Að hafa val - eða ekki

Ef reiknikunnátta Marðar er rétt og að tillaga Tryggva Þórs og félaga kosti 13 milljarða króna, er enn frekari ástæða til að fá hana samþykkta.

Það er nefnilega svo að sumir landsmenn hafa val hvort þeir greiði þennan skatt, en aðrir ekki. Þessir 13 milljarðar mynda því skattamisrétti í landinu og því spurning hvort jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar hafi verið brotin. Reyndar er misréttið mun meira, þar sem 13 milljarðarnir eru einungis sú lækkun skatta á eldsneyti sem tillagan boðar.

Bifreiðaeign þeirra sem búa á Reykjavíkursvæðinu er að stæðstum hluta valkvæð. Þar eru í boði almenningssamgöngur og hægt með þeim að sækja vinnu, sjúkrahjálp og nauðsynjar. Auðvitað eru undartekningar þarna á og sumir sem neyðast til að hafa einkabíl, en að stæðstum hluta er þetta valkvætt.

Um landsbyggðina er annað að segja. Þar er bíleign ekki valkvæð og á því eru engar undantekningar. Landsbyggðarfólk er háð einkabílnum til allra hluta, sækja sér vinnu, sækja læknishjálp, sækja sér nauðsynjar og svo mætti lengi telja. Einkabíllinn er forsenda byggðar á landinu. Því er þessi skattur fyrst og fremst landbyggðarskattur, skattur á þá sem ekki hafa val!

Það er ekki nóg með að þessi skattur leggist á eldsneytið sem landsbyggðarfólkið er svo háð til að lifa af, heldur leggst hann einnig á allt vöruverð vegna aukins flutningskostnaðar. Þetta er því tvöfaldur skattur á landsbyggðina!

Mörður Árnason talar um hærri skatta ef tillagan verður samþykkt. Auðvitað þarf ríkið að fá þennan skatt til sín, en spurningin er hvort jafnaðarmanninum finnist jafnrétti í því að þessi skattur sé greiddur af hluta landsmanna, er ekki meira jöfnuður ef hann er greiddur af öllum landsmönnum jafnt eftir tekjum? Hvort honum finnist að þessi skattur eigi að vera valkvæður fyrir suma landsmenn en ekki aðra? Þá mætti alveg bíða í nokkrar vikur frá því lækkun skatts á eldsneyti hefur tekið gildi og sjá hvort aukinn akstur skili ekki stæðstum hlutanum til baka. Sú aukning á akstri mun að öllum líkindum eiga sér stað hjá þeim sem hafa valið, við hin sem ekkert val höfum munum sjálfsagt ekki auka okkar akstur að neinu marki. Sparnaðurinn sem við fáum fer í annað, s.s borga skuldir.

Mörður Árnason býr í Reykjavík. Hann getur hæglega lifað sínu lífi án einkabíls. Því væri honum, sem jafnaðarmanni, hollt að flytja út á land í svo sem eitt ár. Þá getur jafnaðarmaðurinn fundið á eigin skinni hvernig jöfnuðurinn virkar! Þar hallar að öllu leyti á landsbyggðina.

Þá má ekki gleyma þeirri staðreynd að vegna aðgerða stjórnvalda, hefur heilsugæslu verið þjappað mjög saman úti á landi og sífellt erfiðar er fyrir landsbyggðarfólk að sækja sér slíka þjónustu, með tilheyrandi auknum akstri! Það er sjálfsagt gert í nafni jafnaðarmennsku Samfylkingar!!

Um hugleiðingar Marðar um getu Tryggva Þórs til að sjá fram í framtíðina, er lítið að segja. Þær hugleiðingar lýsa vel þeirri barnahugsun sem ræður ríkjum í kolli Marðar. Það er í besta skapi hægt að kalla þetta útúrsnúninga en er þó líklegra vegna vanþekkingar Marðar á þessu sviði eins og flestum!!

 

 


mbl.is Frumvarpið kostar 13 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ekki rétt hjá þér Gunnar Heiðarsson, Ég bý í einum stærsta kaupstað norðaustanlands, en þar eru fjarlægðir ekki meiri en svo, að ganga má til vinnu, til læknis, í verslanir, í skóla o.s.fr., án vandræða. Krakkar eru keyrðir í skóla, sóttir þaðan, þótt það tæki þá aðeins nokkrar mínútur að labba á tveimur jafnfljótum. Og fyrir framan framhaldsskólann er allt fullt af bílum. Allir þurfa hinsvegar að eiga bíl, því alltaf kemur upp sú staða að bílsins sé þörf. Enda er enginn að segja að leggja eigi niður bílaeign. Ég held satt að segja að Mörður hafi miklu meira vit á þessu en Kúlulána-Tryggvi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.2.2012 kl. 20:54

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki dettur mér í hug Haukur að mæra Kúlulána- Tryggva, en það á að skoða allar góðar tillögur. Stjórnmálamenn sem meta tillögur eftir því hvaðan þær koma, í stað efnis þeirra, eru óhæfir þingmenn. Mörður Árnason er í þeim hópi og dæmir sig sem óvitring af þeim sökum!

Verið getur að þú getir farið gangandi allar þínar þarfir, en ertu tilbúinn að fórna lægra vöruverði? Hefur þú áttað þig á þeirri staðreynd að hver vörubíll sem flytur nauðsynjar frá Reykjavík til Akureyrar mun spara nærri 10.000 kr. í eldsneytiskaupum, verði tillaga kúlulánsþegans að raunveruleika. Núna ert þú að borga þennan 10.000 kall úr þínum vasa!

Þú segir að bíls sé þörf, alltaf geti eitthvað komið uppá. Þetta er hárrétt hjá þér, þ.e. utan Reykjavíkur. Og landsbyggðin er nokkuð stærri en bara Akureyri, þó summir þar setji samasemmerki milli landsbyggðar og þess sveitafélags. Utan bæjarmarka Akureyrar er fólk háð einkabílnum til allra nota og víst er að margir sækja vinnu á Akureyri sem eiga heima utan bæjarmarkana.

Merði hlýtur að hlýna um hjartaræturnar að vita þess að utan borgarmarka Reikjavíkur skuli vera til Ójafnaðarfólk eins og hann!

Gunnar Heiðarsson, 26.2.2012 kl. 22:55

3 identicon

Er þetta rétt hjá þér Gunnar? Ég hélt að vöruverð hjá t.d. Bónus væri það sama á Akureyri og í Reykjavík. Einnig hjá Samkaupum og olíufyrirtækjum. Margt er líka ódýrar á landsbyggðinni en á suðvesturhorninu, t.d. húsnæði. Það er ekki til það land í Evrópu, sem reynir að koma á meiri jöfnuði með því að fikta með bensínverð. Og bensínverðið á eftir að hækka, það máttu vita. Svar okkar við því er að keyra minni, efla almenningssamgöngur og keyra sparneytnari bíla. Ég fer í það minnsta þrisvar til útlandi á hverju ári. Alltaf tek ég Flybusinn, sem er þægilegt og verðið er sanngjarnt.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.2.2012 kl. 23:16

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er gott að einhver hafi efni á að fara til útlanda ÞRISVAR á ári. Það er hinsvegar spurning hvort sá aðili hafi sama skilning og við hin, láglaunafólkið, gamalmennin og öryrkjarnir, þegar kemur að skattpíningu stjórnvalda.

Sá sem hefur efni á að fara ÞRISVAR á ári til útlanda setur varla fyrir sig að borga meira skatta í gegnum eldsneytið. Það munar hinsvegar um hverja krónu hjá okkur hinum, fjöldanum í landinu!

Gunnar Heiðarsson, 26.2.2012 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband