Hvers vegna?

Hvers vegna þarf að taka ruv af auglýsingamarkaði? Þessi stofnun hefur verið á á þeim markaði frá stofnun og engin ástæða til að breyta þeirri stefnu. Mun frekar ætti að lækka lögbundin gjöld á landsmenn, sem til stofnunarinnar fer, jafnvel að afnema lögbindinguna og gera afnotaskattinn valfrjálsan. Að koma þessari stofnun í eðlilega samkeppni við aðra fjölmiðla.

Með því að taka ruv af auglýsingamarkaði er verið að gera hana enn háðari stjórnvöldum, hverjum tíma. Það er magnað að ráðherra úr þeim eina flokki sem setur frjálsræði og heilbrigða samkeppni á oddinn skuli tala fyrir því að ríkisvæða enn frekar ákveðna stofnun.

Helstu rök þeirra sem vilja ruv af auglýsingamarkaði eru að með því sé liðkað til fyrir "frjálsa" fjölmiðla og samkeppni þeirra geti verið betri, væntanlega fyrir þá sjálfa. Önnur rök eru að hér þurfi að vera ríkisrekinn óháður fjölmiðill, rekinn af sameiginlegum sjóðum landsmanna.

Hvorug þessara raka halda vatni. Fyrir það fyrsta er ekkert samhengi milli einkarekins fjölmiðils og frjáls fjölmiðils. Einkareknir fjölmiðlar eru alltaf háðir eigendum og því frjálsræði þeirra ekkert. Samkeppni milli fjölmiðla byggir ekki á því auglýsingamagni sem þeim kemst að koma frá sér, heldur þeirri dagskrá sem þeir velja að flytja og trúverðugleik starfsfólks þeirra.

Og ekki verður séð að sá ríkisrekni fjölmiðill sem við landsmenn rekum fyrir lögbundið fé úr vösum okkar sé neitt sérstaklega óháður. Þar, eins og í öðrum fjölmiðlum, ríkir bullandi pólitík og starfsmenn þessa fjölmiðils ekki sparir á að nýta sér hann í þeim tilgangi. Enda kannski ekki von til að starfsmenn ruv telji sig þurfa að gæta hlutleysis, þegar stjórnarmenn stofnunarinnar telja sig ekki bundna af slíkri kvöð. Skemmst er að minnast ummæla eins stjórnarmanns ruv, sem nú á yfir höfði sér saksókn, vegna pólitískrar árásar á einn frambjóðandann til forsetaembættisins.

Í stað þess að taka ruv af auglýsingamarkaði á auðvitað að lækka lögbundna innheimtu af landsmönnum, til handa stofnuninni. Jafnvel að láta hana keppa alfarið á samkeppnisforsendum. Auðvitað myndi stofnunin ekki lifa af slíka samkeppni, en það er kannski einmitt mergur málsins. Meðan starfsfólk hennar kemst upp með að nýta sér þessa stofnun í eigin pólitísku stríði, í nafni málfrelsis, er stofnunin tímaskekkja og kannski betur geymd undir torfu!

 

 


mbl.is Vill RÚV af auglýsingamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefur rétt fyrir þér, Gunnar. Það á að selja RÚV óháðum aðilum sem geta tekið yfir tækin og greitt fyrir á markaðsvirði. Kaupandinn getur síðan, ef vill, ráðið þann fjölda af tæknimönnunum frá RÚV sem þörf er á, en allt hitt starfsfólk látið fara sína leið.

Síðan á að afhenda Landsspítalanum glæsihýsið við Efstaleiti undir skurðstofur, legudeildir, greiningaraðstöðu o.fl. Ég geng daglega framhjá þessari byggingu og er þegar farinn að sjá fyrir mér glæstan spítala steinsnar frá Borgarspítalanum.

En hvernig tala ég! Auðvitað mun ekkert skynsamlegt gerast með duglausan menningarmálaráðherra. 

Pétur d. (IP-tala skráð) 24.5.2016 kl. 21:24

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 Já, hversvegna á þetta RUV ekki að vera undir grænni torfu?

Löngum var Ríkisútvarpið okkur mikils virði og þó að starfsliðið hafi á löngum tímum verið verulega vinstri sinnað þá skein það ekki  í gegn nema rétt sem snöggvast og við umburðarlyndir létust jafnvel ekki taka eftir því. 

En dropin holar steininn og nú er komið gat í hann og droparnir eru hættir að hola steininn, en eru nú að grafa undan honum.

Það er svo kannski önnur saga, að Menntamálaráðherrann er  flónið sem niðurlægði okkur með snilld sinni í Feneyjum og bablar svo bara og kann ekki einu sinni að biðjast afsökunar.  Burtu með hann.

Hrólfur Þ Hraundal, 24.5.2016 kl. 22:08

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hlustaði á Davíð Oddson mæla með því að fólk gæti valið um á skattseðli,hvort það styðji RÚV.eða etthvað annað.Hann tók skýrt fram að fólk slyppi ekki við gjaldið,en gæti varið því til fjölmargra góðgerðar félaga í staðin.

Helga Kristjánsdóttir, 26.5.2016 kl. 00:52

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það.er.auðséð það getur ekki verið réttlætanlegt að RÚV fái styrki frá ríkinu og geti svo undirboðið aðra fjölmiðla fyrir Auglýsingar  á auglýsingamarkaði.

Þetta er svo sem ekki ný hugmynd sem Davið Oddsson var með að leyfa skattgreiðendum að velja hvaða fjölmiðil þeirra nef skattur fer til. 

En ef RÚV vill halda áfram að vera á auglýsingamarkaði þá er alveg sjálfsagt að skattgreiðendur fái að velja hvaða fjölmiðill fær þeirra nefskatt. Annað er fásinna.

Kveðja frá Houston

Útvarp Saga

numbers

Jóhann Kristinsson, 26.5.2016 kl. 03:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband