Að taka ákvörðun samkvæmt staðreyndum

Hvenær Vaðlaheiðagöng verði gerð er auðvitað pólitísk ákvörðun. Þau eru ekki ætluð nærri strax samkvæmt núverandi vegaáætlun, en auðvitað er hægt að breyta því, ef pólitískur vilji er fyrir hendi.

Að ætla að koma þessari framkvæmd í gang á fölskum forsemdum er hins vegar rangt og lýsir vel hversu lítið menn hafa lært af hruninu.

Pálmi Kristinsson, verkfræðingur, gerði óháða úttekt á hagkvæmni gangna undir Vaðlaheiði. Niðurstaða hans var nokkuð langt frá þeim gögnum sem haldið hefur verið að landsmönnum og kemur nú í ljós að eru byggð að mestu leyti á skýrslu Jóns Þorvaldar Heiðarssonar, sérfræðings við HA. Þessi skýrsla var gerð fyrir nokkrum árum síðan og kostuð af Greiðri leið, sem er annar af stofnfélugum Vaðlaheiðagangna hf. á móti Vegagerðinni. Skýrsla Jóns hefur síðan verið notuð sem grunnur allra útreikninga Vegagerðarinnar um þessa framkvæmd.

Skýrsla Pálma er í fjölmörgum atriðum frábrugðin skýrslu Vegagerðarinnar. Jón Þorvaldur kýs hins vegar að taka eitt dæmi út, áætlaðann fjölda bifreiða. Þetta er spá og eðli samkvæmt erfitt að áætla hana og endalaust hægt að deila um slíka spá. Það er þó ljóst að Vegagerðin gerir ráð fyrir mikilli aukningu umferðar og ekki er tekið tillit til þeirrar minnkunar sem þegar hefur orðið. Pálmi tekur þegar orðna umferðarminnkun inn í sína skýrslu og gerir ráð fyrir að hún muni dragast enn frekar saman áður en til aukningar kemur aftur. Hvor það er rétt spá hjá Pálma er auðvitað hægt að deila en hitt verður ekki deilt um að umferð hefur þegar dregist saman og því forsemndur brostnar.

Þá er allur rekstrarkostnaður stórlega vanreiknaður í skýrslu Vegagerðarinnar. Innheimta veggjaldsins er einnig stór óvissuþáttur þar sem ekki hefur enn verið ákveðið með hvaða hætti hún skuli fara fram. Þó er rétt að benda á að kostnaður við gjaldheimtu erlendis er hvergi neðan við 10% af innheimtu gjalds. Þar er umferð þó mun meiri en hér á landi og margfallt meiri en mun nokkurn tímann fara um Vðlaheiðagöng. Vegagerðin ætlar þó að halda þessum kostnaði í 5% af innheimtu veggjaldi, meðan Pálmi notar 7% í sínum reikningum. 7% er sennilega einnig vanreiknað.

Það væri hægt að halda svona lengi áfram, misræmi útreikninganna er nánast á öllum sviðum.

Þá gagnrýnir Pálmi hversu illa hefur verið staðið að öllum undirbúnig og áætlunum. Þar tekur hann einkum til viðmiðunnar undirbúning Hvalfjarðargangna, en þau voru sem kunnugt er gerð í einkaframkvæmd með ábyrgð ríkisins.

Það er ljóst að útilokað er að Vaðlaheiðagöng standi undir sér. Hver kostnaður verður sem fellur á ríkið er erfitt að segja, en hann verður alltaf töluverður.

Það er þó ekki stóra málið hversu mikið ríkið þurfi að leggja til gerð þessara gagna, heldur hitt að stjórnmálamenn viðurkenni þá staðreynd og taki ákvörðun um að flýta gerð gangnanna út frá því!

Til þess þarf vissulega að liggja fyrir óháð úttekt, svo séð verði hver kosnaðurinn raunverulega verður. Hvort rétt sé að taka skýrslu Pálma sem slíka óháða úttekt, skal ósagt látið, en ég sé ekkert því til fyrirstöðu annað en pólitík. Til að taka af allann vafa væri kannski rétt að fá einhvern annan óháðann aðila til að gera þriðju skýrsluna um verkið, þá kæmi vissulega samanburður.

Skýrsla Jóns Þorvaldar var kostuð af hagsmunaðilum þeirra sem vilja gera göngin. Hún getur því fráleitt talist óháð. Að Jón skuli reyna að kasta ryki í augu fólks með því að gera lítið úr skýrslu Pálma, er ekkert skrítið. Hann er einungis að reyna að verja eigin æru, eða það skulum við vona. Verra væri ef hann væri enn á mála þeirra sem borguðu honum fyrir gerð skýrslunnar.

 


mbl.is Segir rangt farið með tilvitnanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband