Hvers vegna ekki ?

Að leigja gám á 80.000 krónur á mánuði er auðvitað allt of há leiga, jafnvel þó hann sé innréttaður.

En látum það vera, auðvitað vilja menn græða. Ef hins vegar vilji er til að taka svona húsnæði í notkun, væri þá ekki réttara að safna saman svona 60 gámum á Hólmsheiðina, 56 undir fanga og fjóra fyrir fangaverði og aðra aðstöðu.

Þeim 2 milljarðörðum sem ætlað eru í byggingu lúxusfangelsis þar efra, mætti síðan nýta til að byggja litlar og henntugar einstaklingsíbúðir.

Ef hægt er að bjóða fólki svona íverustað gegn leigu upp á 80.000 krónur á mánuði, ættu þeir sem þyggja frítt fæði og húsnæði af ríkinu ekki að þurfa að fúlsa við slíku lúxushúsnæði!


mbl.is 27 m² íbúðir á 80 þúsund á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einkafyrirtæki má bjóða fólki tjald, plastfötu og prímus fyrir 80.000 ef það vill. En ríkið verður víst lögum samkvæmt að bjóða sínum gestum eitthvað sem fæst samþykkt sem mannabústaður.

Eini kostur gámahúsa framyfir húsnæði byggt með hefðbundnum aðferðum er hversu auðvelt er að flytja gámana. Á fullbúinni íbúð er byggingarkostnaðurinn nánast sá sami.

Espolin (IP-tala skráð) 4.3.2014 kl. 22:04

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

80,000 krónur leigan á mánuði fyrir 27 fermetra gám sem er úr sér gengin, er út í hött á sama tíma og Gnarrinn var að bjóða gömlu gámaskólastofurnar á nokkra þúsundkalla, (mjög fáa þúsundkalla) í byrjun Borgarstjóra-tíðar sinnar...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.3.2014 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband