Örvænting stjórnarflokkanna

Það má segja að örvænting ríkisstjórnarflokkanna taki á sig sífellt nýjar myndir. Það er barist við að krafsa í bakkann.

Nú boðar Ögmundur umræðu um klámvæðinguna. Þetta er auðvitað mál sem hann veit að gengur í fólk, allir vilja þykjast réttsýnir í þessu máli. Þetta er í sjálfu sér þarft framtak hjá ráðherranum, en af hverju nú? Hann hefur haft fjögur ár, að vísu með smá hléi, til að vinna að þessu máli sem ráðherra. Ástandið í þessu máli er lítið verra nú en fyrir fjórum árum og því spurning hvers vegna hann dregur þetta málefni upp núna, korteri fyrir kosningar og útséð að hann geti nokkuð gert nema að stja saman einhverja nefnd um málið. Það er svo aftur enn furðulegra að sjá þennan mann boða opnar umræður í dag, þegar hann í gær bannaði umræður um annað vandamál í þjóðfélaginu. Vandamál sem er bæði nær okkur og meðfærilegra og nauðsynlegt er að laga.

Á ríkisstjórnarfundi í morgun var samþykkt tillaga frá frambjóðendum til formanns og varaformanns Samfylkingar um að rétta skuli af hlut kvennastétta í landinu. Vissulega þarft verk, en aftur spyr maður, hvers vegna núna? Þetta hefði ríkisstjórnin getað gert fyrir löngu síðan og jafnvel komið í veg fyrir fjöldauppsagnir í heilbrigðisstéttum.

Atkvæðaveiðar taka á sig ýmsar undarlegar myndir og snillin við þær er að þeir sem verið er að reyna að kaupa, þurfa að borga sjálfir.

Sennilega er þó frumlegasta atkvæðabeitan sem sést hefur um langann tíma, tillaga formanns og framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar, um að breyta nafni flokksins. Þær stöllur telja nefnilega að flokksfélagar Samfylkingarinnar viti ekki fyrir hvað flokkurinn stendur og því þurfi að upplýsa þá!

Þessi tillaga minnir þó frekar á þær aðferðir sem margir þeirra er sviku hér allt fé úr landi, notuðu. Þá voru nafnabreytingar og kennutöluflakk stundaðar af miklum móð til að fela slóð sína. Samfylkingin á svo sem ekki langt að sækja þessar hugmyndir, enda flokkurinn í eigu eins að höfuðpaurum hrunsins, manns sem er einna frægastur fyrir að dylja sína sóðaslóð með kennitöluflakki og nafnbreytingum sinna fyrirtækja.

 


mbl.is Klámtakmörkun ekki ritskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Og hver er höfuðpaurinn í að halda ekki vörð um hlut kvennréttinda í landinu?

Var ekki Jóhanna Sig. dæmd fyrir að ráða karlmann þegar kvennmaður var hæfari, hvar var kvennréttinda hugsun SF þá?

Nei allir góðir kjósendur passið ykkur á þessu fólki; dæmið þið SF efitr því sem SF hefur gert, en ekki eftir því sem sagt hefur verið til að ginna kjósendur til að kjósa SF.

Kveðja frá Saudi Arabíu

Jóhann Kristinsson, 23.1.2013 kl. 03:02

2 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Næst þarf ömmi að banna brennivínið svo menn eins og hann og Sigmundur Ernir geti hangið edrú í vinnunni.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 23.1.2013 kl. 09:03

3 identicon

Þessi þráhyggja hjá femínistaflokknum VG í sambandi við það sem þetta ógæfufólk kallar klám, fer að verða svolítið þreytandi. Allt sem femínistunum geðjast ekki að, kenna þær einhverri klámvæðingu um. Ef einhver kona, sem hefur þá ranghugsun að hún ráði yfir eigin líkama og ákveður að fara í líkamssnyrtingu, þá er hún umsvifalaust sökuð um að vera fórnarlamb klámvæðingar. Svo heimskar eru öfgafemínistarnir.

Hardcore-klám sem sýnir fullorðið fólk er frjálst í nær öllum Evrópulöndum. Ef klám væri hættulegt, þá væri það ekki leyft. Þvert á móti er álitið, að það hafi dregið úr kynferðisbrotum eftir að klámið var gefið frjálst á 7. áratugnum. En ef Ömmi og sú sem stjórnar honum, Halla Gunnarsdóttir vilja auka tíðni nauðgana, þá er um að gera að banna allt klám! (Meira seinna).

Pétur (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 13:04

4 identicon

Var að hlusta á samræður Ömma við Birgittu í morgun. Þótt ég gefi lítið fyrir Hreyfinguna, þá var mikið vit í því sem Birgitta sagði. Henni tókst líka að reka lygar Ögmundar öfugar ofan í hann.

Hann ætlar sér, eins og ekta stalínisti, að jarða allt tjáningafrelsi á netinu. Lærimeistari hans, Jósef Dyurgashvili, hefði ekki aðeins verið hreykinn af Ögmundi, heldur dáðst að honum: "Ömmi minn, þú ferð fram úr mínum glæstustu vonum. My work is done" (þýtt úr rússnesku).

Ef fólk, þ.m.t. foreldrar, vill sía út eitthvað efni á netinu, þá getur það gert það sjálft með einfaldri stillingu á tölvunni sinni. RÍKIÐ Á EKKERT AÐ SKIPTA SÉR AF, ÞAÐ ER ÓÞOLANDI FORRÆÐISHYGGJA.  Ef Ögmundur vill ekki sjá erótík á netinu, þá ræður hann því sjálfur, en hann á aldeilis ekki að fá að ráða hvað aðrir vilja sjá eða lesa á netinu.Hann sagði í viðtalinu að klámsíðurnar væru að ráðast á sig. Þá getur hann bara sett á pop-up blocker. En ætli hann kunni nokkuð á tölvu svona yfirleitt?

Pétur (IP-tala skráð) 24.1.2013 kl. 10:05

5 identicon

Ögmundur segist vera að vernda börnin í landinu. Þvættingur. Það hefur aldrei verið sýnt fram á að börn skaddist við að sjá venjulegt klám. Í flestum löndum á meginlandinu er það talið eðlilegt að börn sjái fólk nakið (Danmörk, Hollandi, Frakklandi, Þýzkalandi, Spáni), í mörgum löndum er það ekki talið óeðlilegt að börn sjái foreldra sína stunda kynlíf (Danmörku, Hollandi, Frakklandi) og enginn kippir sér upp við það í þessum löndum að börn viti af og sjái klám, þótt enginn sé að sýna þeim það neitt sérstaklega.

En hérá landi, þar sem teprulegasta þjóð heimsins býr (að undanteknum islömskum ríkjum), á að banna allt klám og alla erótík undir því yfirskini að ætla að vernda börnin fyrir ofbeldisfullu klámi, þegar raunverulega ástæðan er að stalínistarnir í Innanríkisráðuneytinu vill ekki að fullorðið fólk fái að ráða hvað það horfir á á netinu eða að öðru leyti hefur í tölvunni sinni. Ráðherrar sem vilja banna allt tjáningafrelsi, eru sólgnir í völd, sólgnir í að stjórna atferli almennings.

Þegar ég hugsa um það þjóðfélag sem Ögmundur óskar sér, hugsa ég um einræðisríkið í skáldsögunni 1984 eftir George Orwell, sem ég las ungur skelfdi mig virkilega. Hugsanalögreglan (Thought Police) í framtíðarsýn Ögmundar og Höllu kemur úr þeirri sögu. Orð eins og The Inner Party (ráðherrar VG), The Outer Party (þeir sem taka við skipunum frá foringjunum í VG og eru undir stanzlausu eftirliti) og The Proletariat (almenningur í landinu sem VG kúgar og blekkir), smellpassa við íslenzkan raunveruleika í dag.

Bann við barnaklámi er til að vernda börn, en venjulegt klám (jafnvel BDSM) milli fullorðinna þar sem fólk tekur þátt viljugt, skaðar engan, sama hvað Ömmi og femmurnar hans þvaðra um mansal, vændi, nauðgun, karllæg gildi og þar fram eftir götum.

Eins og Birgitta benti á, þá er ekki hægt að sía út klámsíður, því að það eru hundruð vefsíðna með góðri erótík, þar sem orð eins og  p*rn, s*x, f**k og þ.u.l. koma alls ekki fyrir (vissara að fara gætilega svo að athugasemdin verði ekki ritskoðuð). Síður með fullt af svona orðum sem hafa yfirleitt tengdar pop-up síður eru ekki alvöru klámsíður, heldur eru dulbúnar auglýsingasíður einungis til að eigandi vefsíðunnar geti þénað peninga fyrir hvern smell. Það eru þannig síður sem hrella Ömma, en allir heilvita menn forðast hlekki á svona síður eins og heitan eldinn. Hugsa, Ögmundur. HUGSA!

Ég viðurkenni að ég horfi á venjulegt hardcore klám án ofbeldis eins og flestir aðrir karlmenn. En hvað varðar ofbeldisfullar síður, þá horfi ég aldrei á þær, hvort sem um er að ræða klám eða annað. Ég hef heldur engan áhuga á að horfa á hommaklám eða afbrigðilegt klám. Ættu þá yfirvöld að banna allar síður sem ég horfi aldrei á af því að ég kæri mig ekki um þær? Ekki aldeilis. ÞAÐ Á EKKI AÐ RITSKOÐA NETIÐ. BÚIÐ MÁL.

Nefnd undir formennsku Róberts Spanó á að skilgreina "þröngt" hvað sé erótík og hvað sé klám, sem er ógjörningur að gera, því að þannig mat er mjög einstaklingsbundið (loðið og teygjanlegt). Nefndin á að skila áliti "síðar á þessu ári". Í þeirri skýrslu verður e.t.v. lagt til að allar naktar myndastyttur í Rvík verði fjarlægðar nema kynferðislausa veran á Vesturgötunni, að íslenzkar konur megi ekki vera kvenlegar, allar kynskiptar dúkkur verði bannaðar í leikfangaverzlunum og annað þaðan af verra.

En ef það tekur meira en 3 mánuði að skila álitinu með þessari gjörsamlega heilalausu skilgreiningu, verður komin nýr meirihluti á Alþingi, sem telur ritskoðun ekki vera forgangsverkefni né hlutverk ríkisins. Hves konar Ísland tekur við eftir það, veit ég ekki, en það verður í öllu falli ekki Sovét-Ísland Ögmundar og Höllu, svo mikið er víst.

Pétur (IP-tala skráð) 24.1.2013 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband