur fjölmiðla er mikill og gegnum "rétt" orðfæri er hægt að afvegaleiða umræðuna.

Í viðtengdri frétt segir að stéttarfélög séu ósammála um uppsögn kjarasamninga, nú við endurskoðun þeirra þann 1. febrúar næstkomandi. Í þeim kjarasamningi eru ákveðin skilyrði, sem uppfylla þarf svo samningur gildi áfram. Við þessi skilyrði hefur ekki verið staðið og því kjarasamningurinn fallinn.

Því er rétt að tala um að stéttarfélög landsins séu ekki sammála um hvort framlengja eigi kjarasamninginn.

Reyndar er það svo að flest stéttarfélög eru á þeirri línu að svo skuli ekki gert, en sum landssamtök og einkum ASÍ telja rétt að framlengja. Samningsumboðið er hins vegar í höndum hvers stéttarfélags, en hvorki hjá landssamtökum þeirra né því skrímsli sem kallast ASÍ.

Þá er rétt að ítreka að enn hafa ekki verið lagðar fram neinar hugmyndir um hvað þurfi til og hvaðan, svo tilefni sé til að skoða framlengingu kjarasamninga.


mbl.is Ósammála um uppsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband