Sviksemi stjórnvalda

Hvenær er gengi gjaldmiðils rétt skráð? Er það þegar jafnvægi er á inn- og útflutningsverðmætum? Er það þegar bankar landsins eru útúrtroðnir af lánsfé frá öðrum löndum? Eða er einhver allt önnur viðmið sem þar ráða?

Verðmæti inn- og útflutnings hljóta að vega þarna mest, enda ekki hægt að lifa lengi þegar halli er á þeim viðskiptum. Það hlýtur alltaf að leiða til gjaldþrots, það er í raun enginn munur þar á eða reksturs heimilis.

Þó ég sé sjaldan sammála Þorsteini Víglundssyni og telji hann kannski ekki þann mann bestan til að segja öðrum til, er ég sammála þeirri fullyrðingu hans að gengi krónunnar sé síst of lágt skráð. Við erum enn á mörkum þess að vöruskiptajöfnuður sé okkur í hag. Raunverulega ætti gengi krónunnar að vera lægra en það er nú.

Það mun vonandi aldrei koma aftur sá falski kaupmáttur sem hér ríkti fyrir hrun, kaupmáttur byggður á erlendu lánsfé. Þetta er staðreynd sem fólk verður að skilja og það fljótt. Þjóðarbúið getur aldrei orðið burðugra en sem nemur framleiðslu þess. Því er svo mikilvægt að hér verði aukin raunveruleg verðmætasköpun, að útflutningur verði aukinn. Þannig og aðeins þannig er hægt að bæta hag fólks í landinu.

Hitt er svo annað mál hvernig verðmætunum skal skipt og hafa stjórnvöld valið þá leið að nota skattkerfið til þess verkefnis. Þetta er röng aðferð og leiðir einungis til minni verðmætasköpunar og því minnkandi hag allra. Þetta er ekki nein ný sannindi, þau hafa verið reynd oft áður og alltaf endað með hörmungum.

Skattur stjórnvalda, sem þau sömdu við stóriðjuna um til þriggja ára, er í krafti þessarar aðferðar. Í sjálfu sér ekkert sem mælir gegn slíkum skatti til skamms tíma, ef fyrirtækin bera hann. En nú koma svik stjórnvalda enn og aftur til. Sá samningur sem gerður var og rennur út um áramót, skal svikinn. Skatturinn skal standa áfram svo lengi sem vinstri afturhaldsöflin eru við stjórn landsins. Þetta sannar enn og aftur að ekki er neinu að treysta sem stjórnvöld lofa, hvorki munnlega né skriflega.

Það væri nær að þessi fyrirtæki fengju að nota sinn hagnað til aukinnar uppbyggingar. Sú uppbygging skilar þjóðarbúinu arð, það gerir skatturinn hins vegar ekki.

Álverið í Staumsvík hefur verið að nota milljarða króna til stækkunnar hjá sér. Þessi stækkun er að mestu byggð á endurnýjun tæknibúnaðar. Þarna er farin sú leið að taka upp alla þá nýjustu tækni sem til er við þessa framleiðslu, fyrst og fremst með betri nýtingu rafmagns. Þarna er því um raunverulega verðmætasköpun að ræða. Nú hefur Norðurál tilkynnt samskonar aðferð við stækkun há sér og Reyðarál hyggst ganga þessa leið einnig. Það sem ógnar þó þessum áætlunum er áðurnefndur skattur stjórnvalda. Hann átti að detta aftur niður við næstu áramót og því enginn tilviljun að áætlanir Norðuráls miðist við þennan tíma. Þarna er um að ræða framkvæmdir upp á tug milljarða, eða meira. Standi stjórnvöld hart á þessum svikum við stóriðjuna er ekki víst að áform Norðuráls gangi eftir og líklegt að Reyðarál dragi enn um sinn sínar áætlanir. Því mun aukinn verðmætasköpun á sviði stóriðjunnar dragast enn um sinn, með tilheyrandi skerðingu lífskjara landsmanna.

Þeir sem gagnrýna stóriðjuna ættu að fagna þessum áformum álfyrirtækjanna. Þarna er verið að endurnýa búnað og gera fyrirtækin enn vistvænni en áður, verið að endurnýja búnað til að orkunýtingin verði ens og best þekkist. Samhliða þessu mun fjöldi starfa myndast, flest tímabundið en töluverður fjöldi til frambúðar. Og það sem mestu skiptir, þetta mun auka verðmætasköpun landsins og því bæta lífskjör alls almennings.

Það er staðreynd að þjóðarbúið er byggt á fjörum grunnstoðum. Stóriðju, fiskveiðum, ferðaþjónustu og landbúnaði. Allar aðrar greinar eru til komnar vegna þessara fjögurra. Svo merkilegt sem það nú er, hafa stjórnvöld ráðist gegn öllum þessum stoðum samfélagsins. Ef ein þessara stoða hrynur, þá fer landið í gjaldþrot. Svo einfallt er það.

Á stóriðjuna er ráðist með skattlagningu á fé sem að öðrum kosti væri nýtt til uppbyggingar.

Á fiskveiðar er ráðist með oddi og eggi og markvisst unnið að útrýmingu þess kerfis sem hefur gert Ísland einstakt á þessu sviði. Stjórnun veiða með sjálfbærni í huga, skal utrýmt. Sjálfbærni bæði í fiskistofnum og veiðum og vinnslu. Ekkert land í hinum vestræna heimi kemst nærri okkur í þeirri sjálbærni. Þessu skal eytt í nafni forsjárhyggju. 

Á ferðaþjónustu hefur verið ráðist af þvílíku ofstæki að annað eins hefur aldrei áður sést. Þar er allt mögulegt skattlagt og síðan þeir skattar hækkaðir aftur og aftur. 

Þessar þrjár grunnstoðir efnahagskerfisins hafa verið skattpíndar og á þær ráðist af hörku, í nafni þess að gengið sé of lágt skráð, einmitt þegar þær ættu að fá að blómstra. Enginn nefndi nokurntímann að þessar stoðir ættu rétt á einhverjum sérstökum skattaívilnunum þegar genginu var haldið hér í hæstu hæðum með lánsfé því er fjármálastofnanir sóttu sér erlendis. 

Landbúnaður á undir högg að sækja. Óvissa vegna aðildarumsóknar er mikil og látlaus áróður þeirra sem nefna sig fræðinga, ótrúlegur. Þó gekk þessi grein fram fyrir skjöldu eftir bankahrun og lækaði sína styrki frá ríkinu einhliða, til hjálpar landi og þjóð í því efnahagslega óvðri sem skók þá landið. Hvergi í heiminum er landbúnaður eins hreinn og hér á landi og í krafti einangrunar landsins hefur tekist að halda flestum þeim smitsjúkdómum sem hrá önnur lönd, frá landinu. Þá hefur náðst undraverður árangur í landbúnaði hér og hvergi sem styrkir hafa lækkað jafn mikið síðustu tuttugu ár og hér á landi, þó sumum þyki þeir enn of háir. Innend matvælaframleiðsla er grunnur lýðræðis, grunnur þess að landið haldist í byggð.

Það er órúlegt að lifa í landi sem hefur fengið á sig bankahrun. Enn ótrúlegra er þó að lifa í landi þar sem allt er gert til að viðhalda þeim hörmungum sem það hrun leiddi af sér, allt gert öfugt við það sem eðlilegt þætti.

Sviksemi stjórnvalda er þó verst af þessu öllu. Þegar ekki er hægt að treysta orðum ráðamanna er illa farið, en þegar þeir sömu menn svíkja svo skriflegt samkomulag, er staðan orðin virkilega alvarleg. Þessi sviksemi stjórnvalda er á öllum sviðum, gegn öllum landsmönnum og öllum sviðum, nema auðvitað fjármálakerfinu. Það blómstrar í skjóli stjórnvalda.

 


mbl.is Misskilningur að gengi krónunnar sé veikt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband