Nýr forseti

Þjóðin hefur valið sér nýjan forseta, Guðna Th Jóhannesson. Það er því við hæfi að óska þeim ágæta manni og hans fjölskyldu til hamingju.

Ekki kaus ég Guðna, þó ég hafi vissulega kosið rétt, eftir eigin sannfæringu. Og lítið get ég gert við því þó ekki hafi verið nægjanlega margir sammála mér. Svona er bara lýðræðið, meirihlutinn ræður og hinir verða að sætta sig við niðurstöðuna.

Enginn efast um að Guðni er hinn mætasti maður, ljúflingur hinn mesti. Og enginn efast um að slík skapgerð er kostur fyrir forseta, en það þarf meira til. Forseti þarf að hafa staðfestu og dug. Staðfestu til að standa á sínu máli í þágu þjóðarinnar og dug til að halda því til streitu.

Því miður reyndi lítt á þessa kosti í kosningabaráttunni, sem var með eindæmum litlaus. Því er eftir að sjá hvort Guðni hefur þessa mannkosti, til samans við góðmennskuna. Það á eftir að sjá hvort hann hefur staðfestu til að standa með þjóðinni ef og þegar henni mislíkar störf stjórnvalda, jafnvel þó við stjórnvölinn sitja hans nánustu vinir. Og það á eftir að sjá hvort hann hefur dug til að standa með þjóðinni gegn hans vinum, ef og þegar til þess kemur.

Vonandi er Guðni meiri maður en fram kom í kosningabaráttunni, vonandi hefur hann staðfestu og dug til að standa með þjóðinni.

Íslendingar, innilega til hamingju með nýjan forseta, kosinn í lýðræðislegum kosningum.

Hamingjuóskir til þín og þinnar fjölskyldu Guðni Th Jóhannesson, verðandi forseti.


mbl.is Stefnan að sameina en ekki sundra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki er þetta minn forseti, ég kaus hann ekki, svo að það er óþarfi að óska mér til hamingju með forsetann. Og ég ætla að bíða með að óska honum til hamingju þangað til hann hefur afrekað eitthvað. Ef allt fer í tóma vitleysu hjá honum (t.d. ef hann er alveg óvirkur í fullveldismálum), þá er bara að vona að sterkt mótframboð komi að fjórum árum liðnum.

Pétur D. (IP-tala skráð) 26.6.2016 kl. 20:46

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Vissulega gæti illa farið, Pétur, ég get vel tekið undir það. Það mun þá verða kjósendum að kenna.

Við lifum í lýðræðisríki og hornsteinn þess eru frjálsar kosningar. Við höfum kosið og verðum að sætta okkur við niðurstöðuna. Guðni fékk kosningu og því eigum við að óska honum til hamingju, hvort sem okkur líkar sú niðurstaða eða eigi. Lýðræðið hefur talað.

Ég hef reyndar þá trú á okkur Íslendingum að við látum ekki gerast að forseti, hver sem hann er, fórni lýðræðinu.

Gunnar Heiðarsson, 26.6.2016 kl. 21:45

3 identicon

Guðni er strax farinn að skipta sér af Útlendingastofnun:

http://www.visir.is/gudni-th--thyngra-en-tarum-taki-ad-haelisleitendur-leiti-skjols-i-kirkju-og-logreglan-dragi-tha-thadan-ut/article/2016160628560

"En auðvitað finnst manni þyngra en tárum taki að mál þróist á þann veg að hælisleitendur finni sér skjól í kirkju og laganna verðir dragi þá síðan þaðan út. Vonandi kemur þetta ekki aftur fyrir.“

Það er engin ástæða til að hann hætti því eftir að fer á Bessastaði. Ætli hann geri sér grein fyrir því að málefni hælisleitenda eru ekki í verkahring forsetans? Auðvitað má hann segja sína persónulegu skoðun um þetta, en þá ætti hann og stuðningsmenn hans heldur ekki að furða sig á því hvers vegna við ESB-andstæðingar göngum fastlega út frá því að hann muni eftir fremsta megni greiða götu endurnýjaðrar ESB-umsóknar komandi DVÞ-samsteypustjórnar.

Því að það virðist haldast í hendur að þeir sem eru ákafastir að komast inn í Fjórða ríkið (ESB) eru líka ákafastir talsmenn þess að leggja eigi öll landamæri niður og að allir sem vilja það geti fengið hæli hér, hvort sem þeir eru raunverulegir flóttamenn eða ekki, og hvort sem þeir ætli að framfleyta sér sjálfir, aðlagast þjóðfélaginu eða hvorugt.

Pétur D. (IP-tala skráð) 29.6.2016 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband