Einfaldara að safna undirskriftum um að kjósa til þings

Það væri mun einfaldara að safna undirskriftum um að kjósa nýtt fók á alþingi. Meðan þessi ríkisstjórn er við völd munu undirskriftasafnanir verða daglegt brauð.

Ríkisstjórnin kemur engu máli skammlaust frá sér og ef þjóðin ætlar að standa sig verður að safna undirskriftum nánast við hverja löggjöf sem frá stjórninni kemur.

Mun einfaldara er að skipta út ríkisstjórninni og þingmönnum og fá fólk sem er tilbúið til að vinna með og fyrir þjóðina!


mbl.is Undirskriftir gegn fjölmiðlalögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sammála.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.4.2011 kl. 00:24

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er það útrásarklíkan að reyna að gera lítið úr þjóðaratkvæðu. Frumvarpið takmarkar eignarhald þeirra og ofríki á fjölmiðlamarkaði eins og raunar gamla frumvarpið gerði líka. Nú hafa menn séð í gegnum plottið og þeir fá engan stuðning við þetta.

En eins og ég segi þá eru þeir í biturð sinni að reyna að ómerkja það vopn sem fólk hefur með þjóðaratkvæðagreiðslu og blása til einhvers fárs um ekki neitt.  Ég styð þetta frumvarp, alveg eins og ég studdi hið fyrra.  Það merkilega þá var að það var Samfylkingin sem barðist á hæl og hnakka gegn þessu takmarkaða eignarhaldi og fékk fram synjun forseta. Þá urðu ekki þjóðaratkvæði af því að frumvarpið var dregið til baka.

Á þessum tíma notuðu þeir einmitt alræði sitt á fjölmiðlamarkaði til að spinna lygavef og fá fólk upp á móti þessu. 

Það er ekkert mikilvægara en að enda þessa einokun. Það höfum við svo sannarlega séð á fjölmiðlum í aðdraganda þessara síðustu kosninga.

Ég læt sem ég hafi ekki einu sinni séð þessa vitleysu og finnst þetta eiginlega hlægilegt og brjóstumkennanlegt.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.4.2011 kl. 00:39

3 Smámynd: Benedikta E

Það þarf að koma ríkisstjórninni frá - ef þingið hefur ekki dug í sér til þess með vantrausti - þá verður fólkið að sjá um það - En það getur ekki beðið - gefum þinginu þessa viku og sjáum hvað það getur eða getur ekki.

Benedikta E, 12.4.2011 kl. 00:50

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Jón Steinar.

Ég hef ekki kynnt mér það fjölmiðlafrumvarp sem nú liggur fyrir þingi og get því ekki tjáð mig um það sérstaklega.

Hins vegar er ljóst að ríkisstjórnin kemur engum lögum frá sér svo sómi sé af. Það hafa mörg umdeild lög komið frá henni, nefni sem dæmi lög um hvernig skuli farið með uppgjör þeirra lána sem Hæstiréttur dæmdi ólögleg, ekki er reyndar útséð með hvort þau lög standist þá samninga sem við erum bundin gegnum EES. Þá eru þau lög sem umhverfisráðherra lagði fram um umhverfismál vægast sagt léleg og í algerri andstöðu við ALLA þá sem hlut eiga að máli, lög frá sama ráðhera um þjóðgarð Vatnajökuls voru unnin án alls samráðs við hagsmunasamtök sem þar koma að máli og svo mætti lengi telja.

Ef men eru svo ákafir í undirskriftir er því rökrétt að safna undirskriftum gegn ríkisstjórninni.

Ríkisstjórnin er óhæf. Hún og reyndar tveir þriðju alþingismanna fékk skýr skilaboð frá þjóðinni á laugardaginn síðasta.

Gunnar Heiðarsson, 12.4.2011 kl. 08:09

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég get hins vegar tekið undir það hjá þér Jón Steinar að þessi undirskriftasöfnun liktar af því að þarna séu menn á ferð sem vilja minnka vægi slíkra söfnunar. Niðurrifsöflin eru sterk, það er auðveldar að rífa niður en byggja upp.

En ríkisstjórnin verður að fara frá áður en skaði sá er hún veldur okkur verður meiri!

Gunnar Heiðarsson, 12.4.2011 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband