Nei Guðbjartur, skuldamál heimilanna fara ekki í bið, einungis lausn þeirra.

Skuldamál heimila eru ekki í neinni biðstöðu, þau velta uppá sig hvern dag. Það eru hinsvegar lausnir við þeim vanda sem eru í biðstöðu og hafa verið það allt frá hruni!!

Það er dapurlegt að heyra ráðherra halda fram svona vitleysu, að skuldamálin séu í biðstöðu. Það er dapurlegt fyrir ráðherrann en skelfilegt fyrir þá sem ekki eiga fyrir mat og húsaskjóli!

Það hefur ekki staðið á stjórnvöldum þegar fjármálafyrirtækin æmta. Þegar þau eru dæmd fyrir ólöglega starfsemi hlaupa stjórnvöld til og setja lög, svo sá kostnaður sem af lögbrotinu hlaust lendi alfarið á þeim sem brotið var á. Sérkennilegt af stjórnvöldum sem kenna sig við jafnaðarhugsjón!

Enginn er þó látinn bera ábyrgð þessara gerða fjármálafyrirtækjanna og enginn er látinn bera ábyrgð þegar Hæstiréttu dæmir svo þessa löggjöf stjórnvalda ólöglega. Menn geta brotið lög hægri vinstri án þess að þurfa að bera ábyrgð. Það eina sem þeir þurfa að passa sig á er að vera annaðhvort í forsvari fyrir fjármálafyrirtæki eða í ríkisstjórn Íslands. Þá eru þeir hólpnir!

En þegar heimilisfaðurinn óskar eftir smá leiðréttingu þess óréttlætis er hann varð fyrir við hrun bankanna er ekkert hægt að gera. Þá eru ekki til peningar, þá er ekki hægt að setja lög honum til handa. Hann er ekki í forsvari fjármálafyrirtækis eða í ríkisstjórn Íslands. Hann er utan þess kerfis sem nýtur náðar stjórnvalda. Hann er bara heimilisfaðir sem þarf að sjá fjölskyldu sinni fyrir mat og húsaskjóli. Í augum stjórnvalda er hann ekki neitt!!

En þjóðin er ekki forsvarsmenn fjármálafyrirtækja eða ríkisstjórnin. Þjóðin eru allir hinir og stór hluti þeirra eru fjölskyldur landsins og allir heimilisfeðurnir. Ríkisstjórnin á að vinna fyrir þjóðina, ekki sjálfa sig og örfáa fjármálamenn. Þar hefur hún brugðis með öllu, brugðist því trausti sem hún fékk í síðustu kosningum. Brugðist vonum og væntingum þjóðarinnar. Ríkisstjórnin hefur grafið djúpa gjá milli sín og þjóðarinnar.

Skuldamál heimila fara ekki biðstöðu, geta ekki farið í biðstöðu. Betra ef svo væri, þá væri hægt að bíða með þetta vandamál þar til síðar, þar til við værum komin út úr kreppunni. Setja bara öll lán inní skáp og opna hann ekki fyrr en betur stendur á, fyrr en við höfum vilja og kjark til að taka á þessu stóra vandamáli.

Nei Guðbjartur, skuldamál heimilanna fara ekki í bið, einungis lausn þeirra. Og þar hafið þið nú beðið í þrjú ár. Er ekki kominn tími til að aflétta þeirri bið?! Er ekki kominn timi til aðgerða?!

 


mbl.is Skuldamál heimila í biðstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandy

Ég er alveg með það á hreinu að skuldamál heimilanna verði notuð sem næsta kosningamál. Það er svo gott fyrir þetta fólk að nota einmitt skuldamálin til að skrögva sig inn í næstu ríkisstjórn. Í mínum huga verður þetta þannig að flokkarnir segjast hver um annan þveran ætla að leiðrétta skuldavandan, en um leið og komið er í ríkisstjórn þorir þetta fólk ekki að taka á þessu, því eins og ég heyrði í einu viðtali á útvarpi Sögu, þá eru margir pólutíkusar svo skuldsettir sjálfir að þeir eru í vösum bankanna og gera þess vegna ekki neitt.

Skuldamál heimilanna og leiðrétting þeirra eru mál fólksins, ef við tökum ekki á þessu sjálf og steypum þau saman við næsta útreikning launa og framfærslu heimilanna þá fáum við þetta ekki leiðrétt. Þessi svokallaða forysta launafólks innan ASÍ veldur ekki þessu verkefni og starfar sleitulaust við að hlunnfara almenning og þess vegna þurfum við öll að taka til okkar ráða og boð til allsherjar verkfalls. (Sýnum nú klærnar).

Sandy, 21.4.2012 kl. 06:24

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sæll Heiðar:  Þú talar fyrir hönd margra trúi ég.  En það er sérkennilegt réttarríki þar sem stjórnvöld þurfa ekki að fara eftir lögum.  Stjórnvöld eru sökuð um það aftur og aftur að hafa brotið lög, farið á sníð við lög og hunsað lög, en það gerist ekkert.  Var þetta tal um laga brotið bara plat? 

Það er ekki von að einstaklingur komin á vonarvöl í boði ríkisstjórnar leggi í málarekstur við vald sem má brjóta lög.  En þegar það er stjórnmála flokkur sem ber ríkisstjórn sökum um laga brot, en svo gerist ekkert, hvað er þá í gangi? 

Ríkisstjórnin kærir stjórnmála flokkinn ekki fyrir ósannindi.  Stjórnmála flokkurinn heldur ekki áfram með málið og lítur þar með útfyrir að máflutningur stjórnmála flokksins hafi verið bull. Hverju sem um er að kenna þá er þetta hvorki trúverðug né virðuleg samkunda þarna við Austurvöll.       

Hrólfur Þ Hraundal, 21.4.2012 kl. 07:57

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Hvenær ætla menn að skora heimskuna á hólm ?

spyr Ómar Geirsson! í fyrirsögn á sínu bloggi við fréttina, og svo byrja umræðurnar....en hafi einhver efast um að heimskan sé til staðar (sem er nú varla tilfellið) þá þarf ekki að leita lengi, en ég valdi síðustu málsgreinina í fréttinni sem þessi pistill er runnin frá.

Tímabundinn vandi á evrusvæðinu 

Guðbjartur heldur áfram og segir íslensku krónuna hafa boðið upp á ítrekaðar kollsteypur fyrir lántakendur og raunar fært til fjármagn og íþyngt heimilisbókhaldinu.

„Það er sífellt verið að fella krónuna, gamla gengisfellingin aftur og aftur. Viljum við búa við það til langframa? Þó verðtryggingin hafi ótal galla þá jafnar hún árlega greiðslubyrði lána en gallinn er að höfuðstóllinn hækkar. Nú þegar bjóða bankarnir upp á óverðtryggð húsnæðislán og Íbúðalánasjóður vinnur að því að bjóða einnig upp á slík lán, en rétt er að skoða vel kjörin á slíkum lánum og greiðslubyrði. Því miður eru þessi lán enn sem komið er til of skamms tíma og vextir geta hækkað,“ segir Guðbjartur sem kveðst enn eindregið fylgjandi upptöku evrunnar þrátt fyrir „tímabundinn vanda á evrusvæðinu“.

Toppheimskan er feitletruð, en skín annars í gegn í allri fréttinni.

Eða er þetta "heimska" sem líkamnar sig hér hjá Guðbjarti ?held því miður ekki, heimskan má gjarnan fræða að vissu marki, meðan "svikarinn" er í eðli sínu svikull, svikull við þá sem treystu honum, völdu hann til að leiða sig útúr ógöngunum og á leið réttlætis og sanngirnis, svikarinn sem viðheldur kúguninni og helgreipinni, allt í nafni blindrar trúar á að "himnaríkið" ESB sé lausnin.

Það þarf greinilega annað fólk að stjórnvelinum en þessar ESB heybrækur, sem ekki þora að afnema verðtrygginguna, verðtrygginguna sem komið var á á sínum tíma til að vernda fjármagnseigendur (stóra sem smáa reyndar) í eintómu óðagoti manna sem ekki sáu fyrir afleiðingarnar, verðtryggingin sem hefur svo með klækjabrögðum verið beitt sem kúgunartæki bankabröskurum hag, og núna síðast til að kúga og hræða fólk í ESB aðild, eins og þetta: Hann segir nýjan gjaldmiðil þýða endalok verðtryggingarinnar. !!

Hrunið var afleiðing græðgi, spillingar, skorts á eftirliti og stjórnleysi, það sem er að gerast núna er ekkert annað en Landssvik og mannréttindarbrot, hreint út sagt, það er ekki of seint fyrir ykkur sem eruð að burðast við verja þetta, að snúa og vera með í "Skora heimskuna á hólm" því fyrr því betra.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 21.4.2012 kl. 18:24

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvort Guðbjartur er að opinbera heimsku með þessu viðtali ætla ég að leyfa fólki sjálfu að meta, Kristján. Mín skoðun á því máli er skýr.

Skoðum þessi ummæli aðeins. Hann talar um tímabundinn vanda evrunnar. Það er hvergi talað um þennan vanda sem tímabundinn, nema meðal aðildarsinna á Íslandi. Allir sem tjá sig um þennann vanda erlendis, stjórnmálamenn, hagfræðingar og fréttaskýrendur, eru sammála um að þessi vandi sé mikill og langt frá því leystur. Sífellt fleiri eru á þeirri skoðun að vandinn verði alls ekki leystur, a.m.k. ekki eftir þeim leiðum sem nú er unnið.

Þá segir Guðbjartu að verðtrygging muni hverfa við upptöku evrunnar. Ef þörf er á verðtryggingu nú, sem ég tel þó ekki vera, er það skelfileg tilhugsun að hún verði afnumin með boðum að utan. Ef þörf er á verðtryggingu skiptir engu máli hver gjaldmiðillinn er, þá er sú þörf vegna rangrar hagstjórnar og skipti á gjaldmiðli breytir engu þar um. Því mun, ef þörf er á verðtryggingu, það hafa skelfilegar afleiðingar ef hún er afnumin vegna skipta á gjaldmiðli.

Það ber ekki merki um mikinn skilning að telja að gjaldmiðill sé orsakavaldur. Gjaldmiðill er einungis mælikvarði á stjórnun landa, þ.e. þeirra landa sem hafa sinn eiginn gjaldmiðil. Þær þjóðir sem ekki hafa eiginn gjaldmiðil þurfa að notast við aðra mælikvarða á stjórnun sinna landa og kemur þar atvinnustig og launakjör sem fyrsta mælieining.

Gunnar Heiðarsson, 21.4.2012 kl. 18:52

5 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Einmitt Gunnar!

Og það stendur ekki steinn yfir steini í upphafningu þessarra manna um ágæti ESB og evrunnar, svo fyrir okkur dauðlegum getur vafist að sjá og skilja hver sé hvatinn, heimskan, eða svikin, ég held að svikin séu hvatinn, svikin í því að láta vera að gera það augljósa og eina rétta, undir því yfirskini að það sé ekki hægt meðan landið ennþá hefur fullt fullveldi til framkvæma það.

Tökum þetta líka aðeins til athugunar : Nú þegar bjóða bankarnir upp á óverðtryggð húsnæðislán og Íbúðalánasjóður vinnur að því að bjóða einnig upp á slík lán, en rétt er að skoða vel kjörin á slíkum lánum og greiðslubyrði. Því miður eru þessi lán enn sem komið er til of skamms tíma og vextir geta hækkað,“ segir Guðbjartur

Nú bjóða bankarnir upp á óverðtryggð lán !!! og ..því miður eru þessi lán enn sem komið er til of skamms tíma...

Hver fer með völdin í þessu landi, hvernig í veröldinni er HÆGT að bjóða óverðtryggð lán, þegar verðtrygingin hverfur ekki fyrr en við upptöku evrunnar ?? það er eitthvað "gruggugt" við slíkar mótsagnir, og það í sömu frétt.

"Kúgandi" og drottnandi leiðtgar hafa alltaf reynt að slá ryki í augu þegnana, reynt að halda upplýsingum frá umheiminum burtu, jafnvel banna allt slíkt, en við lifum ekki í slíku samfélagi sem betur fer, en  blekkinga"síbiljan" og vísvitandi aðgerðarleysi eru líka sterk kúgunartæki.

Rakst á þetta í gær, athyglisverð lesning um ESB "himnaríkið"

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 21.4.2012 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband