Þingmannslíf

Það mætti halda að Þráinn sé að frumsýna eina myndina enn, í framhaldi af Nýtt Líf, Dala Líf og Lögguíf.

Sú framkoma sem hann viðhefur á þingi ætti betur heima í slíkri mynd og að sjálfsögðu ber hún þá heitið Þingmannslíf.

Maður fer að velta því fyrir sér hvort þessi þríleikur Þráins hafi alls ekki átt að vera gamanleikur, að hann hafi ætlað að gera heimildarmyndir, út frá eigin sjónarhóli!

Hvort hann sjái kannski Íslendinga alla með þeim augum er hann lýsir í þríleik sínum!

Margt er mannana böl, sumir eiga við veraldlega erfiðleika að stríða en andlegir erfiðleikar hrjá greinilega Þráinn.


mbl.is Bað kýrnar afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Hvað er hægt að gera fyrir aumingja Þráinn?    

Vilhjálmur Stefánsson, 9.5.2011 kl. 18:14

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég held það þurfi ekkert að gera annað en að kenna honum að umorða hlutina. Ég held að margir séu innilega sammála innihaldinu, en hann mætti gjarnan nota siðaðra manna tungutak. Þetta götstrákamálfar er engum til sóma.

Bergljót Gunnarsdóttir, 9.5.2011 kl. 23:41

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rétt hjá þér Bergljót, það þarf vissulega að kenna Þránni mannasiði, ef það er ekki orðið of seint. En það á við um flesta þingmenn einnig.

Varðandi pólitíska sögu Þorgerðar eru mjög margir á því að hún eigi ekki erindi á Alþingi. Hún mun væntanlega fá sinn dóm frá kjósendum.

Það er hins vegar engin ástæða til að blanda viðskiptamálum manns hennar saman við hennar pólitísku sögu, enda ekkí þörf á því. Menn geta auðveldlega gagnrýnt störf hennar sjálfrar, bæði sem þingmanns og ráðherra. Þar þarf enga sérstaka hjálp utanfrá.

EN það er því miður margir fleiri í hennar stöðu á þingi, fólk sem hefur ekki staðið sig sem skyldi og full ástæða til að halda því til haga.

Flestir þeirra þingmanna sem voru á þingi fyrir hrun eru jafn settir Þorgerði í ruglinu. Sumir þeirra eru þó ráðherrar nú!

Þá verður að sejst eins og er að margir þingmenn á yfirstandandi þingi eru litlu betri en þeir sem réðu fyrir hrun, framkoma þeirra við samþingmenn sína og þjóðina er til skammar.

Þetta er sýnu verst meðal þingmanna Samfylkingar, en þeir hika ekki við að nota ljótt orðalag gegn andstæðingum sínum, jafnt í ræðustól Alþingis sem á sínum bloggsíðum.

Þessi orð Þráins eru til skammar, en siðferði hans er þó með þeim hætti að hann reynir enn að réttlæta orð sín. Það ber merki þess að hann sé sjúkur.

Það er hins vegar merkilegt hvað fjölmiðlar hafa velt þessu máli mikið upp þegar sambærileg mál hafa komið trekk í trekk upp áður.

Tökum sem dæmi bloggfærslur Björns Vals, Ólínu Þorvarðar, Sigmundar Ernis auk margra fleiri, að ógleymdum öllum þeim fúkyrðum sem bæði Jóhanna og Steingrímur hafa látið falla gegn sínum pólitísku andstðingum, í ræðustól Alþingis. Þessi öll og margir fleiri hafa gerst jafn brotleg við siðferðisvitund þjóðarinnar og Þráinn.

Svo heimtar þetta sama fólk að þjóðin beri virðingu fyrir Alþingi!

Það þarf að slíta þingi og boða til kosninga. Þá getur þjóðin valið sér fólk á þing sem ber meiri virðingu fyrir sínu starfi!

Þingmenn og ráðherrar eru með tímabundið vald í umboði þjóðarinnar. Þeim ber að nota þetta vald sitt samkvæmt því.

Því miður má telja þá þingmenn á fingrum sér sem það hafa gert á yfirstandandi þingi!

Gunnar Heiðarsson, 10.5.2011 kl. 10:04

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég held ekki að hann sé neitt ver haldinn heilsufarslega, en þessir sem ekki er hægt að telja á fingrum sér. En þrár er hann, enda heitir hann Þráinn.

Að öðru leyti er ég sammála síðasta ræðumanni.

Bergljót Gunnarsdóttir, 10.5.2011 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband