Greiningardeild Íslandsbanka er ekki enn búin að átta sig á því að árið 2007 er liðið !

Greining Íslandsbanka fer nokkuð frjálslega með sannleikann. Það var fyrst og fremst vegna óstjórnar og hringlandaháttar stjórnvalda, sem Össur ákvað að flytja sig úr landi. Það kom greinilega fram í máli framkvæmdastjóra fyrirtækisins í fréttum, skýrar gat hann ekki orðað það.

Sú skattastefna sem verið hefur síðustu tvö ár er með þeim hætti að ekki er nokkur leið fyrir fyrirtæki að skipuleggja sig fram í tímann. Á hverju ári eru fyrri forsendur brostnar vegna þess að stjórnvöld virðast endalaust getað fundið "ónýtta" skattstofna og ef það ekki dugir eru þeir skattstofnar sem fyrir eru kreystir örlítið betur! Við slíkt ástand er EKKI hægt að reka fyrirtæki, það sér hver maður.

Íslandsbanki kýs að skoða málið út frá eigin hagsmunum og reynir að rökstyðja sitt mál út frá því!

 


mbl.is Sýnir hvað gjaldeyrishöftin eru skaðleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Össur er ekki að flytja frá Íslandi.  Það sem Össur gerði var að hætta skráningu á íslenska hlutabréfamarkaðnum og skrá hlutabréfin hjá danska hlutabréfamarkaðnum.

Ástæðan eru gjaldeyrishöftin.  Það er því miður alveg augljóst.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 12:36

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Össur er með stæðstan rekstur sinn erlendis. Þetta fyrirtæki hefur hingað til kosið að vera á Íslenskum hlutabréfamarkaði en hefur nú ákveðið að flyta sig yfir á þann Danska. Þar með er fyrirtækið sem slíkt komið úr landi og það er slæmt mál. Sá rekstur sem fyrirtækið er með hér á landi mun að öllum líkindum ekki breytast við þetta.

Það sem mestu skiptir þó er sú fullyrðing framkvæmdastjóra fyrirtækisins í fjölmiðlum, að þetta væri gert fyrst og fremst vegna óstöðugar stjórnunar og geðþóttaákvarðana stjórnvalda, kemur gjaleyrinum ekkert við.

Hitt er annað mál að auðvitað er best fyrir hvaða fyrirtæki sem er að gera upp sinn efnahagsreikning í gjaldmiðli þess lands sem stæðsti hluti reksturs þess fer fram í. Það kemur þessu máli bara ekkert við.

Gunnar Heiðarsson, 8.3.2011 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband