Að leggjast flatur undir kúgara sinn

Mikið rétt hjá formanni utanríkismálanefndar, EES samningurinn þjónar ekki lengur okkar hagsmunum. Ástæða þess er einkum sú að annar aðili þessa samnings, þ.e. ESB, hefur tekist að túlka samninginn á sinn veg og gert okkur að taka hér upp íþyngjandi lög og reglur, sum hver í andstöðu við okkar stjórnarskrá. Þetta hefur tekist hjá ESB vegna þess að íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki verið sínu starfi vaxnir að standa vörð um hag Íslands og að eftir upphaflega samningnum yrði unnið.

Það kom skýrt fram þegar þessi samningur var samþykktur af Alþingi, framhjá þjóðinni, að engin ákvæði hans brytu í bága við stjórnarskrá okkar. Á þeirri forsendu einni gat Alþingi samþykkt þennan samning án aðkomu þjóðarinnar. Nú er ljóst að þetta stenst ekki lengur og því þessi samningur ekki lengur í gildi.

Það er ljóst að ESB hefur neytt aflsmunar gegn okkur Íslendingum, varðandi túlkun EES samningsins. Þó vissulega megi saka íslenska stjórnmálamenn um linkind gegnum árin, varðandi framkvæmd samningsins, er það eftir sem áður aflsmunur stærri aðilans sem hefur ráðið um framkvæmd hans. Þetta kallast í daglegu tali kúgun.

Augljósasta aðferðin til að losna undan kúgara er auðvitað að koma sér burt frá honum, slíta öll tengsl.

Formaður utanríkismálanefndar vill hins vegar leggjast flöt undir kúgarann!! Það er ekki bara aumingjalegt sjónarmið heldur beinlínis hættulegt.


mbl.is Segir EES ekki duga lengur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bullukollur.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.3.2017 kl. 20:58

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það var mikið að fjallað er um EES-samninginn af einhverju viti......

Jóhann Elíasson, 1.3.2017 kl. 22:36

3 identicon

Þvættingurinn í þessum bullukolli Jónu Sólveigu er með einsdemum. Þegar hún þvælir um sveiflur í krónunni, þá er henni augljóslega illa við að krónan hefur styrkzt jafnt og þétt allar götur síðan ógæfustjórn Jóhönnu gaf upp öndina 2013, meðan hin handónýta evra hefur verið á hraðri niðurleið árum saman, fyrst vegna kreppunnar í Suður-Evrópu og síðan vegna Brexit. Ef Le Pen vinnur kosningarnar, þá verður það síðasti naglinn í kistu ESB.

Í fyrsta lagi á Ísland ekkert erindi í Fjórða ríkið (ESB) og í öðru lagi þarf að endurskoða EES-samninginn rækilega Íslandi, Noregi og Liechtenstein í hag, og endilega segja upp Schengen-samningnum. Með þessu tvennu stöndum við vörð um sjálfstæði landsins.

Pétur D. (IP-tala skráð) 1.3.2017 kl. 22:53

4 identicon

Hvaða lög höfum við tekið upp sem eru í andstöðu við stjórnrskrána?

Jón Garðar (IP-tala skráð) 2.3.2017 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband