Svik stjórnarinnar dýr

Þau eru ófá störfin sem Jóhanna hefur lofað á sinni tíð sem forsætisráðherra og væri ekkert atvinnuleysi í landinu þó ekki hefði verið staðið við nema helming þeirra loforða. En því miður hefur ekkert þeirra verið efnt. Nú síðast lofaði hún nokkur þúsund störfum á næsta kjörtímabili og víst að það muni standa, enda hún þá komin frá völdum!

Þó hafa orðið til ný störf í þjóðfélaginu, en ekki vegna aðgerða stjórnvalda, heldur þrátt fyrir þær aðgerðir. Þessi nýjun í störfum hefur þó rétt getað haldið í við þau störf sem eru að glatast. Glatast vegna óhóflegrar skattheimtu, reglugerðafargans og aðgerða fjármálageirans, en hann virðist hafa algerlega frítt spil gagnvart lögum þessa lands og er bakkaður tryggilega upp af stjórnvöldum.

En það er enginn að biðja stjórnvöld að skapa störf, einungis er verið að biðja stjórnvöld að þvælast ekki fyrir, vera ekki sífellt að leggja stein í götu þeirra sem vilja byggja landið upp. Það er ekki verið að biðja um neitt annað! 

Það eru ófá fyrirtækin, bæði stór og smá, sem hafa hætt við að hefja starfsemi hér á landi. Önnur reyna að þrauka og bíða af sér þessa afturhaldsstjórn. Þeir sem hafa verið svo kjarkaðir að hefja hér starfsemi horfa nú oftar en ekki upp á gjörbreytt starfsumhverfi fyrir sína starfsemi, þar sem skattar eru nú lagðir á allt hugsanlegt og óhugsanlegt og sífelt verið að finna upp nýjar reglugerðir til að hefta starfsemi þeirra. Fundvísi stjórnmála á skattstofna er með ólíkindum auk þess sem fyrri skattstofnar eru nýttir meir en góðu hófi gegnir. Nýjar hamlandi reglugerðir koma sem af færibandi úr ráðuneytum ríkisstjórnarinnar. Svo  rækilega er gengið á fyrirtækin að sum þessara nýrri fyrirtækja, sem hingað komu til að hjálpa okkur, eru jafnvel farin að hugsa sér til hreyfings, þrátt fyrir að hafa fjárfest hér í húsum og búnaði.

Stjórnvöld hefðu hæglega getað sparað þessa 2  - 300 milljarða með því einu að þvælast ekki fyrir með reglugerðaþvargi og ósanngjarnri skattheimtu. Lækkun skatta um hálfa þessa upphæð, hefði sparað hana alla og miklu meir en það!!

Það má vissulega segja að íslensk þjóð sé mögnuð. Að standa af sér aðför grísk/íslenska alsherjarráðherrann og Jóhönnu Sigurðardóttir er mikið afrek og ekki á allra þjóða færi að afreka slíkt. Þjóðinni hefur tekist að halda í horfinu og jafnvel ná árangri á sumum sviðum þrátt fyrir þessi afturhaldsöfl sem landinu stjórna!!

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir á að fara frá. Hún ræður ekki við hlutverk sitt, það er full reynt!

Það næst enginn árangur með loforðum, sama hversu oft þau eru gefin. Það eru efndir og árangur sem telja, en það er eitthvað sem þessi ríkisstjórn þekkir ekki!!

 


mbl.is Tapið 2-300 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband