Ekki alveg rétt með farið um ástæðu hælisumsóknar Omos

Það rétta í þessu máli er að Tony Omos ætlaði aldrei að sækja um landvistarleyfi hér á landi, hvorki vegna fjölskyldutengsla né af öðrum ástæðum.

Omos var stöðvaður í vegabréfaskoðun á Keflavíkurflugvelli, á leið sinni til Kanada. Það var ekki fyrr en hann sá að ekki varð lengra komist sem hann óskaði eftir landvistarleyfi hér á landi. Þá hafði hann þegar yfirgefið það land innan Schengen sem hafði til umfjöllunar beiðni hans um veru innan þess svæðis og sýnt með því að hanns hugur lá aldrei til þess að búa innan Schengen svæðisins, hvorki í Sviss né hér á landi.

Það var því af einskærri neyð að hann sótti um landvistarleyfi hér. Hugsanlega hefur sá lögfræðingur sem honum var skipaður talið honum trú um að þetta væri eina mögulegan staðan fyrir hann, annars ætti hann á hættu að verða sendur beint heim til síns föðurlands. Dublinargrein Schengen hefði þó tryggt honum að svo yrði ekki gert, heldur að hann yrði sendur beint til Sviss, svo fremi hann segði frá því að þar ætti hann hælisumsókn sem væri í vinnslu. Þess í stað ákvað hann að þegja um þessa staðreynd og láta yfirvöld hér á landi eyða tíma og peningum í að komast sjálf að þeirri staðreynd.

Þegar flóttamenn óska eftir landvistarleyfi og flýja síðan viðkomandi land, eru þeir að segja að þeir vilji ekki búa í viðkomandi landi. Þegar flóttamenn óska eftir landvistarleyfi vegna þess að þeir eru stöðvaðir við landamæri með fölsuð skilríki og komast ekki lengra, er ekki séð að vilji þeirra til að búa í viðkomandi landi sé til staðar. Þeir koma inn í það af neyð en ekki ósk. Það ætti að vera fljótafgreidd mál þeirra manna sem svona haga sér. Þá á einfaldlega að senda til síns heima svo fljótt sem mögulegt er!

Hins vegar á að taka vel á móti þeim útlendingum sem hingað koma gagngert í þeim tilgangi að búa hér á landi. Það fólk er í flestum tilfellum fljótt að aðlaga sig að okkar menningu og gefa okkur af sinni.

 


mbl.is Ríkið sýknað af kröfu Omos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband