Atli á greinilega í erfiðleikum með eigin samvisku

Atli Gíslason marg tyggur að stjórnlagaráð geri sama gagn og stjórnlagaþing, svona eins og hann sé að reyna að sannfæra sjálfan sig.

Honum er einnig tíðrætt um aurana sem í þetta fara, eitthvað sem hann hefði kannski átt að skoða fyrr á ferlinu. Það er frekar aumt að hlusta á þessi rök hans nú þegar málið er komið langt á leið og þegar búið að kasta hundruðum miljóna í það. Það er einnig aumt að heyra svona afsakanir frá þeim sem eru þó tilbúnir til að skuldsetja núlifandi og ófædda Íslendinga um tugi eða hundruði miljarða, vegna gunguskaps við erlendar stórþjóðir.

Atli ætti að hugsa nokkra mámuði til baka og skoða rökin fyrir stjórnlagaþingi. Þau voru ekki að einungis væri verið að aðstoða þingmenn og létta þeim vinnuna, nei, rökin voru að með stjórnlagaþingi væri þjóðin aðili að þeirri endurskoðun stjórnarskrárinnar sem fara ætti í. Stjórnlagaráð þjónar ekki því hlutverki!

Það er oft sagt að minni landsmanna sé stutt og misgjörðir stjórnmálamanna fljótar að gleymast. Frekar er hægt að segja að minni þingmanna sé stutt, þegar þeir muna ekki einu sinni tilgang gjörða sinna!!

Ég skora á þá 25 sem velja á til stjórnlagaráðs að sýna kjark og þor og krefjsat endurkosningar. Þeir yrðu meiri menn á eftir.

Svo er algerlega óþolandi að menn skuli tala um "uppkosningu" þegar átt er við endurkosningu!!


mbl.is Atli: Horfi bara í aurana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband