Góð skilaboð inn í kjarasamninga launafólks

Þessi launahækkun til dómara er um 12,5%, eða sem nemur þeirri launaskerðingu er launafólk hefur orðið fyrir frá hruni. Þó ber að athuga það að þessi hópur fékk launahækkun í mars 2010!

Að vísu er erfitt að segja til um hver skerðing launafólks hefur orðið þegar daglega berast fréttir af hækkun vöru og þjónustu. Tölur í dag eru úreltar á morgun!! Sem dæmi hefur eldsneyti hækkað um 5% síðan á áramótum, eða á einum og hálfum mánuði!! 

Þegar dómarar fá 12,5% launahækkun á alment launafólk í landinu að sætta sig 2,5% hækkun!

Snillingarnir Gylfi Arnbjörnsson og Vilhjálmur Egilsson ættu aðeins að fara að passa sig!!

Þeir þurfa nefnilega að fá sinn "samning" samþykktan af launafólkinu, sem þeir hafa ákveðið að eigi að fá 2,5% launahækkun, eða allt niður í rétt rúmar 4,000 kr.!!


mbl.is Dómarar fá 101.000 kr. launahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Viðbjóðurinn einn, nú hlýtur að verða bylting annað er fáránlegt og aumingjalegt af hálfu almennings í landinu!

Sigurður Haraldsson, 18.2.2011 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband