Kemur úr hörðustu átt

Það kemur úr hörðustu átt þegar þingmenn Evrópuþingsins fara að tala um "Stalinisma" hjá lýðræðislega kjörnum fulltrúum þjóða, sérstaklega þegar þær þjóðir eru utan ESB.

Róbert Atkins telur viðhorf Jóns Bjarnasonar til ESB vera Stalínisma. Er það Stalínismi þegar stjórnmálamenn standa á skoðun sinni? Er það Stalínismi þegar þingmenn sem kosnir eru á þing, vilja standa á þeim gildum sem þeir voru kosnar vegna? Er það Stalínismi að vilja standa á lýðræislegum gildum? Eða er það bara Stalínismi að vilja ekki ganga í ESB?

Á móti væri hægt að spyrja Atkins að því hvort það sé lýðræðislegt að fámenn klíka skuli fá að véla með líf 500 miljón manna? Er það lýðræðislegt að æðstu menn þeirrar klíku skuli vera handvaldir? Er það lýðræðislegt að þjóðir afsali sér sjálfstæði sínu að hluta eða öllu leiti til þessarar klíku? Er það lýðræðislegt að atvinnuvegum, s.s. sjávarútvegi skuli stjórnað af geðþóttaákvörðunum, að þar ráði hrossakaup stjórnmála meiru en leiðbeiningar sérfræðinga? Svona væri dögum saman hægt að spyrja Atkins um meint lýðræði ESB. 

Það er hægt að velta fyrir sér Stalínisma, þegar það er gert komast flestir sem eru upplýstir að því að stjórnunarstrúktúr ESB er mun nær því hugtaki en Jón Bjarnason.

Það kemur þó ekki á óvart þó gagnrýni komi frá þingmönnum ESB á Íslendinga. Þeir vita sem er að aðildarferlið er einn stór brandari, að landið mun ekki ganga í ESB. Því eru nú enn harðari kröfur settar gegn okkur.

Makríldeilan er að komast á nýtt stig og einkum vegna þeirrar ósvífni fulltrúa ESB að lækka við hvern fund, þann hlut sem Íslandi er ætlað úr þeim stofni. Er nú talað um viðskiptaþvinganir á okkur. Hvenær hefur verið beytt viskiptaþvingun á þjóð sem er í viðræðum við aðrar, af þeim?

Icesave málið hefur verið vakið upp aftur og komið fyrir dómstóla. Það er annar prófsteinn á hversu langt ESB mun komast með íslensk stjórnvöld. Þar höfum við í raun ekkert að óttast, nema eigin stjórnvöld!

Þegar horft er á upptöku af Evrópuþinginu, þar sem ummæli Atkins koma fram, verður maður agndofa yfir hrokanum í manninum. Það kemur þó ekki fram í þessari frétt hér á mbl.is, frekar en öðrum fréttum eða fréttamiðlum hér á landi, að næstur á eftir honum tók til máls samlandi hans, William Dartmouth, þar sem hann varar Íslendinga eindregið til að ganga í ESB, hvetur Íslendinga til að hundsa stjórnmálastéttina og hvetur Íslendinga til að hundsa sérstaklega þá menn sem líkja andstæðingum sínum við Stalínisma!

Það er margt fleira fróðlegt sem kemur fram í ræðu Datmouth og ráðleg égöllum að horfa á þessa  upptöku. Linkur á hana er hér fyrir neðan.

http://youtu.be/qxy4Z1xS-rU


mbl.is Sakaður um stalínisma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband