36% flokkur

Þá er það orðið ljóst, landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur ekki áhuga á að flokkurinn ná meira en 36% fylgi!

Niðurstaða kosningar til formanns eru mikið áfall fyrir almenna kjósendur flokksins, þá sem ekki eiga möguleika á að komast í skjólið sem landsfundurinn veitir. Þeim til huggunar þá munu landfundarfulltrúar ganga út úr því skjóli nú í kvöld og verða jafn berstrípaðir og kjósendur flokksins.

Enn um sinn verður hinn almenni sjálfstæðismaður að fara með veggjum, enn um sinn mun hann skammast sín fyrir flokk sinn. Þessu áttu landsfundarfulltrúar kost á að breyta, en kusu að láta það vera!

Um ESB málin var einnig mikið rætt á fundinum og sú tillaga sem samþykkt var, málamyndatillaga sem er ekki flokknum til sóma. Sú tillaga sem samþykkt var í morgun var meira í anda kjósenda en Samfylkingararmurinn innan flokksins fékk í gegn að aftur yrði kosið um þá tillögu og hún felld. Það á vel við að aðildarsinnar beyti sömu brögðum og sjálft ESB, að kjós þar til "rétt" niðurstaða fæst. Þessi málsmeðferð mun þó ekki bæta ásýnd flokksins!

Það sannast hér að Sjálfstæðisflokkurinn á enn mikið verk eftir í að taka til hjá sér. Enn eru sömu öfl innan flokksins sem ráða, sömu öfl sem hafa tögl og haldir innan landsfundar. Það hefur lítið verið hlustað á grasrót flokksins.

 


mbl.is Bjarni sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég þér sammála.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 16:36

2 Smámynd: Óskar

36%  er reyndar 36prósentum of mikið.  Bendir til þess að 1/3 hluti þjóðarinnar eigi við alvarlegan minnisbrest að eiga. -  Svona eins og haustið 2008 sé bara ekki til í mannkynssögunni.

Óskar, 20.11.2011 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband