Að sjálfsögðu

Þessi aðgerð ríkisstjórnarinnar er til að koma til móts við þann forsendubrest sem lánþegar hafa orðið fyrir. Þegar fyrir liggur hversu mikil þessi leiðrétting getur orðið munu auðvitað þeir sem þegar hafa fengið einhverja leiðréttingu ekki fá meir en sem nemur þeirri leiðréttingu sem ákveðin verður.

Það segir að þeir sem farið hafa 110% leiðina fá ekkert, ef sú aðgerð gaf þeim jafn mikla leiðréttingu eða meiri. 

Það liggur fyrir að þær aðgerðir sem stjórnvöld ætla, mun ekki skila fólki öllum þeim forsendubrest sem hér varð, einungis skipta honum milli lánþega og lánastofnanna. Þessar aðgerðir munu hjálpa fólki að standa við sínar skuldbindingar, þ.e. því fólki sem ekki fór óvarlega fyrir hrun. Það mun skila einhverjum hlut fasteignarinnar aftur til lánþega, þó aldrei öllum þeim hlut sem þeir áttu fyrir hrun í sinni fasteign.

Þeir sem þegar hafa fengið hjálp gegnum 110% leiðina hafa flestir fengið mun meiri hlutfallslega hjálp en nú verður í boði, þó það hafi sjálfsagt verið til lítils fyrir þá flesta.

Eitt verður þó að fylgja þessum aðgerðum og það er afnám verðtryggingar. Ef hún verður ekki tekin af er ljóst að lánþegar verða komnir í sama vanda innan skamms.

Því eru þessar aðgerðir samtengdar og hugsanlega hægt að nýta lækkun höfuðstóls til að breyta verðtryggðu láni í óverðtryggt, án þess að afborgun rjúki upp úr öllu valdi. 

 


mbl.is Fái ekki leiðrétt tvisvar sinnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

110 prósent leiðréttingin var bara prump

jonas (IP-tala skráð) 17.9.2013 kl. 17:20

2 Smámynd: Jörundur Þórðarson

Ekki alveg sammála þér, þeir sem hafa fengið þessa 110% "leiðréttingu" standa líklega ennþá mjög illa. Að mínu mati þurfa allir að komast í þolanlega stöðu. Líklega er nóg að þeir sem hafa farið í gegnum 110% leiðina þeir fái lausn með lyklafrumvarpi. Þeir verði skornir úr snörunni og fái aftur að taka þátt í lífinu.

Jörundur Þórðarson, 17.9.2013 kl. 18:10

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Jörundur.

Ég sagði ekki að þeir sem fengið hafa einhverjar leiðréttingar gegnum 110% leiðina væru í góðum málum, þvert á móti held ég því fram að flestir þeirra séu í slæmum málum. 

Lyklafrumvarpið er sennilega eina lausnin fyrir það fólk.

Jónas.

110% leiðin var sjónhverfing, samin af bönkunum fyrir bankana!

Gunnar Heiðarsson, 17.9.2013 kl. 18:36

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það eiga auðvitað allir að fá lánin sín leiðrétt lögum samkvæmt. Ef farið væri að lögum þá væri skuldavandi heimila sjálfleysandi vandamál. Það eina sem hindrar lausn hans er þrávirkni vissra stofnana þjóðfélagsins við að hamast gegn því með öllum ráðum að þurfa að fara eftir gildandi lögum landsins. Það eru bæði einkafyrirtæki og opinberar stofnanir sem falla undir þann hatt.

Ég veit um fólk sem er búið að þurfa að sækja tvisvar um 110% leiðina og er núna að gera það í þriðja sinn. Með öðrum orðum þá er þetta engin lausn á meðan hækkun lánanna hefst að nýju strax að lokinni "110% aðlögun". Það eina sem dugar er að fara að lögum og leiðrétta lánin í samræmi við þau. Svo má afnema heimildir til verðtryggingar á nýjum lánum til neytenda, en leyfa hinsvegar fagfjárfestum að verðtryggja sín á milli.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.9.2013 kl. 19:41

5 identicon

Verðbólgumarkmið Seðlabankans síðastliðin 10-20 ár hafa verið 2.5% verðbólga, þetta er sú verðbólga sem lánþegar litu til þegar þessi verðtryggðu lán voru tekin.

Réttmætar væntingar lántakenda var 2.5% verðbólga, allt umfram það er fosendubresturinn frá 1.jan 2008 til dagsins í dag.

Björn Sig. (IP-tala skráð) 17.9.2013 kl. 20:18

6 identicon

Góðar athugasemdir hér að ofan. 

Ég er ekki viss um að nauðsynlegt sé að taka verðtrygginguna úr sambandi, þ.e. nauðsynlegt væri, ef ekki væru hér enn skrallandi allar þessar ónýtu krónur. 

Hefðum við skift um gjaldmiðil, t.d. tekið upp nýkrónu þá værum við í þeirri  stöðu nú að sú króna væri heldur lágt metin miðað við t.d. dollar og því ekki líklegt að hún gæti fallið mikið meir með þeim afleiðingum að neysluverðsvísitalan ryki upp. Meira að segja hefði það góð áhrif á skuldir að vera verðtryggðar þegar úr færi að rætast með hækkandi gengi.

Vandinn er bara sá að hér eru allt of margar krónur í gangi t.d. í eignasafni lífeyrissjóðanna og vogunnarsjóða, sem geta hvenær sem er farið sem eiturvessi út í hagkerfið og valdið enn meiri lækkun krónu gagnvart öðrum gjaldmiðlum og hækkað þar með vísitölur til verðtrygginga.

Út af þeirri áhættu er auðvitað höfuðnauðsyn að taka strax vísitölurnar úr sambandi þó vissulega sé heldur seint í rassinn gripið.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 19.9.2013 kl. 13:33

7 identicon

Viðbót.

Lilja Mósesdóttir, (mér liggur við að segja eini frambærilegi þingmaðurinn úr síðustu ríkisstjórn) hefur bent á að hætta sé á að "snjóhengjan" bresti.  Við slíkar aðstæður myndu skuldarar að óaftengdum vísitölum, líklega lenda í langtum meiri vanda en við hrunið, var hann þó nægur þá.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 19.9.2013 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband