Gin ljónsins

Þegar hendi er stungið upp í gin ljóns er það fljótt að loka skolti sínum og rífa hana af. Á eftir er síðan skrokkurinn étinn.

Íslenska ríkisstjórnin er komin ansi nálægt því að stinga handlegg þjóðarinnar upp í gin breska ljónsins. Ef það verður gert mun ljónið éta Ísland með manni og mús.

Íslensk stjórnvöld ættu að hætta þessu daðri við breska ljónið. Samskipti okkar við það gegnum tíðina hafa ekki verið á þann veg að eftirsóknarvert sé. Trekk í trekk hefur þetta ótamda ljón ráðist að okkur með sínu villta eðli og víst er að nái það tökum á landinu munum við lítt geta varist gin þess.

Þrjár styrjaldir á hafinu umhverfis landið og ein í hinum alþjóðlega viðskiptaheimi, ætti að kenna okkur eðli breska ljónsins!

 


mbl.is Könnunarviðræður um sæstreng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir flaðra upp um Bretana og sýna Rússum fullan fjandskap.  Þetta er mjög óeðlilegt og ógeðfellt.  Liggja Bretar á einhverjum upplýsingum?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.11.2015 kl. 10:01

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Óskiljanlegt daður við bretana, vegna hugsanlegs sæstrengs. Umræðan um þennan streng er gjörsamlega galin, þar sem varla er nóg rafmagn til að flytja eftir honum, nema virkja hverja einustu lækjarsprænu og hveri landsins. Vanti breta rafmagn á hagstæðu verði, til framleiðslufyrirtækja eða heimilisnotkunar, fá þeir hana trauðla héðan í bráð. Að gera því jafnvel skóna að íslendingar greiði fyrir strenginn, kórónar þvæluumræðuna í topp. Sem hluthafi í Landsvirkjun, með 1/330.000.-eignarhlut, krefst ég þess að forstjórinn láti af þessum órum sinum og einbeiti sér frekar að því að halda rafmagnsverði til almennings á sem lægstu verði. Forstjórinn ber jú ábyrgð gagnvart hluthöfum fyrst og fremst, er það ekki annars, eins og gengur og gerist á markaði almennt?

 Góðar stundir, með kveju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 7.11.2015 kl. 12:03

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Auðvitað er ekki meiningin að flytja neitt rafmagn um þennan streng.  Þetta verður sýndarstrengur til að auðvelda brask með upprunaábyrgðir.  Hvers vegna annars er Landsvirkjun að standa í þessu?  Landsvirkjun framleiðir orku en Landsnet sér um dreifingunu. Ergo - það ætti að vera Landsnet sem stæði fyrir þessu verkefni en ekki Landsvirkjun

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.11.2015 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband