Aumt af ráðherra

Vel getur verið að kjör aldraðra og öryrkja hafið fylgt verðlagi í prósentum talið, en fólk kaupir ekki mat fyrir prósentur, heldur peninga. Og vel getur verið að borð svigni undan veigum í veislum forsetans, en það kemur bara þessu máli ekkert við.

Staðreyndin er einföld; ef aldraðir og öryrkjar þurfa að leita á náðir hjálpastofnana fyrir mat eru kjör þeirra einfaldlega of lág! Í því þjóðfélagi sem við búum, þar sem fjármagn er nægt til flestra verka, á slíkt ekki að þekkjast!!

Það er aumt af ráðherra að deila á menn sem segja sannleikann. Afleikur ríkisstjórnarinnar var nægur í afgreiðslu fjárlaga, þó ráðherra bæti ekki þar gráu ofaná svart. Kjör aldraðra og öryrkja eru til skammar hér á landi og þó formaður fjárlaganefndar telji þau vera vera meir en næg, miðað við lægstu kjör launafólks, eru slík rök vart haldbær. Menn réttlæta ekki eina sök með því að benda á aðra.

Stjórnvöld ættu að sjá sóma sinn í að laga þennan ósóma. Að sýna því fólki sem ól þjóðina og kom henni á það plan sem hún er með því að laga kjör þess.

Strax af lokinni afgreiðslu fjárlaga, þar sem öldruðum og öryrkjum var ýtt til hliðar, voru samþykkt af Alþingi hver lögin og hver þingsályktunin af annarri og virtist enginn skortur á fjármagni úr ríkisjóð til þeirrar afgreiðslu!


mbl.is Bjarni hnýtir í Ólaf Ragnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það ætti að vera á skattaskýrslunni reitur það sem þeir sem vilja geta hakað í og greitt þá aukalega einhver prósent hærri skatt sem rynni í þau málefni sem þeir telja fjársvelt.

Vagn (IP-tala skráð) 23.12.2015 kl. 08:46

2 identicon

Það er líka staðreynd að einhver hluti aldraðra og öryrkja mun alltaf þurfa að leita til slíkra stofnanna því það er eins með þá og aðra borgara; sumir kunna engan vegin með fé að fara.

ls (IP-tala skráð) 23.12.2015 kl. 09:13

3 identicon

Sira jóna Hrönn Bolladóttir sagði i Kastljósi i gærkvöldi að fátækt væri ekki að vaxa á Landinu ,svo góðar heimildir hefði hun ,en það væri alltaf sami hópurinn sem sækti um aðstöð siðan 2008 og hann væri ekkert að stækka ...Og ma bæta við að  tillteknir einstaklingar kæmu jafn þó þeir fengju meiri peninga ,einfaldlega munu sumir aldrei kunna með pening að fara og lika er vitað að fólk með 8--900 þúsund á mán .sækja lika um aðstoð fyrir jól ..það ma alltaf reyna :( og frekjunni engin takmörk sett og litið að marka þessar uppblásnu frettir alla daga !  Það hefði fokið i mig eins og BB við orð forseta sem hreynt ekki pössuðu akkurat á þessum tima ! Spurning hver missti atkv ..eg hugsa mig um fyrir Forsetakosningarnar ? 

RAGNHILDUR H. (IP-tala skráð) 23.12.2015 kl. 11:27

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ragnhildur og Is, það er fjöldi aldraðra og öryrkja sem þurfa að lifa á strípuðum bótum og alveg örugglega margfalt fleiri en þeir sem eru með laun upp að 8-900 þúsund. Þeir sem þurfa að lifa af 170 þúsundum og jafnvel minni tekjum á mánuði geta ekki leift sér þann munað að fara illa með peninga, þeir þurfa að horfa í hvern aur, til þess eins að lifa af mánuðinn!

Ef það er hins vegar svo að hátekjufólk svíkur aðstoð út úr hjálpastofnunum, er það sannarlega ámælisvert og viðkomandi hjálparstofnunum til vansa. Þetta á ekki að vera hægt, þar sem þeir sem þurfa á þessari hjálp að halda verða fyrsta að ganga langan píslarveg í leit að alskyns pappírum sem sannar fátækt þess. Hátekjufólki á því ekki að vera mögulegt að svíkja slíkar bætur út úr hjálpastofnunum, nema því aðeins að starfsfólk stofnana hjálpi því.

Eftir stendur sú staðreynd að fjöldi aldraðar og öryrkja og reyndar einnig vinnandi fólki á lægstu launum, hefur ekki fjármagn til að kaupa sér í jólamatinn, hvað þá að gleðja sína nánustu með smá gjöfum um jólin. Það þarf ekki neitt sérstaklega mikið ímyndunarafl til að sjá að slíkt hlutskipti er verra en við verður unað!!

Hér á landi eru til peningar til nánast allra þeirra verkefna sem fólki dettur í hug, jafnvel hægt að styrkja fólk sem velur að liggja í kassa í heila viku, hvað þá annað, svo eitt lítið dæmi sé tekið. Þetta er hið besta mál, frábært að fólk fái að leika sér.

En þegar fólk beinlínis sveltur verður að skoða forgangsröðina aðeins!!

Hugmynd þín Vagn er frábær. Myndi sannarlega krossa við slíkan reit í mínu skattframtali, ef ég fengi vissu fyrir að peningarnir færu á réttan stað.

Gunnar Heiðarsson, 23.12.2015 kl. 13:23

5 identicon

Mótmælti því hvergi að það sé til fullt af fólki sem hefur lítið og nær ekki endum saman þrátt fyrir að fara vel með.

Og er ekki að taka neina afstöðu til þess hvort hækka eigi tilteknar bætur meira núna eða ekki.

Það breytir því ekki að þeir eru til sem ná aldrei endum saman hversu mikið sem þeir hafa í upphafi mánaðar. Þekki sjálfur dæmi um slíkt og það fleiri en eitt. Það þarf því ekki endilega að fara saman að einhverjir eigi ekki til hnífs og skeiðar undir lok mánaðar og að bæturnar séu ekki nógu og háar.

ls (IP-tala skráð) 23.12.2015 kl. 15:21

6 identicon

Gunnar minn eina sem þú þarft að skila inn með umsókn um aðstoð er staðgreiðsluyfirlit og ef það hljóðar ekki upp á meir en miljón á mánuði þá færðu aðstoð annars ekki svo er þetta bara spurningin kvað fólk er heiðarlegt. 

sigurður kristjánsson (IP-tala skráð) 23.12.2015 kl. 15:33

7 identicon

Sigurður ef þú ferð til að fá aðstoð þá þarftu að mæta með launaseðilinn þinn og ef þú ert með yfir 200.000 kr í laun þá er ekki sjálfgefið að þú færð aðstoð og svo afrit af síðasta skattaframtali. Það getur ekki verið að þú fáir aðstoð með um millján á mánuði. Hefur þú Sigurður sjálfur þurft að leita þér aðstoðar hjá hjálparsamtökum? Ég held ekki miðað við hvað þú skrifar hér að ofnan.

Margrét (IP-tala skráð) 23.12.2015 kl. 19:53

8 Smámynd: Snorri Hansson

Ég er nokkuð viss um að það er ekki til það þjóðríki  þar sem  ekki er hópur fólks sem er í vandræðum fjárhagslega og á í vandræðum með síðustu daga mánaðarins.

Þessi hópur er að sjálfsögðu alltaf afar fjölbreytilegur. Það eru  margar leiðir á botninn

Ég er einnig viss um að flestir íslendingar vilja að þessi hópur sem er hjá okkur í þessari stöðu  hafi athvarf þar sem mál þeirra sé skoðað og þeim hjálpað og alla vega séð til þess að engin sé svangur og úthýst úr samfélaginu.  Allavega alls engin börn. 

Snorri Hansson, 3.1.2016 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband