Kjarkleysi Jóhönnu

Það er merkilegt að heyra forsætisráðherra í meirihlutastjórn segja að alþingismenn hafi guggnað! Er hún að segja að hún hafi ekki lengur meirihluta á þingi?

Það má ekki gleyma þeirri staðreynd að Jóhanna Sigurðardóttir hefur verið mikill talsmaður þess að stjórnarskránni verði breytt. Svo hefur verið um nokkurn tíma. Loks svo þegar "hennar tími kom", hafði hún ekki kjark til að afgreiða málið á þeim eina vettvangi sem löglegt er, alþingi, heldur ákvað að betra væri að búa til eitthvað millistig, sem kallaðist stjórnlagaþing. Gefið var út að með því  kæmi "þjóðin" að þessari vinnu. Göfugt markmið, en þó tókst henni að klúðra því eftirminnilega!

Nú virðist sem þetta stjórnlagaþing sé úr sögunni og í staðinn á að velja 25 manna hóp til að skipa stjórnlagaráð. Þessi aðgerð hefur tekið það fagra markmið, að þjóðin fengi aðkomu að endurskoðun stjórnarskrár, í burtu. Eftir stendur kjarkleysi Jóhönnu og ódugnaður og stjórnlagaráð skipað hópi fólks sem henni er þóknanlegt. 

Þegar hefur verið ákveðið hverjir eigi að skipa þennan 25 manna hóp, en það eru þeir sem kosningu hlutu í ólöglegri kosningu. Ekki er þó búið að samþykkja þetta rugl á þinginu og að því er virðist hefur heldur ekki verið rætt við þá 25 um hvort þeir vilji taka þessa stöðu!

Það veltir upp þeirri spurningu hvernig fara eigi með málið ef einhverjir þeirra neita að taka stöðunni. Á þá að fækka í stjórnlagaráði eða á að handvelja einhverja aðra? Enginn hefur enn tjáð sig um þetta.

Það er vonandi að þingmenn sýni Jóhönnu að kjarkleysið sé ekki þeirra og felli þessa tillögu!

Kjarkleysið liggur fyrst og fremst hjá Jóhönnu sjálfri!!

 


mbl.is Alþingismenn hafa guggnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband